Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Hryllilegt að hugsa til þess hvað fólk leyfir sér“

Inn­viða­ráð­herra seg­ir að um­fjöll­un Kveiks um óboð­leg­ar að­stæð­ur fólks á leigu­mark­aði gefi inn­sýn í það hversu langt sé geng­ið í að gera eymd fólks og hús­næð­is­vanda að féþúfu. „Það er satt að segja hrylli­legt að hugsa til þess hvað fólk leyf­ir sér í þeim efn­um.“ Formað­ur Flokks fólks­ins spurði ráð­herr­ann á Al­þingi í dag hvort hann hefði hugs­að sér að grípa inn í þetta ástand.

„Hryllilegt að hugsa til þess hvað fólk leyfir sér“
Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga að tryggja viðunandi löggjöf Ábyrgð stjórnvalda, ríkisins annars vegar og sveitarfélaga hins vegar, felst í því að tryggja viðunandi og sanngjarna löggjöf, til að mynda húsaleigulög, brunavarnalög, lög um lögheimili og aðsetur og að skipuleggja virkt eftirlit, segir ráðherra. Mynd: Bára Huld Beck

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að það muni taka tíma að byggja nægilegt húsnæði. Gríðarleg ásókn sé í að búa á Íslandi og hér fjölgi mjög hratt. Hann væntir þess að lagafrumvörp verði fram sett á næsta þingi sem muni taka á þessu. „Þá er lagaumgjörðin komin, en það kemur auðvitað ekki í veg fyrir að óvandað fólk misnoti eymd og fátækt fólks til að bjóða því þessar aðstæður sem við sáum því miður í gær. Taka þarf á því og það er samfélagslegt vandamál.“

Þetta sagði innviðaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en formaður Flokks fólksins, Inga Sæland, spurði hann hvort ekki þyrfti að bregðast við húsnæðisvandanum strax. 

Vísaði Inga í umfjöllun Kveiks frá því í gær en þar kemur fram að þremur árum eftir brunann mannskæða á Bræðraborgarstíg í Reykjavík búi fjöldi fólks við óboðlegar aðstæður. Skortur á úrbótum, mikil fólksfjölgun og húsnæðisekla séu meðal þátta sem þrýsta fólki í hættulegar aðstæður og gera óprúttnum kleift að nýta sér neyð annarra.

Stundin fjallaði ítarlega um bagalegar aðstæður á Holts­götu 7 í Reykjavík í maí á síðasta ári en þar kom fram að hátt í 30 manns leigðu her­bergi í hús­næði sem bú­ið var að stúka nið­ur í fjölda lít­illa her­bergja. Eld­vörn­um var illa eða ekk­ert sinnt. Fyr­ir­tæk­ið sem leig­ði út her­berg­in sæt­ti engu op­in­beru eft­ir­liti þar sem hús­ið var skráð sem íbúð­ar­hús­næði. Marg­ir við­mæl­end­ur Stund­ar­inn­ar sáu mik­il lík­indi með að­stæð­um þar og þeim á Bræðra­borg­ar­stíg 1.

Býr fólk líka í kartöflugeymslum eða manngerðum hellum?

Inga sagði í upphafi fyrirspurnar sinnar að hún talaði líklega fyrir munn margra þegar hún lýsti því yfir að hún hefði orðið fyrir sjokki þegar hún horfði á Kveik í gærkvöldi. 

„Maður getur ekki annað en velt því fyrir sér, þegar maður sér fólk búa í mygluðum kolakjallara með tvö börn, hvort við eigum ekki líka eitthvað af kartöflugeymslum og manngerðum hellum og einhverju slíku sem einhverjir búa í án þess að við vitum af því,“ sagði hún. 

Með grátstafinn í kverkunum Þingmaðurinn sagðist á þingi í dag eiginlega vera með grátstafinn í kverkunum yfir málinu. „Maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvernig hæstvirtur ráðherra hafi orðið við.“

Þá rifjaði hún upp að fyrir þremur árum hefði hörmulegt slys orðið þegar kviknaði í húsi sem búið var að troða allt of mörgu fólki í, á Bræðraborgarstíg, og þrjú ungmenni dóu. „Maður er eiginlega með grátstafinn í kverkunum. Nú hefur Framsóknarflokkurinn, flokkur hæstvirts innviðaráðherra, verið með þessi húsnæðismál meira og minna frá lýðveldisstofnun. Maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvernig hæstvirtur ráðherra hafi orðið við. Það væri kannski réttara að spyrja fyrst hvort hæstvirtur ráðherra hafi séð þær hörmungar sem voru sannarlega bornar á borð fyrir okkur í Kveik í gærkvöldi. Maður veltir líka fyrir sér: Hvernig stendur á því að það þarf fjölmiðla til að draga fram þann óþverra sem sjálfsagt þúsundir búa við í dag án þess að ríkisvaldið skipti sér nokkurn skapaðan hlut af því?“ spurði hún. 

Inga spurði ráðherrann jafnframt hvað væri um að vera. Hefði hann hugsað sér að grípa inn í þetta strax eða ætti kannski að skipa stýrihóp eða setja málið í nefnd eða bíða þangað til næsta kjörtímabil gengur í garð.

Ábyrgð stjórnvalda felst í því að tryggja viðunandi og sanngjarna löggjöf

Sigurður Ingi svaraði og sagði að hann hefði séð þennan þátt í gær og að umfjöllunin hefði veitt innsýn í aðbúnað og húsnæði fólks sem væri algerlega óviðunandi í íslensku samfélagi. Hann gæti verið sammála Ingu um það. 

„Einnig veitti þessi umfjöllun okkur innsýn í það hversu langt er gengið í að gera eymd fólks og húsnæðisvanda að féþúfu. Það er satt að segja hryllilegt að hugsa til þess hvað fólk leyfir sér í þeim efnum. Það eru sár vonbrigði og samfélaginu öllu alvarleg áminning. Ábyrgð stjórnvalda, ríkisins annars vegar og sveitarfélaga hins vegar, felst í því að tryggja viðunandi og sanngjarna löggjöf á þessu sviði, til að mynda húsaleigulög, brunavarnalög, lög um lögheimili og aðsetur, að skipuleggja virkt eftirlit og svo framvegis.

Eftir brunann á Bræðraborgarstíg var sett af stað mikilvæg vinna, bæði á vegum stofnana og nú síðast á vegum tveggja starfshópa sem ég skipaði fyrir rúmu ári sem skiluðu skýrslu með 13 úrbótatillögum. Þessar 13 úrbótatillögur eru þannig að fimm þeirra er lokið og sjö af þeim eru síðan þessum tveimur starfshópum og eru að hluta til til umsagnar í samráðsgátt með það að markmiði að undirbúa löggjöf sem styrkir annars vegar takmarkanir á fjöldaskráningu lögheimilis og aðseturs og hins vegar lagabreytingar vegna óleyfilegrar búsetu. Þær þurfa annars vegar að vera á því sviði að heimila tímabundna skráningu aðseturs í atvinnuhúsnæði þannig að það sé tekið út og haft eftirlit með því, sem ekki er í dag, og hins vegar varðandi brunavarnalög til að veita slökkviliðinu heimildir til að skoða slíkt húsnæði,“ sagði hann. 

Ríkisvaldið og sveitarfélögin búin að ýta í gang „algerlega óútskýranlegu ferli“

Inga steig aftur í pontu og sagði að horfast þyrfti í augu við það að ríkisvaldið og sveitarfélögin væru búin í rauninni að ýta í gang einhverju algerlega óútskýranlegu ferli inn á húsnæðismarkaðnum. „Græðgin og hryllingurinn sem þar er í gangi – okur, leigan og allt sem þar er í gangi. Það er eiginlega ekki hægt að tala um það og að það skuli vera í samkeppni við ríki og sveitarfélög sem keyra þetta upp er ennþá sorglegra.“

Hún sagði að það væri frábært að málið skyldi vera komið inn í samráðsgátt og að slökkviliðið skyldi fá frekari heimildir en hún spurði ráðherrann hvort ekki þyrfti að gera eitthvað meira – alveg undir eins. 

Græðgisvæðing samfélagslegt vandamál

Sigurður Ingi sagðist í framhaldinu ekki vilja taka undir það að græðgisvæðing væri ríki eða sveitarfélögum að kenna. „Ég held að hún sé miklu stærra samfélagslegt vandamál heldur en svo. Við eigum hins vegar að gera allt sem við getum til að ýta undir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Sveitarfélögum ber skylda til að skjóta skjólshúsi yfir íbúa sína, ríkið hefur ákveðin tæki til þess og við erum að vinna slíka vinnu,“ sagði hann og bætti því við að hann vænti stuðnings frá Ingu og þinginu öllu til að klára það þegar húsnæðisstefna birtist í þinginu. 

„Það mun taka tíma að byggja nægilegt húsnæði. Gríðarleg ásókn er í að búa á Íslandi og hér fjölgar mjög hratt, fyrir utan að við erum líka að leysa úr fortíðarvanda. Ég get verið sammála háttvirtum þingmanni í því að það væri gott ef við gætum unnið enn hraðar, en á þessu sviði er verið að vinna mjög góða vinnu og ég vænti þess að við munum sjá lagafrumvörp á næsta þingi sem munu taka á þessu. Þá er lagaumgjörðin komin, en það kemur auðvitað ekki í veg fyrir að óvandað fólk misnoti eymd og fátækt fólks til að bjóða því þessar aðstæður sem við sáum því miður í gær. Taka þarf á því og það er samfélagslegt vandamál,“ sagði hann að lokum. 

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Þetta er auðvitað bara eitt dæmið um hvernig ríkisstjórnin hefur brugðist láglaunafólki í Reykjavík sérstaklega. Þetta er einmitt málefni sem stjórnvalda eiga og geta tekist á við
    0
  • Þórdís Ólafsdóttir skrifaði
    Burt með Sigurð Inga viðburðum að losa okkur við þessa ömurlegu þingmenn og Katrínu sem ekkert. Vit er í
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Þeir hafa ekki getuna viljann né áhugann á að leysa vandamálið. Það er áratuga gamalt, erlendar þjóðir hafa leyst það stundum þegar menn neyðast til... aðrar hjakkað í endalausa sama planlagningarfarinu og eina sem við heyrum eru loforð.

    Eina viðeigandi lýsingin á þessum orðum Sigurðar Inga er enska orðið ...BULLSHIT !

    Vandamálið er heimatilbúðið og sömu gerðar og þegar kvótinn var leyfður í framsal og veðsetningar ..... þetta er gróðabisness og draumur þéttingar og skipulagsmöppudýra sem vilja frekar fá sinn vilja í gegn en leysa vandamálið.



    "Ég get verið sammála háttvirtum þingmanni í því að það væri gott ef við gætum unnið enn hraðar, en á þessu sviði er verið að vinna mjög góða vinnu og ég vænti þess að við munum sjá lagafrumvörp á næsta þingi sem munu taka á þessu. Þá er lagaumgjörðin komin, en það kemur auðvitað ekki í veg fyrir að óvandað fólk misnoti eymd og fátækt fólks til að bjóða því þessar aðstæður sem við sáum því miður í gær. Taka þarf á því og það er samfélagslegt vandamál,“
    0
  • Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    Fjölgun erlendra ríkisborgara er miklu meiri en fasteignamarkaðurinn ræður við. Í fyrra fjölgaði erlendum um meira en 8þ en innfæddum að venju um 2þ. Stærsti hluti þeirra erlendu er komin hingað að vinna í ferðamannaiðnaði eða tengdum greinum, t.d. við byggingu hótela. Rótin að þessu er að túrisminn vex stjórnlaust, 5x hraðar en í nokkru öðru norður Evrópulandi. Til að bæta gráu ofan á svart þá berst ferðamannaiðnaðurinn með kjafti og klóm gegn tilraunum til að hemja iðnaðinn, t.d. gegn gistináttagjaldi, eðlilegum virðisaukaskatti, hömlum á flugumferð o.fl. Ríkisstjórnin hlustar sem lömuð á mótbárur túrismans gegn álögum. Allar aðrar þjóðir virðast hafa góða stjórn á vexti ferðaþjónustu. :Ergó = skelfingarástandið á fasteignamarkaði er sjálfskaparvíti ríkisstjórnarinnar sem einkum má rekja til stjórnlauss vaxtar túrismans.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
4
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár