Skipa þarf til valda fólk sem hefur vísindalega þekkingu á umhverfis- og loftslagsmálum og veita þeim völd til að takast á við þann gríðarlega vanda sem uppi er. Þetta er mat forsvarsfólks nýstofnaðs Félags lækna gegn umhverfisvá. Væri heimurinn sjúklingur yrði að leggja hann inn á gjörgæsludeild, segir Halldóra Jónsdóttir geðlæknir. Hjalti Már Björnsson bráðalæknir segir að læknum þyki sárt að horfa upp á lífríki jarðar á hraðferð fram af hengiflugi án þess að nokkuð sé að gert og heldur bætt í. „Það er glórulaust ástand og hrein sturlun.“
Á stofnfundi Félags lækna gegn umhverfisvá voru samþykktar nokkur fjöldi ályktana. Undirstrikað var að hafið væri yfir allan vafa að hamfarahlýnun jarðar væri af mannavöldum og bregðast þyrfti við strax. Lagt er til að komur einkaþotna til Íslands verði bannaðar og að flugferðum almennt verði fækkað, meðal annars með því að skoðað verði að setja á takmarkanir á fjölda ferðamanna sem …
"Væri heimurinn sjúklingur yrði að leggja hann inn á gjörgæsludeild, segir Halldóra Jónsdóttir geðlæknir"
Hefur Halldóra Jónsdóttir næga vísindalega þekkingu á umhverfis og loftslagsmálum til að slá þessari fullyrðingu fram?