Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Hvað er ég að gera við líf mitt?“

Lilja Ósk Ragn­ars­dótt­ir stend­ur á kross­göt­um.

„Hvað er ég að gera við líf mitt?“

„Ég sá fólk skauta á tjörninni því hún er frosin og fyrst ég á skauta ákvað ég að gera það sama. Einu sinni í viku æfi ég skauta, en mig hefur langað til þess frá því að ég var lítil og byrjaði síðasta haust þegar ég flutti til Reykjavíkur frá litlum bæ á Vestfjörðum sem heitir Ísafjörður. Það er svakalega mikil breyting að vera komin hingað og venjast Reykjavík, umferðinni, fólkinu og hvernig allt virkar öðruvísi hér en á Ísafirði. 

Ekkert hefur breytt lífi mínu meira en að fara til Danmerkur í lýðháskóla. Mér fannst það breyta því hvernig ég horfi á hlutina og hvernig ég sé sjálfa mig. Mér finnst eins og það hafi ýtt mér í að flytja að heiman og koma til Reykjavíkur til að prófa nýja hluti. 

„Nú bý ég með afa sem er ágætt, en dálítið erfitt því við höfum aldrei verið mjög náin. Við erum að læra það.“

Þegar ég var í Danmörku var svo margt sem ég gat lært, sem ég gat ekki lært heima hjá fjölskyldunni minni. Þá var ég svo mikill hluti af fjölskyldunni og skilgreindi mig út frá henni. Fjölskyldan var oft að segja mér hvernig ég væri en úti fann ég að ég var ekki þannig. Nú bý ég með afa sem er ágætt, en dálítið erfitt því við höfum aldrei verið mjög náin. Við erum að læra það.

Þessa dagana er ég mest að hugsa um hvað ég er að gera við líf mitt. Ég er tvítug og er mjög týnd í lífinu akkúrat núna. Ég veit ekki alveg hvað ég vil gera þótt ég sé alltaf að hugsa um það. Mig langar í skóla en veit ekki hvað mig langar að læra. Ég veit samt að ég hef áhuga á listum eins og grafískri hönnun, vatnslitum, myndlist og að búa til tónlist.“ 

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár