Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Forstjóri Símans með 9,7 milljónir króna að meðaltali á mánuði í fyrra

Launapakki for­stjóra Sím­ans hækk­aði um 53 pró­sent milli 2021 og 2022, að mestu vegna kaupauka upp á næst­um 43 millj­ón­ir króna. Sím­inn er bú­inn að skila hlut­höf­um sín­um 31,5 millj­arði króna eft­ir söl­una á Mílu og ætla að skila 15,7 millj­örð­um króna í við­bót á þessu ári.

Forstjóri Símans með 9,7 milljónir króna að meðaltali á mánuði í fyrra
Forstjóri Orri Hauksson hefur verið forstjóri Símans frá því í október 2013. Mynd: Síminn

Orri Hauksson, forstjóri Símans, fékk samtals 116,4 milljónir króna í laun, kaupauka og mótframlag í lífeyrissjóð á árinu 2022, eða 9,7 milljónir króna á mánuði. Ári áður fékk hann 76,2 milljónir króna í sömu greiðslur, eða tæplega 6,4 milljónir króna. Laun hans hækkuðu því um 53 prósent milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Símans.

Mestu munar um mikla aukningu á greiðslu kaupauka. Orra fékk 42,6 milljónir króna í slíkan í fyrra sem var næstum fjórum sinnum hærri en kaupaukinn sem hann fékk árið 2021. Til viðbótar fengu framkvæmdastjórar innan Símans, alls fimm einstaklingar og þar af tveir sem störfuðu frá miðju ári, 71 milljón í kaupauka. Það er 48,1 milljón krónum meira en þeir kaupaukar sem greiddir voru út til framkvæmdastjórnar á árinu 2021, sem þá taldi fjóra einstaklinga. Um er að ræða rúmlega þreföldum á kostnaði við kaupauka til framkvæmdastjóra Símans. Alls jókst heildarlaunakostnaður vegna framkvæmdastjórnarinnar, að forstjóra frátöldum, um 43 prósent milli ára. 

Til samanburðar má nefna að lágmarkslaun á Íslandi þorra árs í fyrra voru 368 þúsund krónur á mánuði, eða um 4,4 milljónir króna á ári. Mánaðarlaun forstjóra Símans voru því 120 prósent hærri en árslaun þess sem var á lágmarkslaunum hérlendis á síðasta ári.

Hluthafar fá tugi milljarða króna

Síðasta rekstrarár var það besta í sögu Símans. Félagið skilaði 38,3 milljarða króna hagnaði, en hann hafði verið 5,2 milljarðar króna árið 2021. Ástæðan er salan á Mílu, dótturfélagi Símans byggir upp og rekur inn­viði fjar­skipta á lands­vísu, til franska sjóðstýringafyrirtækisins Ardian France SA. Kaupverðið var greitt í september 2022, annars vegar með 32,7 milljörðum króna í handbæru fé og hins vegar skuldabréfi upp á 17,5 milljarða króna. Þegar þær skuldir Mílu sem Ardian yfirtók eru taldar með var söluverðið 69,5 milljarðar króna og söluhagnaðurinn bókfærður á 37,8 milljarða króna. Um síðustu áramót var eigið fé Símans 35,3 milljarðar króna.

Í tilkynningu til Kauphallar vegna útgáfu ársreikningsins er haft eftir Orra að þegar samningar um sölu Mílu hafi upphaflega verið gerðir hafi stjórn Símans ákveðið að stjórnendur skyldu kanna hvort félagið gæti nýtt það fé, sem vænta mátti úr sölunni, að hluta eða öllu leyti í arðbærari verkefni en þau sem hluthafar Símans gætu fundið á eigin spýtur. „Í ljós kom að mögulegar fjárfestingar Símans á Íslandi verða ekki af þeirri stærðargráðu að þörf sé á söluverðmæti Mílu. Þá kom í ljós að hluthafar Símans telja almennt ekki að hið skráða rekstrarfélag Síminn hf. eigi að varðveita á eigin bókum háar upphæðir til að leita að verkefnum fyrir Símann utan Íslands [...] Skapist í framtíðinni fjárfestingatækifæri fyrir Símann af slíkri stærðargráðu, að þau útheimti á ný aukna fjármögnun til handa félaginu, mun samtalið snúast við og stjórn og stjórnendur munu þá óska eftir nýju hlutafé frá hluthöfum.“

Því var söluverðmætunum skilað til hluthafa. Í nóvember var hlutafé lækkað og hluthafarnir fengu 31,5 milljarð króna í sinn hlut. Stærsti hluthafinn í Símanum, og sá sem ræður ferðinni í stefnumótun félagsins, er fjárfestingafélagið Stoðir sem á 15,93 prósent hlut. Um fimm milljarðar króna af þessari útgreiðslu fór því til Stoða. Aðrir stórir hluthafar eru stærstu lífeyrissjóðir landsins. Þrír stærstu sjóðirnir: Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóður verzlunarmanna (sem félagsmenn VR greiða meðal annars í) og Gildi (sem félagsmenn Eflingar greiða meðal annars í) eru þar fyrirferðamestir. 

Í lok janúar síðastliðins var skuldabréfið upp á 17,5 milljarða króna sem Ardian gaf út vegna sölunnar svo selt til félags á vegum Ardian á 15,7 milljarða króna. Stjórn Símans mun gera tillögu um það á komandi aðalfundi að þeim fjármunum verði einnig skilað að öllu leyti til hluthafa með lækkun á hlutafé. 

Gangi þau áform eftir munu hluthafarnir hafa fengið 47,2 milljarða króna í reiðufé frá því í nóvember. Þar af munu 7,5 milljarðar króna rata til Stoða, sem stýrt er af stjórnarformanni Símans, Jóni Sigurðssyni. Auk þess á Orri Hauksson, forstjóri Símans, 0,8 prósent hlut í félaginu. Hann ætti því að fá alls um 390 milljónir króna í sinn hlut vegna útgreiðslna úr félaginu eftir söluna á Mílu samþykki stjórn Símans að færa niður hlutaféð á komandi aðalfundi. 

Mikil hækkun á enska boltanum

Fyrir utan söluna á Mílu var hagnaður af áframhaldandi starfsemi Símans tæplega 2,1 milljarðar króna, en hann hafði verið rúmlega 1,7 milljarður króna árið 2021. Inni í þeirri tölu eru fjármunatekjur upp á 748 milljónir króna, sem er 366 milljónum krónum meira en árið áður. Þar skiptir máli að söluandvirði Mílu var ávaxtað á bankareikningi í tæpa tvo mánuði en í haust greindi Síminn frá því að mánaðarlegir vextir af reiðufénu sem fékkst fyrir söluna á Mílu væru 160 milljónir króna. 

Velta dróst lítillega saman milli ára og var rétt undir 24 milljörðum króna. Tekjur af farsímaþjónustu hækkuðu um átta prósent milli ára, og skipti mikil aukning vegna reikitekna þar miklu máli, en hana má rekja til stóraukins fjölda ferðamanna sem komu til Íslands í fyrra í samanburði við árið 2021. Þá var umtalsverður vöxtur í tekjum af sjónvarpsþjónustu, sem hækkuðu um 339 milljónir króna milli ára. Í fjárfestakynningu Símans kemur fram að aðallega sé um að ræða tíu prósent tekjuaukningu í Premium þjónustu Símans og því að Síminn Sport, sem sýnir enska boltann, hafi skilað 23 prósent hærri tekjum. 

Síminn Sport kostaði 3.500 krónur í lok árs 2021 en verðið fyrir þann sjónvarpspakka var hækkað í 4.500 krónur í byrjun árs í fyrra. Í lok árs 2022 var það komið upp í 4.900 krónur og frá 1. febrúar síðastliðnum var það hækkað í 6.500 krónur. Verðmiðinn á Síminn Sport hefur því hækkað um þrjú þúsund krónur á mánuði frá því í lok árs 2021.

Sjónvarps Símans Premium, efnisveita félagsins sem felur meðal annars í sér aðgengi að enska boltanum, kostar nú 7.500 krónur ef viðkomandi leigir myndlikil frá Símanum á 2.300 krónur á mánuði. Ef ekki bætast 2.300 krónur við og þá kostar Premium pakkinn 9.800 krónur.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jack Danielsson skrifaði
    Ef laun Orra er greind enn frekar kemur á daginn að hann hefur 323 þúsund upp úr krafsinu á hverjum einasta degi, jafnt rauðum sem svörtum dögum eða rúmar 10 þúsund krónur á klukkustind, allan sólarhringinn. Þetta er sérlega áhugavert í ljósi þess að daglaun Orra eru nánast eins og mánaðarlaun þeirra sem verst eru settir í samfélaginu.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Kýs svo ekki verði farið með dæturnar eins og föður þeirra
3
FréttirUm hvað er kosið?

Kýs svo ekki verði far­ið með dæt­urn­ar eins og föð­ur þeirra

Þrátt fyr­ir að hafa ver­ið ís­lensk­ur rík­is­borg­ari í 12 ár hef­ur Patience Afrah Antwi ein­ung­is einu sinni kos­ið hér á landi. Nú ætl­ar hún að ganga að kjör­kass­an­um fyr­ir dæt­ur sín­ar. Mæðg­urn­ar hafa mætt for­dóm­um og seg­ist Patience upp­lifa sig sem fjórða flokks vegna brúns húðlitar. Hún fann skýrt fyr­ir því þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar, og fað­ir stúlkn­anna, veikt­ist al­var­lega fyr­ir sjö ár­um síð­an. Hann lést í fyrra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár