Jenny Colgan er höfundur sem hefur oft setið á metsölulistanum á Íslandi. Aðallega í kringum jólabókaflóðið. Hennar bækur eru nefnilega einstaklega góðar til að hafa meðferðis í frí eða til að koma sér út úr skammdeginu. Þær eru léttar og rómantískar. Einmitt það sem Íslendingar oft þurfa þegar nóg er komið af glæpasögum í kuldanum. Sögur hennar gerast líka á stöðum sem við könnumst við. Á hálendinu og litlum bæjum út fyrir borgarlífið í Skotlandi. Margt við skoskt veðurfar og náttúru er líkt því sem er hér heima. Hún hefur skrifað 41 skáldsögu. Mest í rómantískum stíl en einnig hefur hún skrifað nokkrar vísindaskáldsögur. Það sem flestir líklega kannast við í vísindaskáldskap er Dr. Who, en Jenny hefur skrifað nokkra af þeim þáttum. Þar sem hún er að koma á Bókmenntahátíðina þá var tilvalið að reyna að spyrja hana örfárra spurninga.
Byrjum aðeins á að kynnast þér, Jenny. Hvernig myndir …
Athugasemdir