Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Hvað er ég að gera við líf mitt?“

Lilja Ósk Ragn­ars­dótt­ir stend­ur á kross­göt­um.

„Hvað er ég að gera við líf mitt?“

„Ég sá fólk skauta á tjörninni því hún er frosin og fyrst ég á skauta ákvað ég að gera það sama. Einu sinni í viku æfi ég skauta, en mig hefur langað til þess frá því að ég var lítil og byrjaði síðasta haust þegar ég flutti til Reykjavíkur frá litlum bæ á Vestfjörðum sem heitir Ísafjörður. Það er svakalega mikil breyting að vera komin hingað og venjast Reykjavík, umferðinni, fólkinu og hvernig allt virkar öðruvísi hér en á Ísafirði. 

Ekkert hefur breytt lífi mínu meira en að fara til Danmerkur í lýðháskóla. Mér fannst það breyta því hvernig ég horfi á hlutina og hvernig ég sé sjálfa mig. Mér finnst eins og það hafi ýtt mér í að flytja að heiman og koma til Reykjavíkur til að prófa nýja hluti. 

„Nú bý ég með afa sem er ágætt, en dálítið erfitt því við höfum aldrei verið mjög náin. Við erum að læra það.“

Þegar ég var í Danmörku var svo margt sem ég gat lært, sem ég gat ekki lært heima hjá fjölskyldunni minni. Þá var ég svo mikill hluti af fjölskyldunni og skilgreindi mig út frá henni. Fjölskyldan var oft að segja mér hvernig ég væri en úti fann ég að ég var ekki þannig. Nú bý ég með afa sem er ágætt, en dálítið erfitt því við höfum aldrei verið mjög náin. Við erum að læra það.

Þessa dagana er ég mest að hugsa um hvað ég er að gera við líf mitt. Ég er tvítug og er mjög týnd í lífinu akkúrat núna. Ég veit ekki alveg hvað ég vil gera þótt ég sé alltaf að hugsa um það. Mig langar í skóla en veit ekki hvað mig langar að læra. Ég veit samt að ég hef áhuga á listum eins og grafískri hönnun, vatnslitum, myndlist og að búa til tónlist.“ 

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár