Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fyrrverandi eigandi Mandi dæmdur fyrir líkamsárás

Veit­inga­mað­ur­inn Hlal Jarah var í síð­asta mán­uði dæmd­ur fyr­ir að hafa ráð­ist með of­beldi á Kefs­an Fatehi, sleg­ið og spark­að í hana, rif­ið í hár henn­ar og hrint henni. Kefs­an lýsti því í við­tali hvernig Hlal hefði áð­ur ógn­að henni, hót­að henni líf­láti og áreitt hana kyn­ferð­is­lega.

Fyrrverandi eigandi Mandi dæmdur fyrir líkamsárás
Sló, sparkaði, hárreytti og hrinti Hlal Jarah var dæmdur fyrir að ráðast á Kefsan Fatehi en upptökur sýndu hann beita ofbeldinu.

Hlal Jarah, fyrrverandi eigandi veitingastaðarins Mandi, var í síðasta mánuði dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás. Var Hlal sakfelldur fyrir að hafa veist með ofbeldi að Kefsan Fatehi á öðrum degi jóla 2020, hrint henni upp að vegg, slegið hana í andlit, rifið í hár hennar, sparkað í hana og hrint henni niður tröppur.

Kefsan er írönsk og stundar meistarnám við mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Hún kom hingað til lands í október árið 2020 og fékk leigt herbergi á efri hæð húss við Veltusund 3b, en á neðri hæðinni er veitingastaðurinn Mandi.

Sló og sparkaði

Kefsan lýsti í viðtali við Eigin konur og í Stundinni að hún hefði sætt áreiti af hálfu Hlal og fleiri manna sem tengdust honum. Þá hefði Hlal hótað henni, meðal annars lífláti, sýnt henni myndir af skotvopnum og sagst vera vel tengdur inn í íslenska lögreglu og við áhrifafólk hér á landi. Þá hefði hún mátti þola illmælgi af hálfu Hlals og kynferðislegri áreitni. Þær lýsingar fengu stoð í frásögn ungs sýrlensks manns sem einnig bjó á efri hæðinni í Veltusundi, sem gekk undir nafninu Hótel Mandi hjá þeim sem þar bjuggu.

„Þá kom hann nær og hrækti á mig, og kallaði mig tík“
Kefsan Fatehi
Um aðdraganda árásarinnar

Árásin átti sér stað í og við húsið í Veltusundi en þangað hafði Kefsan komið til að sækja föggur sínar þar eð hún var að flytja á stúdentagarða. Í viðtalinu lýsir Kefsan því að þegar hún var í þeim erindum hafi Hlal komið þar að gangandi. „Þá kom hann nær og hrækti á mig, og kallaði mig tík. Það var ekki í fysta skipti sem hann kallaði mig tík og ógnaði mér.“

Samkvæmt Kefsan svaraði hún því til að Hlal gæti sjálfur verið tíkarsonur. Við það hafi Hlal tekið á rás og ráðist að henni inni í anddyri hússins. Þar hafi hann rifið í hár hennar og kippt henni til sín. „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað. Síðan henti hann mér út á götu.“

„Olnbogi Hlal fer af krafti í vinstri hluta höfuðs Kefsan“
Úr lögregluskýrslu

Til eru upptökur úr eftirlitsmyndavélum í og við húsið að Veltusundi og í þeim má sjá atburðarásina og er hún í samræmi við lýsingar Kefsan. Í skýrslu lögreglu þar um segir að á upptökunum sjáist hvernig Kefsan sé hrint aftur á bak upp að vegg og að Hlal virðist snúa upp á hana þannig að hún falli við. „Sjá má á upptökunni að þegar þetta er að gerast að hægri hendi, nánar tiltekið olnbogi Hlal fer af krafti í vinstri hluta höfuðs Kefsan, líkt og Hlal sé að slá frá sér,“ segir í skýrslunni og er því einnig lýst að á upptöku sjáist þegar Hlal sparki í Kefsan.

Í dómnum er tilgreint að vitnisburður Kefsan hafi frá upphafi verið stöðugur og fái stoð í upptökunum en þær hafi ríkt sönnunargildi. Framburður Hlal hafi hins vegar í heild sinni verið ósannfærandi. Við árásina hafi Kefsan hlotið meiðsl, meðal annars tognun á kjálkalið, hálshrygg og öxl.

Samkvæmt dómsorði var Hlal því gerður 30 daga fangelsisdómur, skilorðsbundinn til tveggja ára, auk þess sem honum var gert að greiða Kefsan 400 þúsund krónur í miskabætur auk sakarkostnaðar, alls ríflega 2,2 milljónir króna.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár