Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Jóakim prins verður tengiliður vopnaframleiðenda

Dönsk­um her­gagna­fram­leið­end­um og selj­end­um berst liðs­auki þeg­ar Jóakim prins, yngri son­ur Mar­grét­ar Þór­hild­ar Dana­drottn­ing­ar hef­ur störf í sendi­ráði Dana í Washingt­on í haust. Um það bil tvö hundruð dönsk fyr­ir­tæki fram­leiða her­gögn af ýmsu tagi.

Jóakim prins verður tengiliður vopnaframleiðenda
Prins Jóakim fær ekki laun í sendiráðinu í París en heldur framfærslulaunum sínum hjá hirðinni að öllu óbreyttu. Þau eru um 7 milljónir króna á mánuði. Mynd: AFP

Í júní 2020 birtust í dönskum fjölmiðlum fréttir um að Jóakim prins hefði verið ráðinn til starfa við danska sendiráðið í París. Starfsheitið kom mörgum á óvart en í tilkynningu danska utanríkisráðuneytisins kom fram að hann yrði forsvarsattaché, varnarmálasérfræðingur. Ráðningin var til þriggja ára, eins og iðulega tíðkast varðandi störf af þessu tagi innan ráðuneytisins. 

Að finna fjölina

Jóakim er ári yngri en bróðir hans, ríkisarfinn Friðrik. Börn Friðriks, fjögur að tölu eru öll á undan Jóakim í erfðaröð krúnunnar og því verður að teljast mjög ólíklegt að hann, sem sá sjötti í þessari röð, verði nokkru sinni þjóðhöfðingi Danmerkur. Þótt hlutverk ríkisarfans danska sé, eins og víðast hvar, mjög skýrt gegnir ekki sama máli um önnur börn þjóðhöfðingja. Þótt þau hafi ýmsar skyldur, stöðu sinnar vegna, eiga þau iðulega erfitt með að finna sér samastað í tilverunni. Nærtækt dæmi í þessum efnum er Bretland. 

Líkaði vel í hernum en reyndi fyrir sér í búskap

Jóakim lauk stúdentsprófi frá Øregaard menntaskólanum í Hellerup árið 1986. Að því loknu hélt hann til Ástralíu og var þar eitt ár vinnumaður á búgarði. Síðan tók herskyldan við. Þegar henni lauk stundaði Jóakim framhaldsnám í hernum. Jóakim hefur alla tíð haft mikinn áhuga á landbúnaði og stundaði um tveggja ára skeið, 1991 – 93 nám við landbúnaðarskóla á Falstri, Den Classenske Agerbrugsskole. Árið 1995 var greint frá því að Jóakim og Alexandra, fyrri kona hans, fengju yfirráð yfir Schackenborgarhöll á Suður Jótlandi. Búgarðinn Møgeltønder sem stóð á þessu landi hafði Friðrik III kóngur gefið Hans von Schack greifa um miðja 17. öld. Greifinn byggði svo höllina, sem enn stendur, á árunum í kringum 1660 og hún fékk heitið Schackenborg Slot. Afkomendur Hans von Schack afhentu hirðinni höllina til eignar árið 1978. Eftir miklar viðgerðir á höllinni fluttu Jóakim og Alexandra þangað árið 1999. Ætlun Jóakims var að stunda landbúnað á jörðinni en búskapurinn gekk erfiðlega og hjónin fluttu til Kaupmannahafnar. Þau skildu árið 2005 en Jóakim giftist síðar Marie, núverandi eiginkonu sinni. Þau eiga tvö börn en Jóakim á tvö börn úr fyrra hjónabandi sínu.

Meðfram búskapnum á Suður-Jótlandi gegndi Jóakim ýmsum störfum hjá hernum og árið 2015 fékk hann titil ofursta. Í byrjun nóvember sama ár var hann ráðinn í stöðu sérfræðings hjá hernum 

Herskólinn og sendiráðið í París

Í byrjun árs 2019 bauð franski varnarmálaráðherrans Jóakim inngöngu í École Militaire, Herskólann, í París. Námið tekur eitt ár, það er takmarkað við hátt setta yfirmenn í hernum og er æðsta námsstig skólans. 30 manns stunda námið hverju sinni og Jóakim er fyrsti Daninn sem stundar þetta nám. Hér má minna á að Jóakim er franskur í föðurætt og altalandi á frönsku. 

Þegar náminu lauk var Jóakim boðið starf, sem hann þáði, í danska sendiráðinu í París. Starfstitillinn var forsvarsattaché, sérfræðingur um varnarmál. Sá sem gegnir þessu starfi í danska sendiráðinu kemur nær undantekningarlaust úr hernum og er einskonar tengiliður Danmerkur og viðkomandi lands á hernaðarsviðinu. Ráðningartímabilið er þrjú ár, með möguleika á framlengingu. Upphaf ráðningartímabils Jóakims miðaðist við 1. september 2020. 

Í júlí 2020, skömmu áður en Jóakim átti að hefja störf í sendiráðinu fékk hann blóðtappa í heilann. Nokkrum dögum síðar bárust fréttir af því að prinsinn myndi ná sér að fullu og hann hæfi störf í sendiráðinu samkvæmt áætlun.

Danskir fjölmiðlar veltu fyrir sér hvort sú staðreynd að Jóakim er sonur Danadrottningar hefði skipt máli við þessa ráðningu. Henrik Breitenbauch hernaðarsérfræðingur sagði í viðtali við danska útvarpið, DR, að Jóakim hefði langa reynslu í hernum, 33 ár, og að hann væri sonur Margrétar Þórhildar skipti engu máli í þessu tilliti. Bætti við að kannski væru gerðar meiri kröfur til prinsins vegna þessa.

Til Washington

Snemma á þessu ári greindi Jóakim frá því að hann myndi ekki sækjast eftir áframhaldandi ráðningu við sendiráðið í París. Sér hefði líkað starfið vel en vildi ekki segja neitt um hvað tæki við. Ekki þurfti þó að bíða lengi eftir fréttum af atvinnumálum Jóakims, því utanríkisráðuneytið sendi frá sér tilkynningu þar sem fram kom að hann myndi hefja störf í danska sendiráðinu í Washington 1. september næstkomandi. 

Í síðustu viku var svo greint frá því að Jóakim yrði forsvarsindustriattaché, sem sé sérfræðingur varðandi danskan hergagnaiðnað.  

„Það er nefnilega það“ sögðu danskir fjölmiðlar „ og hvað felst svo í því starfi“ var líka spurt. Að sögn talsmanns danska utanríkisráðuneytisins mun vinna Jóakims einkum snúast um aðstoð við danska hergagnaframleiðendur og auðvelda þeim að koma framleiðslunni á framfæri við bandaríska vopna- og hergagnaframleiðendur. Bandaríkjamenn eru lang mikilvægustu viðskiptavinir Dana á þessu sviði. 

200 dönsk fyrirtæki framleiða hergögn af ýmsu tagi 

Innrás Rússa í Úkraínu og átökin þar hafa orðið til þess að þjóðir Evrópu hafa beint sjónum sínum í síauknum mæli að varnar- og öryggismálum. Flest ríki Evrópu hafa undanfarið aukið til muna fjárveitingar til hermála og þótt ekki sé mikið um það fjallað í fréttum er vitað að flestar verksmiðjur sem framleiða vopn og hergögn starfa nú á fullum afköstum. Danski herinn mátti um langt árabil búa við mikinn niðurskurð, sem leiddi til þess að tækjakosturinn var ekki endurnýjaður, það gilti sömuleiðis um fatnað og annan búnað, þar á meðal byssukúlur. 

Danskir hergagnaframleiðendur hafa mörg undanfarin ár fyrst og fremst framleitt til útflutnings, iðulega í samvinnu við framleiðendur í öðrum löndum. Samtals eru um það bil 200 fyrirtæki í Danmörku sem framleiða hergögn af ýmsu tagi, sum mjög lítil og fámenn, önnur stærri. Stærst þessara fyrirtækja er Terma, með um 1600 starfsmenn. Fyrirtækið, sem er með höfuðstöðvar skammt frá Árósum var stofnað árið 1944 og framleiddi fyrst í stað eingöngu hitamæla til nota innandyra og utan. Fyrirtækið framleiðir nú margs konar tæknibúnað og íhluti, einkum til hernaðarnota. 

Fagna mjög ráðningu Jóakims 

Danskir hergagnaframleiðendur, sem fjölmiðlar hafa rætt við, fagna mjög ráðningu Jóakims prins, þótt hann eigi ekki að vera hergagnasölumaður, eins og sumir framleiðendur komust að orði. Tilkoma hans sem starfsmanns sendiráðsins muni auðvelda tengsl og samskipti framleiðenda heima í Danmörku og kaupenda vestanhafs. Bandarískir hergagnaframleiðendur eru lang mikilvægustu viðskiptavinir Terma. Ekki spilli heldur fyrir að hann skuli vera sonur Margrétar Þórhildar. Jes Munk Hansen framkvæmdastjóri Terma segir að Jóakim sé rétti maðurinn í starfið í Washington. Hann hafi staðið sig mjög vel í París, þekki orðið allt og alla í þessum bransa og það sé mikilvægt. Jóakim hafi gengið vel að mynda nauðsynleg tengsl og það muni nýtast honum vel í nýja starfinu. 

Á Kristjánsborg hafa þingmenn úr nær öllum flokkum lýst mikilli ánægju með ráðningu Jóakims.

Heldur framfærslulaununum

Þegar Jóakim hóf störf í sendiráðinu í París kom fram að hann fengi ekki eiginleg laun. Hann myndi hinsvegar halda framfærslulaunum sínum (apanage) hjá hirðinni. Þau nema sem samsvarar um það bil 7 milljónum íslenskra króna á mánuði. Gert er ráð fyrir að sama gildi um nýja starfið í Washington. Danska þingið, Folketinget, þarf að samþykkja þetta fyrirkomulag áður en ráðningin tekur gildi. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
2
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
3
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Erfitt ár fyrir sitjandi ríkisstjórnarflokka
6
Fréttir

Erfitt ár fyr­ir sitj­andi rík­is­stjórn­ar­flokka

Eft­ir al­þing­is­kosn­ing­arn­ar bætt­ist Ís­land við á held­ur lang­an lista ríkja þar sem rík­is­stjórn­ar­flokk­ar biðu af­hroð í kosn­ing­um á einu stærsta kosn­inga­ári í manna minn­um. Sér­fræð­ing­ar og álits­gjaf­ar hafa að und­an­förnu velt vöng­um yf­ir þess­ari þró­un og telja sum­ir verð­bólgu og óánægju með efna­hags­mál í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins hafa hrund­ið af stað þess­ari al­þjóð­legu þró­un. Stjórn­mála­fræð­ing­ur sem Heim­ild­in tók tali seg­ir ný­liðn­ar kosn­ing­ar ekki skera sig úr í sögu­legu sam­hengi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár