Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1039. spurningaþraut: Hvað þýðir M-ið í nafni Agnesar biskups?

1039. spurningaþraut: Hvað þýðir M-ið í nafni Agnesar biskups?

Fyrri aukaspurning:

Sjá myndina hér að ofan. Við vitum ekki hvað hún kallaði sig sjálf. En hvað köllum við hana?

***

Aðalspurningar:

1.  Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands. M-ið í nafni hennar er ekki seinna skírnarnafn, heldur móðurnafn hennar. Hvað hét móðir hennar?

2.  Hvaða dýr nefnist á latínu equus?

3.  Árið 1996 vann Daninn Bjarne Riis mikið íþróttaafrek, fyrsti og (þangað til í fyrra) eini Daninn sem það hefur gert. Vakti afrek Riis hans mikla athygli og höfðu Danir Riis lengi í hávegum vegna þess. Hvaða keppni vann Bjarne Riis?

4.  Fuerteventura, Lanzarote, La Palma, La Gomera og El Hierro eru örnefni á tilteknum stað. Það mætti reyndar bæta við tveim örnefnum í viðbót en þá yrði spurningin of létt. Hvaða staður er þetta?

5.  Í landi einu tíðkast sá siður að þegar nýr þjóðhöfðingi tekur við, þá er valið á hann nýtt nafn. Embættistíð hans er svo kennd opinberlega við þetta nýja nafn. Þetta gerðist síðast 2019 þegar nýr þjóðhöfðingi tók við og hlaut nafnið Reiwa. Hvaða land er hér um að ræða?

6.  Í „aðeins“ 1.500 kílómetra fjarlægð frá Íslandi er hafsvæði eitt fremur grunnt. Togarar hafa þar oft fengið bein loðfíla og risanashyrninga í veiðarfæri sín. Hvað heitir hafsvæðið?

7.  Íslenskur rithöfundur skrifaði eingöngu fyrir börn — nema hvað ein bók að nafni Oddaflug kom út árið 2000 fyrir fullorðna. Hver er höfundurinn?

8.  Í landi einu sjálfstæðu er konungsstjórn. Titill konungsins á máli heimamanna er Druk Gyalpo, sem þýðir „drekakonungurinn“. Drekakóngur síðan 2006 hefur verið karl sem nú er rúmlega fertugur og heitir Jigme Khesar Namgyel Wangchuck. Hvaða land er hér um að ræða?

9.  Hver af þessum postulum er EKKI einn af postulum Jesúa frá Nasaret: Andrés, Bartólómeus, Filippus, Jakob Alfeusson, Jakob Zebedeusson, Jóhannes, Júdas Ískaríot, Júdas Taddeus, Matteus, Sál frá Tarsus, Símon Pétur, Símon selóti, Tómas vantrúaði.

10.  Í hvaða fljóti á Austurlandi var gjarnan talið búa skrímsli af einhverju tagi?

***

Seinni aukaspurning:

Skjáskotið hér að neðan er úr nýrri íslenskri kvikmynd. Hvað heitir hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Margrét, svo fullt nafn biskups er Agnes Margrétardóttir Sigurðardóttir.

2.  Hestur.

3.  Tour de France hjólreiðakeppnin.

4.  Kanaríeyjar.

5.  Japan.

6.  Hið kórrétta svar er Dogger Bank en ég gef líka rétt fyrir Norðursjó.

7.  Guðrún Helgadóttir.

8.  Bhutan.

9.  Sál frá Tarsus, síðar nefndur Páll. Hann tók sér sjálfur postulanafnbót en Jesúa valdi hann ekki, svo staða hans var allt önnur en hinna.

10.  Lagarfljóti.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er endurgerð af suðurapanum Lucy, sem svo hefur verið kölluð.

Á neðri myndinni er skjáskot úr nýju kvikmyndinni Napóleonsskjölin.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu