Íslenskan, eins rík og hún er af orðum, er oft og tíðum takmörkuð við það sem gerst hefur á málsvæði hennar, á Íslandi. Vopnuð átök og stríð hafa sem betur fer ekki verið stór hluti af Íslandssögunni, svona á síðari tímum. Hér hefur til dæmis ekki verið her eða herskylda, þó vissulega hafi Íslandssagan að geyma dæmi um liðsöfnuð vopnaðra manna og átök milli slíkra fylkinga, á landi og sjó. Oftar en ekki með grjóti, þó vissulega með sverðum og spjótum.
Já og þorskastríðið. Þar sem við viljum í það minnsta halda að herkænskuyfirburðir okkar hafi einir og sér sigrað heri hins fallandi breska heimsveldis. NATO er svo líka vissulega okkar, þó þessi skammstöfun hafi fyrst og fremst birst sem harðvítugt rifrildi hér á landi, fylgdu því rifrildi blóðsúthellingar langt út fyrir Austurvöll.
En við tókum ekki þátt. Ekki heldur þegar við þó tókum þátt í árásum á Serbíu, Afganistan, …
Athugasemdir