Hlaðvarpsveitur og samfélagsmiðlar eru uppfull af efni um sönn sakamál (e. true crime) og blaðamanni Heimildarinnar lék forvitni á að vita hvað það er sem heillar við sönn sakamál. Það stóð ekki á svörum, að minnsta ekki hjá konum. Á meðan ein hlustar til að ná slökun er önnur sem byrjaði að hlusta vegna áhuga en ætlar nú að sækja um í lögreglunni og setur stefnuna á rannsóknardeild lögreglunnar.
Blaðamaður settist niður með Guðrúnu Ósk, Árdísi Rut og Tinnu Rut sem allar hafa svo mikinn áhuga á sönnum sakamálum að ekki líður dagur án þess að þær hlusti á eða skoða efni um einhvers konar illverk.
Sjónvarpsþættirnir Sönn íslensk sakamál eru fyrsta minning Árdísar Rutar H. Einarsdóttur um áhugann á sönnum sakamálum, rétt eins og hjá Ingu Kristjánsdóttur, stjórnanda hlaðvarpsins Illverks. Árdís tók þættina upp á spólu og horfði á þá …
Athugasemdir