Þessi grein birtist upphaflega á Kjarnanum fyrir meira en 2 árum.

Birgir Þórarinsson segir ekkert að því að senda fólk til baka til Grikklands

Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem heim­sótti tvenn­ar flótta­manna­búð­ir í Grikklandi í haust seg­ir að­stæð­ur þar ágæt­lega mann­sæm­andi. Rauði kross­inn, auk fjölda annarra, er á öðru máli.

Birgir Þórarinsson segir ekkert að því að senda fólk til baka til Grikklands
Birgir Þórarinsson Þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: Bára Huld Beck

Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekkert að því að senda fólk til baka til Grikklands sem hefur fengið þar vernd.

„Ég hef skoðað flóttamannabúðir í Grikklandi og spurst sérstaklega fyrir um það hvort aðstæður í Grikklandi væru slæmar og væri í rauninni ekki forsvaranlegt að senda þangað hælisleitendur til baka,“ sagði Birgir á Alþingi í í dag undir liðnum störf þingsins.

Fimmtán umsækj­endum um alþjóð­­lega vernd, sem sumir hverjir hafa dvalið á Íslandi í um tvö ár og höfðu sent beiðni um end­­ur­­upp­­­töku mála sinna til kæru­­nefndar útlend­inga­­mála, voru fluttir í lög­­­reglu­­fylgd úr landi í leiguflug­­vél aðfara­nótt fimmtu­dags í síð­ustu viku. Áfanga­stað­ur­inn var Grikk­land, ríki sem stjórn­­völd hér skil­­greina sem öruggt land þrátt fyrir ábend­ingar fjöl­margra mann­úð­­ar­­sam­­taka um allt ann­að.

Snyrtilegu flóttamannabúðirnar í Grikklandi

Birgir situr í nefnd flóttamannanefndar Evrópuráðsins fyrir Íslands hönd og fór á fund nefndarinnar í Grikklandi í haust. António Vitorino, framkvæmdastjóri stofnunar Sameinuðu þjóðanna um málefni farandsfólks (International Organization for Migration, IOM) var einnig á fundinum. „Hann sagði að flóttamannabúðir í Grikklandi stæðust evrópska staðla,“ fullyrti Birgir á þingi í dag.

[links]Fram kom í viðtali við Birgi í Morgunblaðinu í síðasta mánuði að hann hefði framlengt dvöl sína um einn dag á eigin kostnað til þess að geta skoðað tvennar flóttamannabúðir. „Þessar búðir litu mjög vel út og allt mjög snyrtilegt,“ sagði Birgir í samtali við Morgunblaðið.

„Eftir að ég skoðaði þessar flóttamannabúðir í Grikklandi þá er ég þess fullviss að það er ekkert að því að senda fólk til baka til Grikklands sem hefur fengið þar vernd. Þeir aðilar sem þar eru og búa í þessum flóttamannabúðum búa við mannsæmandi aðstæður að mínu mati. Auk þess er sérstaklega gert ráð fyrir því að þar sé fatlað fólk,“ sagði Birgir í ræðu sinni á þingi í dag.

Meðal þeirra fimmtán sem vísað var úr landi í síðustu viku er Hussein Hussein. Hann er frá Írak og notar hjólastól og hefur fjöldi félagasamtaka fordæmt framgöngu lögreglunnar við brottvísunina, þar sem Hussein var tekinn úr hjólastól sínum og lyft í lögreglubíl. Hussein mun mögulega koma aftur til Íslands vegna yfirstandandi máls hans gegn íslenska ríkinu. RÚV greindi frá því í gær að dómari hefur falið ríkislögmanni við þinghald málsins að kanna hvort ríkið vilji flytja Hussein aftur til Íslands svo hann geti gefið skýrslu fyrir dómi í aðalmeðferð málsins sem fer fram 18. nóvember.

Brottvísanir til Grikklands skapi fólki hættu sem íslensk stjórnvöld beri ábyrgð á

Rauði krossinn á Íslandi er á meðal þeirra sem hafa fordæmt brottvísunina. „Félagið hefur ítrekað gagn­rýnt brott­vís­anir til Grikk­lands og telur að þær skapi fólki hættu sem íslensk stjórn­völd beri ábyrgð á,“ segir í yfirlýsingu sem Rauði krossinn sendi frá sér fyrir helgi.

Rauði kross­inn hefur ítrekað bent á að fjölda heim­ilda beri saman um að aðstæður flótta­fólks í Grikk­landi séu heilt yfir mjög slæm­ar. „Um­sækj­end­ur, sem hlotið hafa alþjóð­lega vernd í Grikk­landi og seinna leitað hingað til lands og óskað eftir alþjóð­legri vernd, hafa jafn­framt und­an­tekn­ing­ar­laust greint frá óvið­un­andi aðstæðum í Grikk­land­i,“ segir í yfir­lýs­ing­unni. „Hefur yfir­gnæf­andi meiri­hluti þeirra búið í yfir­fullum flótta­manna­búðum þar sem öryggi, hrein­læti og aðbún­aði er veru­lega ábóta­vant.“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, greindi frá því á Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudag að tilefni sé til að taka þá umræðu hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands.

Birgir sér ekki ástæðu til að taka þá umræðu. „Aðstæðurnar eins og ég segi eru ágætlega mannsæmandi. Mér finnst rétt að þetta komi hér fram vegna þess að margt sem hefur komið fram hér um að senda flóttamenn til baka til Grikklands er hreinlega rangt,“ sagði Birgir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár