Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Þetta þarf ekki að vera svona“

Formað­ur Við­reisn­ar ósk­ar ein­dreg­ið eft­ir því að þing­menn, og þau sem fara fyr­ir rík­is­stjórn­inni, komi sam­an og vinni að sam­eig­in­legri lausn á því „stjórn­lausa ástandi“ sem hún seg­ir ríkja í efna­hags­mál­um hér á landi í ljósi þess að von sé á fleiri stýr­ir­vaxta­hækk­un­um.

„Þetta þarf ekki að vera svona“
Vill koma í veg fyrir þrettándu stýrivaxtahækkunina Þorgerður Katrín segist tilbúin til að vinna með öllum á þingi til að koma í veg fyrir þrettándu stýrivaxtahækkunina. Mynd: Bára Huld Beck

„Okkur hér ber skylda til að gera tillögu að því að reyna þá leið, leið málamiðlana og leið sátta, um að ná núllpunkti svo við getum vonandi þaðan farið að varða leiðina að lausnum til framtíðar. Þetta þarf ekki að vera svona.“

Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Tilefnið er vaxtaákvörðunarfundur Seðlabanka Íslands sem haldinn verður á morgun en mikill meirihluti markaðsaðila gerir ráð fyrir því, samkvæmt könnun Innherja á Vísi, að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 75 eða 100 punkta.

Þorgerður Katrín vísaði í frétt Innherja og sagði að markaðurinn hefði einfaldlega misst trú á því að ríkisstjórnin, og eftir atvikum Seðlabankinn, gæti náð verðbólgumarkmiðum sínum í bráð. 

„Þetta þýðir einfaldlega á mannamáli að í 12 skipti í röð munu vextir því að öllum líkindum hækka og skilaboðin af vaxtaákvörðunarfundi morgundagsins verða eflaust eitthvað á þá leið að launahækkanir á vinnumarkaði, útgjaldafylleríi hins opinbera og halli á ríkissjóði gefi ekki tilefni til annars; sem sagt endurtekið efni og verðbólgan heldur áfram að gera fjölskyldunum í landinu lífið leitt, enn þá meira endurtekið efni, kynslóð fram af kynslóð. Það eru allir á nálum fyrir morgundaginn en þó ekki þeir sem standa utan krónuhagkerfisins,“ sagði hún. 

Þinginu ber skylda til að finna sáttaleið

Verandi aldursforseti þingsins vildi hún sérstaklega koma í pontu og óska eindregið eftir því að þau sem sitja á þingi, og þau sem fara fyrir ríkisstjórninni, kæmu saman og ynnu að sameiginlegri lausn á þessu stjórnlausa ástandi. 

„Þar skiptir auðvitað stöðugt gengi líka máli og ég hygg að flestir þekki hvað við í Viðreisn teljum vera stóru lausnina en ég lýsi okkur tilbúin til að vinna með öllum hér að því að koma stjórn á þessar aðstæður og gera hvað í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir þrettándu stýrivaxtahækkunina sem að óbreyttu vofir yfir því það er einfaldlega of mikið undir. Okkur hér ber skylda til að gera tillögu að því að reyna þá leið, leið málamiðlana og leið sátta, um að ná núllpunkti svo við getum vonandi þaðan farið að varða leiðina að lausnum til framtíðar. Þetta þarf ekki að vera svona,“ sagði hún að lokum. 

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Það er ótrúlegt að þetta hræðslubandalag sem kallar sig Ríkisstjórn skuli enn ekki gera neitt!
    Hið eina vopn sem seðlabankastjóri hefur til stýringar er stýrivextir, sem honum ber að nota ef í óefni stefnir og stjórnvöld gera ekkert.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár