Árið 2019 náðist breið samstaða um það á Alþingi að upplýsingaréttur almennings skyldi ná til stjórnsýslu þingsins. Þetta var gert með lagabreytingum að tillögu forsætisnefndar.
Hver eru markmið upplýsingaréttar almennings? Samkvæmt upplýsingalögum eru þau m.a. þessi:
- að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna
- að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að opinberum aðilum
- að styrkja traust almennings á stjórnsýslunni
Hvernig rímar stjórnsýsla þingforseta í Lindarhvolsmálinu við þessi markmið?
Förum yfir atburðarásina:
- Fjármálaráðherra setur eignir almennings, metnar á 400 milljarða króna, í einkahlutafélag og felur því að selja þær.
- Settur ríkisendurskoðandi, sem falið er af Alþingi að hafa eftirlit með félaginu í þágu almennings, gerir athugasemdir við framkvæmd sölunnar og lætur Alþingi vita.
- Forseti Alþingis stingur athugasemdunum undir stól og neitar að upplýsa þingmenn og almenning um efni greinargerðarinnar.
Er það þetta sem Alþingi samþykkti árið 2019 þegar það ákvað að auka gagnsæi í störfum sínum með því að láta upplýsingalög ná til sín?
Ef Alþingi, æðsta valdastofnun landsins, umgengst upplýsingalög með þessum hætti, hvaða skilaboð sendum við þá öllum þeim stofnunum og stjórnvöldum sem bundin eru af lögunum?
Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands.
Hvað er svo sem ein spilling milli vina?
Á Alþingi hinu háa, er nú tekist á við sannleikann. Spurt er hvenær verða staðreyndir að sannleika og hvenær ekki.
Ef upp koma óþægilegar upplýsingar um stjórnsýsluferil ráðherra og þær hafi verið skjalfestar af viðurkenndum fræðimönnum.
Getur ekki skipt máli hvort þær hafi verið ritaðar í skýrslu, eða í undirrituðu vinnuskjali eða bara sagt frá einhverju óviðeigandi munnlega, en þá þarf vitni.
Þetta vita lögfræðingarnir Bjarni og Birgir mætavel. Fyrr eða síðar verður sannleikurinn ljós öllum almenningi. Eins og reynslan sýnir, að þegar tveir vita veit það öll þjóðin.
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar þjarmaði að Katli á Alþingi sem fer ætíð í vörn fyrir sinn húsbónda og skrifar eftirfarandi:
„Árið 2019 náðist breið samstaða um það á Alþingi að upplýs-ingaréttur almennings skyldi ná til stjórnsýslu þingsins. Þetta var gert með lagabreytingum að tillögu forsætisnefndar.
Hver eru markmið upplýsingaréttar almennings? Samkvæmt upplýsingalögum eru þau m.a. þessi:
• að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna
• að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að opinberum aðilum
• að styrkja traust almennings á stjórnsýslunni
Hvernig rímar stjórnsýsla þingforseta í Lindarhvolsmálinu við þessi markmið?“
Þetta eru markmið laganna um upplýsingaskyldu Alþingis um öll þau mál sem þingið fjallar um og upplýsingaskylda nær einnig um innihald allra gagna sem Alþingi lætur vinna fyrir sig til að uppfylla skyldur sínar gagnvart almenningi í landinu.
Þess vegna geta ekki vinnugögn sem þingið hefur ákveðið að láta vinna fyrir ekki endað sem tróð undir bossann á þingforseta.
Hann er ekki einvaldur, hann á að vera þjónn þings og þjóðar. En ekki senditík ákveðinna aðila jafnvel þótt þeir séu ráðherrar með stóran ættboga.
Allt sem gert er á Alþingi verður að vera almenningi augljóst og það er frum skylda alþingismanna að upplýsa þjóðina og upplýsa einnig um allar athugasemdir sem gerðar eru af þingmönnum og öðrum sem hafa haft rökstuddar skoðanir á hverju málefni fyrir sig.