„Ég lít á það þannig að nú er það í okkar höndum að upplýsa íbúana ennþá betur. Hluti af þessu er að það hefur skort á upplýsingagjöf frá okkur í umræðunni varðandi ýmis álitamál. Þetta er til dæmis um Farice-strenginn, ofanflóð, umhverfismál og siglingaleiðir,“ segir Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri Ice Fish Farm, aðspurður um hvað laxeldisfyrirtækið ætli að gera til að reyna að breyta viðhorfum íbúa í Múlaþingi á Austurlandi til fyrirhugaðs laxeldis í Seyðisfirði. Um er að ræða allt að 10 þúsund tonna laxeldi í firðinum.
Samkvæmt nýlegri viðhorfskönnun eru 74 prósent íbúa í Múlaþingi á móti laxeldi Ice Fish Farm í sjókvíum í Seyðisfirði. Greint var frá niðurstöðunni á vefsíðu sveitarfélagsins Múlaþings í febrúar.
„Ég tek þetta ekki léttvægt og lít á þetta sem ákveðin áfellisdóm yfir mínum störfum fyrir hönd félagsins og mun standa mig mun betur í því á komandi mánuðum.“
fyrir helgunarsvæði strengsins" þ.a fullyrðingar hans eru rangar. Mynd hans í plagginu af Sörlastaðavík sýnir líka að þar er hann inni í hvíta ljósgeiranum. Jens Garðar á skilyrðislaust að fara eftir vilja 75% íbúa og hætta sjálfur við sjókvíaeldi í Seyðisfirði, eins og hann lýsti sjálfur yfir á opinberum fundi á Seyðisfirði í fyrra. Það er alltaf gott að standa við sín orð.
Það er sérstaklega ánægjulegt að íbúarnir taka svona skynsamlega afstöðu. Það er því miður ekki alls staðar.
Laxeldi í sjó er gífurlega mengandi og hættulegt stofni villtra laxa á Íslandi. Stofn villtra laxa er talinn vera um 50.000 laxar. Í einu tilviki á Vestfjörðum sluppu út 82.000 eldislaxar og er ljóst að þeir munu hafa mjög slæm áhrif á villta stofninn.
Auk þess vinnur laxeldi í Seyðisfirði gegn þeirri ímynd sem Seyðisfjörður hefur og vill halda í sem eftirsóttur ferðamannastaður.
Bæjarfulltrúar sem hunsa með þessum hætti vilja bæjarbúa ættu að segja af sér.