Á þessum tíma árs keppast háskólar landsins við að ná til sín nýjum nemendum í grunn- og meistaranám. Alls eru sjö starfrækir háskólar hér á landi. Ung móðir í laganámi segir að ekki hefði verið möguleiki fyrir sig að stunda háskólanám nema í fjarnámi. Hún biður háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að auka jöfnuð meðal námsmanna.
Skrásetningar- og skólagjöld
Greiða þarf 75.000 krónur í skrásetningargjald kjósi nemi að stunda nám við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Háskólann á Hólum eða Landbúnaðarháskóla Íslands. Grunnnám við Háskólann í Reykjavík kostar 288.000 krónur á önn, eða 576.000 krónur fyrir skólaárið. Skólagjöld fyrir meistaranám í HR eru mismunandi eftir deildum. Dýrast er MPM nám á 2.190.000 krónur fyrir skólaárið í heild sinni.
Fyrir grunnnám við Háskólann á Bifröst borgar nemandi 317.000 krónur á önn en meistaranemi 499.000 krónur. Dýrast er að stunda grunnnám við Listaháskóla Íslands en þar kostar önnin 340.972 krónur. Kostnaður fyrir meistaranám …
Athugasemdir