Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segir kerfið vernda ofbeldismenn sem meiða börn

Þing­mað­ur Pírata seg­ir að kerf­ið standi al­far­ið með of­beld­is­mönn­um – og að við­horf­in inn­an þess til heim­il­isof­beld­is og þo­lenda séu brengl­uð.

Segir kerfið vernda ofbeldismenn sem meiða börn
Hringt í hana 88 sinnum á fjögurra klukkustunda bili Arndís Anna greindi frá persónulegri reynslu af ofsóknum í ræðustól Alþingis í dag. Mynd: Bára Huld Beck

„Kerfið verndar ofbeldismenn sem meiða börn með því að berja móður þeirra, verndara, öryggi, stoð og styttu. Eftir stendur einungis drottinn sjálfur til þess að koma barninu til bjargar. En hann er augljóslega ekki til.“

Þetta sagði Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata í ræðu sinni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 

Hóf hún mál sitt á því að rifja upp persónulega reynslu: „Já, er hann óþolinmóður? spurði lögreglukona í Bjarkarhlíð þegar ég greindi henni frá því að maðurinn hefði hringt í mig 88 sinnum á fjögurra klukkustunda bili. Spurning mín laut að því hvort ég gæti kært ofsóknirnar til lögreglunnar hér á landi þrátt fyrir að gerandinn væri staddur erlendis. Er hann óþolinmóður?“

Brenglað viðhorf í kerfinu til heimilisofbeldis og þolenda þess

Arndís Anna benti á að árið 2016 hefði heimilisofbeldi verið gert refsivert hér á landi. „Það var síðan ekki fyrr en 2021 sem svokallað umsáturseinelti var gert refsivert samkvæmt íslenskum lögum. Fram að því giltu ákvæði um nálgunarbann og brottvísun af heimili sem sjaldan var beitt. Hvers vegna? Ég held að viðbrögð lögreglukonunnar, sem ég lýsti hér rétt áðan svari þeirri spurningu með hreinum ágætum; vegna brenglaðra viðhorfa í kerfinu til heimilisofbeldis og þolenda þess,“ sagði hún. 

„Í löngu og sláandi viðtali í Heimildinni fyrir örfáum dögum birtist viðtal við móður sem reynt hefur að koma sjálfri sér og barni sínu undan ofbeldi og ofsóknum föður barnsins í fimm ár. Í fimm löng ár hefur daglegt líf þeirra mæðginanna einkennst af miklu og ítrekuðu áreiti, hótunum og annars konar ofbeldi af hálfu mannsins. Maðurinn hefur hlotið dóm fyrir ofbeldið, sem gerist nánast aldrei. Hann hefur ítrekað verið látinn sæta nálgunarbanni, sem gerist nánast aldrei. 

Þrátt fyrir allt þetta er barnið þvingað. Það er borið skelfingu lostið í fang ofbeldismannsins, öskurgrátandi á hjálp, á stuðning, á vernd. Barnið hrópar á móður sína sem með lögum er í senn skylt og bannað að vernda það gegn ofbeldinu. Barnið hrópar á kerfið sem stendur alfarið með ofbeldismanninum. Kerfið verndar ofbeldismenn sem meiða börn með því að berja móður þeirra, verndara, öryggi, stoð og styttu. Eftir stendur einungis drottinn sjálfur til þess að koma barninu til bjargar. En hann er augljóslega ekki til,“ sagði hún að lokum og spurði: „Forseti. Hvað er að?“

Hefur barist fyrir því af hörku að vernda son sinn

Í viðtali Heimildarinnar sem Arndís Anna vísar til kemur fram að um margra ára skeið hafi Melkorka Þórhallsdóttir búið við hótanir og ógnanir, hún verið elt, setið hefur verið um heimili hennar og ruðst þangað inn. Hún hefur þurft að loka síma sínum vegna hundraða hringinga og skilaboða á öllum tímum sólarhrings, skilaboða sem einkennast af illmælgi, dónaskap, smánun og vanvirðingu, auk hreinna hótana. Hún lýsir stöðu sinni svo: „Í á fimmta ár hef ég aldrei verið fullkomlega örugg, ég er stanslaust kvíðin, hrædd og svefnvana.“

Á sama tíma hefur Melkorka óttast um, og barist fyrir, velferð ungs sonar síns. Maðurinn sem ber ábyrgð á því umsátri sem einkennt hefur líf Melkorku síðustu ár er barnsfaðir hennar og má rekja þessa hegðun hans til þess er Melkorka sleit sambandi þeirra haustið 2018. Raunar má fara lengra aftur í tímann segir hún, því stjórnun og andlegt ofbeldi af hálfu mannsins hófst enn fyrr. Af þessum sökum hefur Melkorka barist fyrir því af hörku að vernda son sinn en hún telur að öryggi drengsins sé ekki tryggt í umgengni við föður.

Hægt er að lesa viðtal Heimildarinnar í heild sinni hér

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár