Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, segir að hún sé ósammála því mati sem kemur fram í skýrslu þriggja erlendra sérfræðinga að mögulega eigi að hætta að skipa pólitískt í æðsta stjórnvald fjármálaeftirlits á Íslandi. Þetta er svokölluð fjármálaeftirlitsnefnd sem ákveður lyktir mála sem eru til rannsóknar hjá fjármálaeftirlitinu á Íslandi. Nefndin ákveður meðal annars upphæðir sekta fyrir brot, ákveður hvort vísa eigi málum áfram til héraðssaksóknara og eins hversu mikið af upplýsingum eigi að opinbera um einstaka mál. Þetta kemur fram í svörum frá Katrínu við spurningum Heimildarinnar.
Svör Katrínar er liður í umfjöllun Heimildarinnar um átök um stjórnskipan Seðlabanka Íslands sem eiga sér stað í stjórnmálunum og stjórnkerfinu á Íslandi um þessar mundir. Þessi átök hverfast um Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra en í skýrslu sérfræðinganna þriggja er meðal annars fjallað um að of mikil valdasamþjöppun sé hjá honum samkvæmt núverandi stjórnskipun- og …
Öreigar allra landa sameinist !!