Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Villa í kerfisbúnaði skrifstofu Alþingis – Innflutningsfyrirtæki ráðherra féll úr hagsmunaskráningu

Óþekkt­ur galli veld­ur því að Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra hef­ur ekki getað lag­fært hags­muna­skrán­ingu sína en unn­ið er að því að finna lausn á því vanda­máli, sam­kvæmt skrif­stofu Al­þing­is.

Villa í kerfisbúnaði skrifstofu Alþingis – Innflutningsfyrirtæki ráðherra féll úr hagsmunaskráningu
Mar Textil á hagsmunaskrá 2009 Dómsmálaráðherra telur ekki um hagsmunaárekstra að ræða að hann og eiginkona hans reki innflutningsfyrirtæki sem flytur inn líkkistur. Hann skráði fyrirtækið fyrst í hagsmunaskrá þingsins árið 2009. Mynd: Bára Huld Beck

Innflutningsfyrirtæki Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra, Mar textil ehf., féll brott úr hagsmunaskráningu þingsins vorið 2021 vegna villu í kerfisbúnaði. Þetta kemur fram í svörum frá skrifstofu Alþingis við fyrirspurn Heimildarinnar. 

Nokkra athygli vakti þegar Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata spurði ráðherrann út í fyrirtækið og líkbrennslumál á Alþingi fyrr í mánuðinum. 

Hún spurði hann út í rekstur fyrirtækisins en það selur meðal annars líkkistur. Ástæður spurninganna varðandi fyrirtækið voru umræður um líkbrennslumál en eins og komið hefur fram í fréttum leitast sjálfseignarstofnunin Tré lífsins eftir því að reka bálstofu og taka við af Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma þar sem líkbrennsluofn þeirra er orðinn gamall. Í framhaldinu spunnust upp vangaveltur um hæfi ráðherra í málaflokknum þar sem hann og eiginkona hans reka fyrrnefnt fyrirtæki sem flytur inn líkkistur. 

Telur ekki um hagsmunaárekstur að ræða

Jón sagði við Heimildina að það hefði aldrei verið neitt leyndarmál að hann og eiginkona hans hefðu verið í 37 eða 38 ár í rekstri. Hann hefði sjálfur fengið þau svör frá þinginu að um mistök hefði verið að ræða varðandi hagsmunaskráninguna. 

„Ég gerði strax grein fyrir þessu við þetta ráðuneyti að ef eitthvað kæmi upp varðandi útfararstofur og slíkt þá ætti ég ákveðinna hagsmuna að því – því það er miklu nærtækara að koma með rekstur útfararstofa og ég gerði strax grein fyrir því að ef eitthvað slíkt kæmi upp þá væru þetta hagsmunir mínir í því samhengi. Ég gerði ráðuneytisstjóranum grein fyrir því á sínum tíma en að öðru leyti skarast þetta ekkert á við einhverjar líkbrennsluhugmyndir Trés lífsins,“ sagði hann. 

Óþekktur galli veldur því að dómsmálaráðherra getur ekki lagfært hagsmunaskráningu sína

Nokkurs misræmis gætir í hagsmunaskráningu Jóns, annars vegar sem þingmanns og hins vegar sem ráðherra. Fyrirtækið Mar textil ehf. er á hagsmunaskráningu hans sem ráðherra og hefur verið síðan maí 2022. 

Í svörum skrifstofu Alþingis kemur fram að haustið 2022 hafi skrifstofan tekið upp nýtt kerfi við hagsmunaskráningu. „Í hina eldra kerfi var ekki haldið utan um með hvaða hætti skráningar breyttust þegar þingmenn uppfærðu upplýsingar, þ.e. hvort þær væru teknar út af viðkomandi þingmanni eða hvort þær hefðu fallið brott af öðrum ástæðum. Einungis birtist skráning upplýsinga eins og hún stóð hverju sinni.

Ráðherrar höfðu sérstakt viðmót til að uppfæra hagsmunaskráningu sína, þar sem þeir höfðu ekki aðgang að viðmóti þingmanna nema vera á þingsvæðinu. Við skoðun okkar á kerfunum vegna þessa máls hefur komið í ljós sá galli á ráðherraútgáfu kerfisins að dálkurinn um tekjumyndandi starfsemi birti ekki fyrri skráningu þegar gerðar voru breytingar á hagsmunaskráningu. Upplýsingarnar um Mar textil ehf. hafa því fallið brott vegna villu í kerfisbúnaði,“ segir í svarinu. 

Jafnframt kemur fram að í nýja kerfinu geti notendur auðkennt sig með rafrænum skilríkjum en óþekktur galli valdi því að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafi ekki getað lagfært hagsmunaskráningu sína en unnið sé að því að finna lausn á því vandamáli. 

Í yfirliti yfir hagsmunaskráningar Jóns Gunnarssonar í eldra kerfi má sjá að þann 16. júní 2009 var beiðni um hagsmunaskráningu móttekin hjá skrifstofu Alþingis og þar tiltekið: 

  • Mar-textil ehf. er skráð undir tekjumyndandi starfsemi,
  • Sumarhús og land á Syðri-Brú er skráð undir fasteignir,
  • Formaður björgunarmiðstöðvar, formaður Sjávarnytja, í stjórn Slysavarnaskóla sjómanna og Björgunarbátasjóðs er skráð undir trúnaðarstörf.

Þann 19. maí 2021 var beiðni um breytingu á hagsmunaskráningu móttekin hjá skrifstofu Alþingis og skráning á Mar-textil ehf. féll brott úr dálkinum tekjumyndandi starfsemi vegna villu í kerfisbúnaði. Í hagsmunaskráningunni voru gerðar breytingar og felld brott skráning á formennsku björgunarmiðstöðvar, stjórnarsetu í Slysavarnaskóla sjómanna og Björgunarbátasjóði sem skráð var undir trúnaðarstörf auk þess sem Icelandair og Brim var skráð undir hlutafé:

  • Sumarhús og land á Syðri-Brú skrá undir fasteignir,
  • Icelandair og Brim bætast við undir hlutafé,
  • Formaður félagsins Sjávarnytja skráð undir trúnaðarstörf.

Þann 1. desember 2021 var beiðni um uppfærða hagsmunaskráningu móttekin hjá skrifstofu Alþingis þar sem skráð var undir hlutafé Síldarvinnslan og Íslandsbanki:

  • Sumarhús og land á Syðri-Brú skráð undir fasteignir,
  • Icelandair, Brim, Síldarvinnslan og Íslandsbanki skráð undir hlutafé,
  • Formaður félagsins Sjávarnytja skráð undir trúnaðarstörf.

Athugasemd frá skrifstofu Alþingis 24. mars: Skráningin féll brott í gamla kerfinu vegna galla í ráðherrautgáfu en ráðherra hefur ekki getað lagfært skráninguna vegna galla í ráðherraútgáfu nýja kerfisins. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Jón Gunnarsson þarf að hætta sem Raðherra og hugsa um Likkisturnar sinar.
    0
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Það eru engin takmörk fyrir græðgi og spillingu hjá þessum fyrrverandi blóðmerabónda. Hann hlýtur nafnbótina skíthæll marsmánaðar
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Snilld. Computer says no.
    Kennum tölvunni I'm.
    0
  • Thorunn Ravn skrifaði
    Ók….þetta er auðvitað bagalegt, ef satt er….og þegar svona kerfisvilla er, þá er væntanlega ekki bara villa hjá einum ráðherra? Nú ef allt annað er ók, og bara mjög heppileg villa hjá Joni, þá neita ég að trúa þessarri afsökun!
    1
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Heppileg villa það.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Vilja einfalda lífið
6
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
6
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár