Íranski rithöfundurinn Dina Nayeri skorar á Vesturlandabúa að endurhugsa hvernig er talað um og tekist á við þær áskoranir sem tengjast fólki á flótta, meðal annars með því að hlusta á sögur þess en ekki einblína á skilvirkni kerfisins. Átta ára gömul flúði hún frá Íran ásamt kristinni móður sinni og bróður. Áratugum síðar skilgreinir hún sig enn út frá flóttanum.
Í bókinni Vanþakkláti flóttamaðurinn (e. The Ungrateful Refugee), sem Angústúra gaf út árið 2022 í þýðingu Bjarna Jónssonar, fléttar Dina Nayeri (f. 1979) sögum annarra flóttamanna og hælisleitenda á síðustu árum saman við sína eigin og varpar ljósi á ægivaldið sem felst í því að velja á hvern er hlustað, hverjum er trúað og hvernig ein saga er metin mikilvægari en önnur.
Við ættum að vera þakklát fyrir þessa bók, hún veitir okkur svo djúpa innsýn í samfélagið, samvisku okkar og samkennd með öðrum. Að …
Athugasemdir