Segir launakjör forstjóra „úr takti við það sem eðlilegt getur talist í íslensku samfélagi“

Fram­kvæmda­stjóri Gild­is seg­ir líf­eyr­is­sjóð­inn oft­ast vera eina fjár­fest­inn á mark­aði sem mót­mæl­ir starfs­kjara­stefn­um skráðra fyr­ir­tækja. Reynsl­an hagi sýnt að sí­fellt sé ver­ið að bæta við kaupauk­um í ýmsu formi til stjórn­enda án þess að það komi nið­ur á há­um föst­um laun­um.

Segir launakjör forstjóra „úr takti við það sem eðlilegt getur talist í íslensku samfélagi“
Kauphöll Íslands Mikið launaskrið hefur verið hjá forstjórum skráðra fyrirtækja á Íslandi. Mynd: MBL / Þórður Arnar Þórðarson

Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, segir að launakjör forstjóra skráðra fyrirtækja hér á landi, sem eru öll að nokkrum eða stórum hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða, séu „úr takti við það sem eðlilegt getur talist í íslensku samfélagi.“ Þar nefnir hann sérstaklega launagreiðslur til Ásgeirs Helga Reykfjörð Gylfasonar, forstjóra SKEL, sem Heimildin greindi nýverið frá að hefði verið með tæplega 19 milljónir króna að meðaltali í laun á síðasta ári og laun Orra Haukssonar, forstjóra Símans, sem Heimildin greindi frá að hefði verið með 9,7 milljónir króna að meðaltali á mánuði á síðasta ári. 

Árni segir, í grein sem birtist á Innherja í dag, að Gildi hafi beitt sér gegn þeirri launaþróun sem nú sé að raungerast. Sú vinna hafi byggt á hluthafastefnu sjóðsins þar sem tekin sé einörð afstaða í þeim málum. „Reynslan hefur hins vegar sýnt að sífellt er verið að bæta við kaupaukum í ýmsu formi …

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Thoroddsen skrifaði
    Hafið þið séð viðtalið við BB um laun forstjóra ?
    Mæli með að hann fái kennslu í að sannfæra fólk um að hugur hans fylgi máli. Ömurlegasta framhaldssýning BB til þessa. Sorglegt.
    Munum svo að kjósa Sjálfstæðisflokkinn út úr fjármálaráðuneytinu, varanlega.
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Þetta má leysa með einföldum hætti. Það vantar einfaldlega að setja inn nýtt tekjuskattsþrep, sem gæti verið allt að 65% á háar tekjur, t.d. fyrir ofan 3 millj. kr á mánuði. Í leiðinni mætti hækka frítekjumörk þannig að lægstu teljur verði skattfrjálsar. Fjármagnstekjuskattur einstaklinga gæti líka verið þrepaskiptur með frítekjumörkum.
    0
  • Kalla Karlsdóttir skrifaði
    Þetta er ömurlegt að lesa, en nausynlegt að upplýsa, takk fyrir Heimild..
    1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Þetta finnst yfirvöldum allt í lagi, allt annað með verkalýðinn,
    hann þarf helst ekki á neinu að halda.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
2
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár