Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Notalegt að sofna við frásagnir af morðum

Áhugi á mann­legri hegð­un og nota­leg­heit­in við að sofna út frá frá­sögn af morði eða öðr­um sönn­um hryll­ingi er það sem sam­ein­ar fjöl­marga unn­end­ur sannra saka­mála. Heim­ild­in ræddi við þrjá eld­heita „true crime“-að­dá­end­ur.

Sönn sakamál Tinna Rut Svansdóttir, Guðrún Ósk Þórudóttir og Árdís Rut H. Einarsdóttir elska allar að hlusta á hlaðvörp um sönn sakamál. Áhugi á mannlegri hegðun og eigin lífsreynslu skýra áhugann, en svo er líka bara svo notalegt að sofna við frásagnir af illverkum annarra.

Hlaðvarpsveitur og samfélagsmiðlar eru uppfull af efni um sönn sakamál (e. true crime) og blaðamanni Heimildarinnar lék forvitni á að vita hvað það er sem heillar við sönn sakamál. Það stóð ekki á svörum, að minnsta ekki hjá konum. Á meðan ein hlustar til að ná slökun er önnur sem byrjaði að hlusta vegna áhuga en ætlar nú að sækja um í lögreglunni og setur stefnuna á rannsóknardeild lögreglunnar.  

Blaðamaður settist niður með Guðrúnu Ósk, Árdísi Rut og Tinnu Rut sem allar hafa svo mikinn áhuga á sönnum sakamálum að ekki líður dagur án þess að þær hlusti á eða skoða efni um einhvers konar illverk.  

Sjónvarpsþættirnir Sönn íslensk sakamál eru fyrsta minning Árdísar Rutar H. Einarsdóttur um áhugann á sönnum sakamálum, rétt eins og hjá Ingu Kristjánsdóttur, stjórnanda hlaðvarpsins Illverks. Árdís tók þættina upp á spólu og horfði á þá …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár