„Merkilegt að ég sé hérna enn þá“

Ragn­ar Heið­ar Harð­ar­son hef­ur haft að­set­ur á Rak­ara­stofu Ragn­ars og Harð­ar síð­an hann fædd­ist ár­ið 1958. Hon­um finnst ansi merki­legt að hann standi þar enn, sér­stak­lega þar sem hann ætl­aði að verða húsa­mál­ari en ekki rak­ari.

Vorið er á leiðinni, eða, það eru allir að tala um að vorið sé á leiðinni en það er það ekkert. Ég læt ekki plata mig. Það er eiginlega það sem er mér efst í huga, það eru allir að segja mér að vorið sé komið en ég segi þeim þá að það sé það ekki. Það er meiri fuglasöngur en vanalega en það er síðvetrarmerki, um að veturinn sé byrjaður að gefa eftir. 

Ég á þessa rakarastofu og hef verið hérna svolítið lengi. Það merkilegasta sem hefur komið fyrir í þessu húsi er að ég sé hérna enn þá. Það er nógu merkilegt. Ég hef verið hérna síðan ég fæddist. Mér er sagt að það hafi gerst árið 1958. Foreldrar mínir voru búnir að vera með rakarastofuna í eitt ár þegar ég fæddist og við bjuggum hér. Ég ólst hérna upp. 

Það lá ekki alltaf fyrir að ég yrði rakari. Ég var næstum því orðinn málari, húsamálari, ég vann við það sem unglingur nokkur sumur en svo stakk málarameistarinn af til Svíþjóðar og ég sat uppi með að vera hérna áfram. 

Það hefur alls konar komið upp á hérna á stofunni. Ég hef rekið menn út hérna, hent þeim út fyrir að rífa kjaft á meðan ég var að raka þá. En annars gengur þetta allt vel. Þegar pabbi byrjaði hérna var þetta fimmta rakarastofan á Vesturgötu og eru tvær enn þá. Menn þurfa að láta klippa sig og við höfum verið heppnir með það að menn koma aftur og aftur. 

Sá atburður sem breytti lífi mínu var þegar dóttir mín fyrsta fæddist, þá gjörbreyttist lífið. Allt í einu var maður kominn með ábyrgð og það var gaman. Ég mátti reyndar ekkert vera að því að eignast barnið en það kom samt. Hún fæddist á Þorláksmessumorgni og ég fór strax að raka. 

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár