Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Samtök atvinnulífsins láta kjósa um verkbann á um 20 þúsund félagsmenn Eflingar

At­kvæða­greiðsla um verk­bann á fé­lags­menn Efl­ing­ar hefst í dag og lýk­ur á há­degi á morg­un. Verk­föll Efl­ing­ar eru haf­in að nýju og fleiri hóp­ar inn­an fé­lags­ins ljúka at­kvæða­greiðslu um slík í dag. Við­bú­ið er að áhrif kjara­deil­unn­ar á sam­fé­lag­ið verði gríð­ar­leg á næstu dög­um og vik­um semj­ist ekki.

Samtök atvinnulífsins láta kjósa um verkbann á um 20 þúsund félagsmenn Eflingar
Verkbann Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Stjórn Samtaka atvinnulífsins hefur einróma ákveðið að efna til atkvæðagreiðslu um verkbann á um 20 þúsund félagsmenn Eflingar í kjölfar þess að upp úr viðræðum samtakanna við stéttarfélagið slitnaði í gær. 

Atkvæðagreiðsla um verkbannið hefst klukkan 11 í dag og stendur fram á hádegi á morgun. Verði það samþykkt mun verkbannið taka gildi viku eftir að tilkynning um það hefur verið send til Eflingar og sáttasemjara, sem yrði væntanlega á þriðjudag í næstu viku. Um ótímabundið verkbann er að ræða sem stendur þar til samið hefur verið um nýjan kjarasamning. Undanþágur verða veittar frá verkbanninu vegna mikilvægrar samfélagslegrar starfsemi. 

Félagar í Eflingu sem verkbannið nær til sinna ýmsum ófaglærðum störfum víða í samfélaginu. Á meðal þess sem má nefna er byggingarvinna, ræstingar og öryggisgæsla auk þess sem félagsmenn starfa við vinnslu sjávarafurða, vörudreifingu, í mötuneytum og við heimaþjónustu. 

Segja SA hafa siglt viðræðum í strand

Hópar innan Eflingar, hótelstarfsmenn og olíubílstjórar, hófu verkfallsaðgerðir fyrir skemmstu. Þeim var frestað tímabundið á fimmtudag á meðan að settur ríkissáttasemjari, Ástráður Haraldsson, reyndi að miðla málum og koma á alvöru viðræðum milli deiluaðila. Þær tilraunir sigldu í strand í gær og verkföll hófust að nýju í dag, mánudag. Auk þess ljúka fleiri félagsmenn innan Eflingar atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir í dag, sem eiga þá að hefjast á þriðjudag í næstu viku. Þar er um að ræða fleiri hótelstarfsmenn, starfsmenn ræstingarfyrirtækja og starfsmenn í öryggisgæslu. 

Í tilkynningu sem Efling sendi frá sér í gær sagði að Samtök atvinnulífsins hefðu siglt kjaraviðræðum í strand um helgina. „Samtökin reyndust óviljug til að koma til móts við Eflingu, jafnvel þótt aðeins væri um að ræða aðlaganir innan þess ramma sem þegar hefur verið samið um við önnur stéttarfélög. Gangur var í viðræðum um tíma á föstudag og laugardag, en í dag sunnudag var blaðinu snúið við. Jafnframt gengu Samtökin á bak orða sinna um að fulltrúar olíufyrirtækja og Samskipa kæmu til viðræðna við Eflingarfélaga hjá þessum fyrirtækjum. Samtökin höfðu lofað því að slíkar viðræður færu fram meðan verkfallsaðgerðum yrði frestað. Samkomulag þessa efnis lá fyrir.“

Samninganefnd Eflingar samþykkti eftirfarandi ályktun þegar þessi niðurstaða lá fyrir: „Við höfum fyrir hönd Eflingarfélaga lagt okkur verulega fram til að ná samkomulagi við atvinnurekendur síðustu þrjá sólarhringa. Við sátum langa daga og veltum við hverjum steini. Við lögðum fram tillögur til lausnar þar sem við teygðum okkur eins langt og við gátum. Við höfum bent á ótal leiðir til aðlögunar á gildandi kjarasamningum að okkar aðstæðum og samsetningu. Því hefur öllu verið hafnað, eða verið svarað með útspilum sem eru vísvitandi móðganir ætlaðar til að keyra þessa tilraun í þrot. Á þeim nótum lauk deginum í dag, þar sem við skynjuðum stórbreytt og verra andrúmsloft af hálfu Samtaka atvinnulífsins heldur en í gær og fyrradag.”

Munu lama samfélagið

Í tilkynningu sem Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér segir að um­svifa­mik­il verk­föll Efl­ing­ar muni lama ís­lenskt sam­fé­lag að stór­um hluta og valda gríðarleg­um kostnaði. „Verk­bann er neyðarúr­ræði at­vinnu­rek­anda í vinnu­deil­um til að bregðast við verk­föll­um og er ætlað að lág­marka það tjón sem fyr­ir­tæki verða fyr­ir vegna aðgerða Efl­ing­ar. Verk­bann er sam­bæri­legt verk­falli og þýðir að fé­lags­fólk Efl­ing­ar mæt­ir ekki til starfa og launa­greiðslur falla niður. Í stað þess að Efl­ing lami starf­semi til­tek­inna fyr­ir­tækja og at­vinnu­greina með verk­föll­um fárra fé­lags­manna munu SA með verk­banni leit­ast við að stjórna fram­kvæmd vinnu­stöðvana og auka þrýst­ing á Efl­ingu að ljúka yf­ir­stand­andi kjaraviðræðum.“

Þar segir að ófrávíkjanleg krafa Efl­ing­ar um að fá meiri launahækk­an­ir en fólk í sam­bæri­leg­um störf­um utan höfuðborg­ar­svæðis­ins sé óaðgengi­leg. „Sam­tök at­vinnu­lífs­ins geta ekki teygt sig lengra í átt til Efl­ing­ar án þess að koll­varpa þeim kjara­samn­ing­um sem hafa verið gerðir við öll önn­ur stétt­ar­fé­lög á al­menn­um vinnu­markaði en að baki þeim standa tæp­lega 90 prósent starfs­fólks á al­menn­um vinnu­markaði. Það hníga eng­in rök að því að eitt stétt­ar­fé­lag fái langt­um meiri hækk­un á þess­um tíma en önn­ur. Stutt­um kjara­samn­ing­um er ætlað að bregðast við mik­illi verðbólgu og verja kaup­mátt al­menn­ings án þess að valda at­vinnu­leysi og langvar­andi verðbólgu­tím­um á Íslandi, lík­um þeim sem eldri kyn­slóðir muna vel eft­ir.“

Í niðurlagi tilkynningarinnar segir að fresti Efl­ing boðuðum verk­föll­um muni Sam­tök at­vinnu­lífs­ins að sama skapi fresta verk­bannsaðgerðum. 

Unnu í Landsrétti

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í deilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar í síðasta mánuði. Í henni fólst að láta alla félagsmenn Eflingar kjósa um þá tillögu, sem byggði á þegar gerðum kjarasamningum við önnur stéttarfélög en innihélt afturvirkni sem Samtök atvinnulífsins höfðu sagt að væri ekki lengur á borðinu.

Efling neitaði hins vegar að afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá félagsins og réttur félagsins til þess rataði fyrir dómstóla. Fyrir viku síðan komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að Efling þyrfti ekki að afhenda kjörskrá sína og sneri þar með niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur.

Aðalsteinn Leifsson ákvað í kjölfarið að víkja sem ríkissáttasemjari í þessari vinnudeilu og Ástráður Haraldsson var skipaður í hans stað.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Í samantektina neðst vantar að Landsréttur hafi ítrekað að kjósa þurfi um miðlunartillöguna, eða eins og Heimildin skrifaði um það 13.feb:
    "Þar kemur einnig fram að ríkissáttasemjari hafi ótvíræðan lögbundinn rétti til að taka ákvörðun um að atkvæðagreiðsla skuli fara fram um miðlunartillögu sem hann hefur sett fram. "

    Af hverju mátti ekki bara kjósa?
    -1
  • Brynja Óskarsdóttir skrifaði
    Það er svo! Athyglisvert en ekki óviðbúið að fólkið með milljónir í mánaðartekjur hafi ekki efni á því að borga lægstlaunaða starfsfólki sínu ofurlítið fleiri krónur á mánuði EN hefur efni á því að verja sig með tugmilljóna kostnaði og óhagræði fyrir samfélagið. Velferðin skal ekki vera fyrir hina fátækustu og fátækt verður að vera til svo ríkidæmið skíni skýrar. Valdamikið og ríkt fólk þyrfti að eiga til skynsemi til að sjá að valdi er hægt að beita öðrum til hagsbóta og samfélagi manna til sátta og hagsældar, ekki eingöngu til einkanota og átroðslu mannlegrar sæmdar. Stjórn samtaka atvinnulífsins treður nú miklar blind- og villigötur. Vitað er að ekki allir atvinnurekendur og rekstraraðilar eru sammála yfirgangi hinna ríkustu. Hvernig væri að þeir sæki í hugrekki sitt og finni leið framhjá hroka SA til að semja við starfsfólk sitt?!
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
RÚV frestaði sýningu dagskrárliða til að forðast tap á síðasta ári
2
Greining

RÚV frest­aði sýn­ingu dag­skrárliða til að forð­ast tap á síð­asta ári

RÚV fékk 5,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í fyrra og afl­aði 2,9 millj­arða króna tekna af sam­keppn­is­rekstri, sem er að­al­lega sala á aug­lýs­ing­um. Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafa auk­ist mik­ið á síð­ustu ár­um, ann­ars veg­ar vegna þess að íbú­um lands­ins hef­ur fjölg­að og hins veg­ar vegna þess að aug­lýs­inga­tekj­ur hafa auk­ist.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
4
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Þöggunarmálsóknir gegn fjölmiðlum mæta andstöðu Evrópuráðs
8
Erlent

Þögg­un­ar­mál­s­ókn­ir gegn fjöl­miðl­um mæta and­stöðu Evr­ópu­ráðs

Ráð­herr­a­ráð Evr­ópu­ráðs hef­ur birt til­mæli til allra að­ild­ar­ríkja, þar með tal­ið Ís­lands, um að vinna eigi gegn SLAPP-mál­sókn­um, sem séu skað­leg­ar lýð­ræð­inu og al­manna­hag. Slík­um mál­sókn­um hef­ur ver­ið beitt gegn al­menn­ingi og fjöl­miðl­um til að þagga nið­ur eða refsa fyr­ir óþægi­lega um­fjöll­un. Tölu­vert er um SLAPP-mál­sókn­ir á Ís­landi, en ekk­ert ból­ar á inn­leið­ingu slíkra til­mæla af rík­is­stjórn, seg­ir Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
9
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Þetta er móðgun við okkur“
5
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
7
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
8
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
10
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu