Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Villa í kerfisbúnaði skrifstofu Alþingis – Innflutningsfyrirtæki ráðherra féll úr hagsmunaskráningu

Óþekkt­ur galli veld­ur því að Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra hef­ur ekki getað lag­fært hags­muna­skrán­ingu sína en unn­ið er að því að finna lausn á því vanda­máli, sam­kvæmt skrif­stofu Al­þing­is.

Villa í kerfisbúnaði skrifstofu Alþingis – Innflutningsfyrirtæki ráðherra féll úr hagsmunaskráningu
Mar Textil á hagsmunaskrá 2009 Dómsmálaráðherra telur ekki um hagsmunaárekstra að ræða að hann og eiginkona hans reki innflutningsfyrirtæki sem flytur inn líkkistur. Hann skráði fyrirtækið fyrst í hagsmunaskrá þingsins árið 2009. Mynd: Bára Huld Beck

Innflutningsfyrirtæki Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra, Mar textil ehf., féll brott úr hagsmunaskráningu þingsins vorið 2021 vegna villu í kerfisbúnaði. Þetta kemur fram í svörum frá skrifstofu Alþingis við fyrirspurn Heimildarinnar. 

Nokkra athygli vakti þegar Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata spurði ráðherrann út í fyrirtækið og líkbrennslumál á Alþingi fyrr í mánuðinum. 

Hún spurði hann út í rekstur fyrirtækisins en það selur meðal annars líkkistur. Ástæður spurninganna varðandi fyrirtækið voru umræður um líkbrennslumál en eins og komið hefur fram í fréttum leitast sjálfseignarstofnunin Tré lífsins eftir því að reka bálstofu og taka við af Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma þar sem líkbrennsluofn þeirra er orðinn gamall. Í framhaldinu spunnust upp vangaveltur um hæfi ráðherra í málaflokknum þar sem hann og eiginkona hans reka fyrrnefnt fyrirtæki sem flytur inn líkkistur. 

Telur ekki um hagsmunaárekstur að ræða

Jón sagði við Heimildina að það hefði aldrei verið neitt leyndarmál að hann og eiginkona hans hefðu verið í 37 eða 38 ár í rekstri. Hann hefði sjálfur fengið þau svör frá þinginu að um mistök hefði verið að ræða varðandi hagsmunaskráninguna. 

„Ég gerði strax grein fyrir þessu við þetta ráðuneyti að ef eitthvað kæmi upp varðandi útfararstofur og slíkt þá ætti ég ákveðinna hagsmuna að því – því það er miklu nærtækara að koma með rekstur útfararstofa og ég gerði strax grein fyrir því að ef eitthvað slíkt kæmi upp þá væru þetta hagsmunir mínir í því samhengi. Ég gerði ráðuneytisstjóranum grein fyrir því á sínum tíma en að öðru leyti skarast þetta ekkert á við einhverjar líkbrennsluhugmyndir Trés lífsins,“ sagði hann. 

Óþekktur galli veldur því að dómsmálaráðherra getur ekki lagfært hagsmunaskráningu sína

Nokkurs misræmis gætir í hagsmunaskráningu Jóns, annars vegar sem þingmanns og hins vegar sem ráðherra. Fyrirtækið Mar textil ehf. er á hagsmunaskráningu hans sem ráðherra og hefur verið síðan maí 2022. 

Í svörum skrifstofu Alþingis kemur fram að haustið 2022 hafi skrifstofan tekið upp nýtt kerfi við hagsmunaskráningu. „Í hina eldra kerfi var ekki haldið utan um með hvaða hætti skráningar breyttust þegar þingmenn uppfærðu upplýsingar, þ.e. hvort þær væru teknar út af viðkomandi þingmanni eða hvort þær hefðu fallið brott af öðrum ástæðum. Einungis birtist skráning upplýsinga eins og hún stóð hverju sinni.

Ráðherrar höfðu sérstakt viðmót til að uppfæra hagsmunaskráningu sína, þar sem þeir höfðu ekki aðgang að viðmóti þingmanna nema vera á þingsvæðinu. Við skoðun okkar á kerfunum vegna þessa máls hefur komið í ljós sá galli á ráðherraútgáfu kerfisins að dálkurinn um tekjumyndandi starfsemi birti ekki fyrri skráningu þegar gerðar voru breytingar á hagsmunaskráningu. Upplýsingarnar um Mar textil ehf. hafa því fallið brott vegna villu í kerfisbúnaði,“ segir í svarinu. 

Jafnframt kemur fram að í nýja kerfinu geti notendur auðkennt sig með rafrænum skilríkjum en óþekktur galli valdi því að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafi ekki getað lagfært hagsmunaskráningu sína en unnið sé að því að finna lausn á því vandamáli. 

Í yfirliti yfir hagsmunaskráningar Jóns Gunnarssonar í eldra kerfi má sjá að þann 16. júní 2009 var beiðni um hagsmunaskráningu móttekin hjá skrifstofu Alþingis og þar tiltekið: 

  • Mar-textil ehf. er skráð undir tekjumyndandi starfsemi,
  • Sumarhús og land á Syðri-Brú er skráð undir fasteignir,
  • Formaður björgunarmiðstöðvar, formaður Sjávarnytja, í stjórn Slysavarnaskóla sjómanna og Björgunarbátasjóðs er skráð undir trúnaðarstörf.

Þann 19. maí 2021 var beiðni um breytingu á hagsmunaskráningu móttekin hjá skrifstofu Alþingis og skráning á Mar-textil ehf. féll brott úr dálkinum tekjumyndandi starfsemi vegna villu í kerfisbúnaði. Í hagsmunaskráningunni voru gerðar breytingar og felld brott skráning á formennsku björgunarmiðstöðvar, stjórnarsetu í Slysavarnaskóla sjómanna og Björgunarbátasjóði sem skráð var undir trúnaðarstörf auk þess sem Icelandair og Brim var skráð undir hlutafé:

  • Sumarhús og land á Syðri-Brú skrá undir fasteignir,
  • Icelandair og Brim bætast við undir hlutafé,
  • Formaður félagsins Sjávarnytja skráð undir trúnaðarstörf.

Þann 1. desember 2021 var beiðni um uppfærða hagsmunaskráningu móttekin hjá skrifstofu Alþingis þar sem skráð var undir hlutafé Síldarvinnslan og Íslandsbanki:

  • Sumarhús og land á Syðri-Brú skráð undir fasteignir,
  • Icelandair, Brim, Síldarvinnslan og Íslandsbanki skráð undir hlutafé,
  • Formaður félagsins Sjávarnytja skráð undir trúnaðarstörf.

Athugasemd frá skrifstofu Alþingis 24. mars: Skráningin féll brott í gamla kerfinu vegna galla í ráðherrautgáfu en ráðherra hefur ekki getað lagfært skráninguna vegna galla í ráðherraútgáfu nýja kerfisins. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Jón Gunnarsson þarf að hætta sem Raðherra og hugsa um Likkisturnar sinar.
    0
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Það eru engin takmörk fyrir græðgi og spillingu hjá þessum fyrrverandi blóðmerabónda. Hann hlýtur nafnbótina skíthæll marsmánaðar
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Snilld. Computer says no.
    Kennum tölvunni I'm.
    0
  • Thorunn Ravn skrifaði
    Ók….þetta er auðvitað bagalegt, ef satt er….og þegar svona kerfisvilla er, þá er væntanlega ekki bara villa hjá einum ráðherra? Nú ef allt annað er ók, og bara mjög heppileg villa hjá Joni, þá neita ég að trúa þessarri afsökun!
    1
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Heppileg villa það.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
3
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
7
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
9
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
5
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár