Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hefði stutt útlendingafrumvarpið hefði hún verið á landinu

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra skil­ur vel að út­lend­inga­mál séu um­deild en hún seg­ir að á lands­fundi Vinstri grænna hafi eigi að síð­ur kom­ið fram yf­ir­gnæf­andi stuðn­ing­ur við þing­menn hreyf­ing­ar­inn­ar og ráð­herra. Sex þing­menn VG sam­þykktu út­lend­inga­frum­varp dóms­mála­ráð­herra í síð­ustu viku.

Hefði stutt útlendingafrumvarpið hefði hún verið á landinu
Ekki sama frumvarpið Katrín segir að útlendingafrumvarpið sem var samþykkt sé ekki sama frumvarp og kynnt var í samráðsgátt í fyrra. Mynd: Bára Huld Beck

„Ég studdi frumvarpið eftir aðra umræðu og hefði gert það sama eftir þriðju hefði ég verið á landinu.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna í skriflegu svari við fyrirspurn Heimildarinnar. 

Umdeilt útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra var samþykkt fyrir rúmri viku síðan. Alls samþykktu 38 þingmenn frumvarpið, þar af 13 þingmenn Sjálfstæðisflokksins, 12 þingmenn Framsóknarflokksins, sex þingmenn Vinstri grænna, sex þingmenn Flokks fólksins og einn þingmaður Miðflokksins. 15 sögðu nei og 10 voru fjarverandi, þar á meðal forsætisráðherra sem var í opinberum erindagjörðum í Úkraínu.

Heimildin spurði í fyrirspurn sinni hvað Katrínu fyndist um lokaútgáfu frumvarpsins þar sem hún var fjarstödd í atkvæðagreiðslunni. Hún var einnig spurð hvað hún segði um þá gagnrýni sem kom fram á frumvarpið, meðal annars að verið væri að skerða réttindi fólks sem hingað leitar að hæli og til þess fallið að vekja tortryggni í garð flóttafólks og að breytingarnar sem VG gerði á frumvarpinu væru áhrifalitlar og til skrauts fyrir flokkinn.

Enn fremur var hún spurð hvað hún segði um gagnrýni á Vinstri græn í kjölfar þess að flokkurinn samþykkti frumvarpið, sem meðal annars hefur komið úr röðum félagsmanna og ungliðahreyfingunni.

Skilur að málin séu umdeild

Forsætisráðherra segir í svarinu að útlendingafrumvarpið sem samþykkt var sé ekki sama frumvarp og kynnt var í samráðsgátt í fyrra. 

„Þegar frumvarpið var lagt fram höfðu verið gerðar á því veigamiklar breytingar að kröfu Vinstri grænna og raunar hafa breytingar sem gerðar hafa verið á málinu síðan verið að tillögu þingmanna VG til þess að bregðast við umsögnum, tryggja réttarvernd og gera málið betra fyrir fólk á flótta auk tillögu þingmanna Samfylkingar um meðferð mála fylgdarlausra barna. Ég skil vel að þessi mál séu umdeild en á landsfundi VG kom eigi að síður fram yfirgnæfandi stuðningur við þingmenn hreyfingarinnar og ráðherra,“ skrifar hún í svari til Heimildarinnar. 

Varaþingmaður kveður flokkinn

Heimildin greindi frá því að Daní­el E. Arn­ar­son vara­þing­mað­ur Vinstri grænna hefði sagt sig úr flokkn­um nokkr­um mín­út­um eft­ir að þing­menn flokks­ins kusu með út­lend­inga­frum­varpinu. „Því mið­ur þá get ég ekki stað­ið á bakvið hreyf­ingu sem sam­þykk­ir skerð­ingu á rétt­ind­um til eins við­kvæm­asta hóp sam­fé­lags­ins,“ sagði hann. 

Einnig hefur framkvæmdastjórn Ungra Vinstri grænna gagnrýnt þingmenn flokksins en í yfirlýsingu frá stjórninni sagðist hún harma það að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra hefði fengið samþykki Alþingis. „Þingmenn sem greiddu atkvæði með frumvarpinu mega bera skömm fyrir.“

Hefði ekki stutt framvarpið í upphaflegri mynd

Jódís SkúladóttirÞingmaðurinn hefur varið frumvarpið í þingsal.

Einn þingmaður VG, Jódís Skúladóttir, hefur verið áberandi í vörnum gegn gagnrýni á flokkinn varðandi frumvarpið. Hún sagði meðal annars um atkvæðagreiðsluna að hún hefði ekki getað stutt frumvarpið í upphafi þegar hún settist á þing og þakkaði hún allsherjar- og menntamálanefnd fyrir samstarfið. 

„Okkur hefur tekist vel að vinna málið. Við erum ekki öll sammála en ég í sannfæringu minni trúi því að við séum hér að afgreiða mál sem er flókið en við erum að gera rétt með því að segja já í dag. Það er búið að vinna málið gríðarlega vel, miklu betur og lengur en nokkurt annað mál sem ég hef komið að í þessu þingi. Við höfum fengið fjölmarga gesti og orðið hefur verið við beiðnum sem komu fram í umsögnum. Mörgum þeirra hefur verið svarað og brugðist við og fyrir það er ég ákaflega þakklát og ég þakka nefndinni fyrir gott samstarf,“ sagði Jódís. 

Hún sagðist, þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu, vera ofsalega stolt af því að VG hefði komið breytingum í gegn og þess vegna segði hún að sjálfsögðu já.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
3
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
4
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár