Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ekki verið rætt í ríkisstjórninni að setja lög á deilu Eflingar og SA

Sam­kvæmt fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra mun rík­is­stjórn­in ræða kjara­deilu Efl­ing­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins á morg­un. Hann seg­ir að mögu­lega sé æski­legt að fá úr­skurð Hæsta­rétt­ar eft­ir að Efl­ing vann dóms­mál sitt í Lands­rétti og bar því ekki að af­henda rík­is­sátta­semj­ara kjör­skrá vegna miðl­un­ar­til­lögu embætt­is­ins.

Ekki verið rætt í ríkisstjórninni að setja lög á deilu Eflingar og SA

Ríkisstjórnin mun ræða kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins (SA) og Eflingar á fundi á morgun. Hún mun fyrst og fremst fara yfir stöðuna á málinu en ekki undirbúa neinnar sérstakar aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar. Þetta kom fram í máli Guðmundur Inga Guðbrandssonar félags- og vinnumarkaðsráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. 

Allt er í hnút í deilu Eflingar og SA en at­kvæða­greiðsla um verk­bann á fé­lags­menn stéttarfélagsins hófst í dag og lýk­ur á há­degi á morg­un. Verk­föll Efl­ing­ar eru haf­in að nýju og fleiri hóp­ar inn­an fé­lags­ins ljúka at­kvæða­greiðslu um slík í dag. Við­bú­ið er að áhrif kjara­deil­unn­ar á sam­fé­lag­ið verði gríð­ar­leg á næstu dög­um og vik­um semj­ist ekki.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins spurði í fyrri fyrirspurn sinni ráðherrann þriggja spurninga er varða það „ófremdarástand sem nú er uppi á vinnumarkaði“. Í fyrsta lagi spurði hann hvort Guðmundur Ingi hefði rætt við settan ríkissáttasemjara um hvort hann teldi sig á einhvern hátt bundinn af fyrirheiti um að vísa ágreiningi ekki til Hæstaréttar varðandi kjörskrá Eflingar.

Sigmundur DavíðFormaður Miðflokksins beindi fyrirspurnum sínum til félags- og vinnumarkaðsráðherra á Alþingi í dag.

„Það hefur komið fram að það er ekki hægt, það er bannað lagalega að gefa frá sér áfrýjunarréttinn fyrir fram. Svoleiðis að hafi verið samkomulag hefur það verið einhver sameiginlegur persónulegur skilningur milli ríkissáttasemjara og formanns Eflingar en síðan þá hefur formaður Eflingar gert kröfu um að ríkissáttasemjari víki frá málinu og annar maður er kominn í hans stað,“ sagði Sigmundur og spurði hvort ráðherrann hefði rætt þetta við settan ríkissáttasemjara.

Í öðru lagi spurði Sigmundur Davíð hvort rætt hefði verið innan ríkisstjórnarinnar að setja lög á þessa vinnudeilu og einhver undirbúningur verið unnin til að bregðast við, teldist þörf á því.

„Loks í þriðja lagi þá hefur því verið haldið fram í tengslum við þessa deilu að fólk á höfuðborgarsvæðinu þurfi að fá hærri laun en þeir sem vinna sambærileg störf á landsbyggðinni og verið vísað í hátt leiguverð hér. Nú hafa auðvitað laun almennt á landsbyggðinni verið lægri að jafnaði en á höfuðborgarsvæðinu en auk þess leggst ýmis kostnaður á íbúa landsbyggðarinnar sem leggst ekki eins þungt á íbúa höfuðborgarsvæðisins,“ sagði þingmaðurinn og spurði hvort Guðmundur Ingi hefði skoðun á þessum málflutningi, því að það ætti að hækka sérstaklega laun á höfuðborgarsvæðinu umfram það sem gerist á landsbyggðinni.

Ekki „alveg einfalt mál“

Guðmundur Ingi svaraði og sagði að ýmislegt hefði verið reynt í þessari kjaradeilu. „Í síðustu viku óskaði ríkissáttasemjari eftir því að vinna ekki lengur að þessari tilteknu deilu og ég fékk annan í hans stað til þess. Þær viðræður fóru fram núna fyrir helgina og um helgina og niðurstaðan var, eins og við öll vitum, að það náðust því miður ekki samningar. En vonandi verður hægt að taka þann þráð upp aftur því að ég geri þá kröfu til aðila vinnumarkaðarins að þeir semji. Það finnst mér vera þeirra hlutverk, að komast að samkomulagi,“ sagði hann. 

Fram kom í máli ráðherrans að hann hefði ekki rætt sérstaklega við settan ríkissáttasemjara um það hvort hann væri bundinn af því sem forveri hans skrifaði undir við stéttarfélagið Eflingu. 

„En það hefur hins vegar komið fram sem álit ýmissa lögfræðinga að það sé eitthvað sem sé ekki hægt að gera, líkt og háttvirtur þingmaður kom inn á. Það hefur ekki verið rætt í ríkisstjórn að setja lög á þessa deilu. Og til að reyna að svara síðustu spurningunni varðandi hvort það sé eðlilegt eða æskilegt að fólk á höfuðborgarsvæðinu fái hærri laun heldur en fólk annars staðar á landinu, þá er auðvitað heilmikill munur á milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar þegar kemur að ýmsum málum, miklu fleiri málum heldur en launum, meðal annars hvað snýr að ferðakostnaði, húsnæðiskostnaði, kostnaði við húshitun, kostnaði við að kaupa sér í matinn. Þannig að það er ekki alveg einfalt mál,“ sagði Guðmundur Ingi. 

Spurði hvort æskilegt væri að vísa málinu til Hæstaréttar

Sigmundur Davíð spurði í framhaldinu hvort ráðherra teldi að það gæti verið æskilegt að vísa málinu er varðar kjörskrá Eflingar til Hæstaréttar til að fá úr því skorið fyrir Hæstarétti hvaða reglur giltu og hvort vinnumarkaðslöggjöfin eins og hún er núna virkaði í raun. 

„Þarna virðist hafa komið upp mjög undarleg staða þar sem miðlunartillaga er dæmd lögmæt en mönnum er gert erfitt fyrir að framfylgja henni,“ sagði hann og spyrði hvort Guðmundur Ingi teldi að það gæti verið ráð að fá úrskurð Hæstaréttar um þetta. „Varðandi hugsanlega löggjöf, í ljósi þess að ríkisstjórnin hefur ekki rætt þetta nú þegar, mun þá hæstvirtur félagsmálaráðherra taka þetta upp í ríkisstjórn, þó ekki væri nema til að vinna undirbúningsvinnu ef staðan hér yrði slík að grípa þyrfti inn í?“ spurði hann. 

Óvissa hvað vinnulöggjöf varðar

Guðmundur Ingi kom aftur í pontu og sagði að það væri mögulega æskilegt að fá úrskurð Hæstaréttar í þessu máli. 

„Ég held að það sé eitthvað sem leiðir bara af þeirri niðurstöðu sem Landsréttur komst að, einfaldlega vegna þess að nú erum við með þá stöðu að hægt er að leggja fram miðlunartillögu en ekki að fá úr henni skorið miðað við það sem Landsréttur setur fram. Í mínum huga er því um óvissu að ræða núna hvað varðar vinnulöggjöfina og ég held að við getum öll verið sammála um að það er ekki mjög æskilegt. En ef ekki þá held ég að það sé óhjákvæmilegt að við skoðum vinnulöggjöfina hvað þetta atriði varðar. Ég held að það segi sig algjörlega sjálft,“ sagði ráðherrann. 

Varðandi það síðasta sem Sigmundur Davíð nefndi þá sagði Guðmundur Ingi að þau myndu ræða þessi mál á ríkisstjórnarfundi á morgun en fyrst og fremst fara yfir stöðuna á málinu, ekki til undirbúnings neinna sérstakra aðgerða af hálfu ríkisstjórnarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Það getur ekki verið eðlilegt að verkalýðsfélag sendi frá félagaskrá í hendur á einhverju einkafyrirtæki sem sáttasemjari velur. Slíkur aðili eða fyrirtæki væri væntanlega aðili að samtökum atvinnurekenda.

    En í lögunum er póst-atkvæðagreiðsla heimil sem væri í framkvæmd félagsins væntanlega en undir eftirliti sáttasemjara og sáttasemjara.

    En það er ljóst að endurskrifa verður og breyta verulega kaflanum sem var hent inn í vinnulöggjöfina 1996 í mikilli andstöðu launafólks og samtaka þeirra. Það verður að ríkja sátt allra sem koma að þessum málum ákvæði vinnulöggjafarinnar og þess að jafnræði ríki milli launafólks og atvinnurekenda
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár