Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1039. spurningaþraut: Hvað þýðir M-ið í nafni Agnesar biskups?

1039. spurningaþraut: Hvað þýðir M-ið í nafni Agnesar biskups?

Fyrri aukaspurning:

Sjá myndina hér að ofan. Við vitum ekki hvað hún kallaði sig sjálf. En hvað köllum við hana?

***

Aðalspurningar:

1.  Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands. M-ið í nafni hennar er ekki seinna skírnarnafn, heldur móðurnafn hennar. Hvað hét móðir hennar?

2.  Hvaða dýr nefnist á latínu equus?

3.  Árið 1996 vann Daninn Bjarne Riis mikið íþróttaafrek, fyrsti og (þangað til í fyrra) eini Daninn sem það hefur gert. Vakti afrek Riis hans mikla athygli og höfðu Danir Riis lengi í hávegum vegna þess. Hvaða keppni vann Bjarne Riis?

4.  Fuerteventura, Lanzarote, La Palma, La Gomera og El Hierro eru örnefni á tilteknum stað. Það mætti reyndar bæta við tveim örnefnum í viðbót en þá yrði spurningin of létt. Hvaða staður er þetta?

5.  Í landi einu tíðkast sá siður að þegar nýr þjóðhöfðingi tekur við, þá er valið á hann nýtt nafn. Embættistíð hans er svo kennd opinberlega við þetta nýja nafn. Þetta gerðist síðast 2019 þegar nýr þjóðhöfðingi tók við og hlaut nafnið Reiwa. Hvaða land er hér um að ræða?

6.  Í „aðeins“ 1.500 kílómetra fjarlægð frá Íslandi er hafsvæði eitt fremur grunnt. Togarar hafa þar oft fengið bein loðfíla og risanashyrninga í veiðarfæri sín. Hvað heitir hafsvæðið?

7.  Íslenskur rithöfundur skrifaði eingöngu fyrir börn — nema hvað ein bók að nafni Oddaflug kom út árið 2000 fyrir fullorðna. Hver er höfundurinn?

8.  Í landi einu sjálfstæðu er konungsstjórn. Titill konungsins á máli heimamanna er Druk Gyalpo, sem þýðir „drekakonungurinn“. Drekakóngur síðan 2006 hefur verið karl sem nú er rúmlega fertugur og heitir Jigme Khesar Namgyel Wangchuck. Hvaða land er hér um að ræða?

9.  Hver af þessum postulum er EKKI einn af postulum Jesúa frá Nasaret: Andrés, Bartólómeus, Filippus, Jakob Alfeusson, Jakob Zebedeusson, Jóhannes, Júdas Ískaríot, Júdas Taddeus, Matteus, Sál frá Tarsus, Símon Pétur, Símon selóti, Tómas vantrúaði.

10.  Í hvaða fljóti á Austurlandi var gjarnan talið búa skrímsli af einhverju tagi?

***

Seinni aukaspurning:

Skjáskotið hér að neðan er úr nýrri íslenskri kvikmynd. Hvað heitir hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Margrét, svo fullt nafn biskups er Agnes Margrétardóttir Sigurðardóttir.

2.  Hestur.

3.  Tour de France hjólreiðakeppnin.

4.  Kanaríeyjar.

5.  Japan.

6.  Hið kórrétta svar er Dogger Bank en ég gef líka rétt fyrir Norðursjó.

7.  Guðrún Helgadóttir.

8.  Bhutan.

9.  Sál frá Tarsus, síðar nefndur Páll. Hann tók sér sjálfur postulanafnbót en Jesúa valdi hann ekki, svo staða hans var allt önnur en hinna.

10.  Lagarfljóti.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er endurgerð af suðurapanum Lucy, sem svo hefur verið kölluð.

Á neðri myndinni er skjáskot úr nýju kvikmyndinni Napóleonsskjölin.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ekki bara beinbrot og skurðir heldur líka bráð andleg veikindi
4
Á vettvangi

Ekki bara bein­brot og skurð­ir held­ur líka bráð and­leg veik­indi

Aukn­ing í kom­um fólks með and­lega van­líð­an veld­ur áskor­un­um á bráða­mót­töku. Skort­ur á rými og óhent­ugt um­hverfi fyr­ir við­kvæma sjúk­linga skapa erf­ið­leika fyr­ir heil­brigð­is­starfs­fólk. „Okk­ur geng­ur svo sem ágæt­lega en svo er það bara hvað tek­ur við. Það er flók­ið,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á bráða­mót­tök­unni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár