Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Silkimaurar koma til hjálpar gegn krabbameini

Silkimaurar koma til hjálpar gegn krabbameini
Silkimaur, öðru nafni Formica fusca.

Þótt miklar framfarir hafi orðið í baráttu við krabbamein á síðustu árum og áratugum veldur þó enn mjög miklum vanda hve seint og illa getur gengið að greina krabbann — jafnvel eftir að hann er farinn að vinna veruleg hervirki í líkama manna. Margar tegundir krabbameins finnast vart nema sérstaklega sé leitað að einmitt því, og liggi sjúkdómsgreining því ekki fyrir getur meinið fengið góðan tíma til að dreifa sér og skemma allt í kringum sig.

Nú vonast franskir vísindamenn hins vegar til þess að vera á spor einfalds, ódýrs og áreiðanlegs greiningartækis sem gæti hjálpað læknum að finna krabbamein mjög snemma.

Ef tæki skyldi þá kalla, því hér er um að ræða lifandi verur.

Maura.

Maurar eru mjög vefvísir, það hafa menn lengi vitað. En nú á að kanna hvort hægt sé að nota þefvísi þessara litlu skordýra nægir til að greina frumubreytingar í þvagsýnum sem ella þyrfti mjög dýr og flókin tæki til að finna.

Maurarnir hafa þegar sýnt og sannað að þeir geta greint krabbamein í músum með því einu að hnusa af þvagsýnum músanna.

Franski dýrahátternisfræðingurinn Baptiste Piqueret og félagar hans við Sorbonne-háskóla í París birtu fyrir skemmstu niðurstöður sínar um þetta.

„Maurar gætu orðið fljótvirk, árangursrík, ódýr og skaðlaus [non-invasive] leið til að greina æxli í mönnum,“ segja þau.

Vísindamenn hafa þegar reynt að nota ýmis dýr til að þefa uppi krabbamein, allt frá hundum til músa, en maurarnir þeirra í Sorbonne virðast vera sérlega efnilegir. Vísindamennirnir birtu ritgerð um málið á vefsíðu The Royal Society, sjá hér.

Og Science Alert sagði frá málinu.

Frakkarnir kenndu 35 silkimaurum að tengja þvag heilbrigðra músa við gómsætt sykurvatn og öðrum 35 maurum að tengja sykurvatnið við mýs sem krabbameinsfrumur úr mönnum höfðu verið græddar í. Það tók maurana aðeins þrjá þjálfunartíma að greina milli sýnanna með krabbafrumurnar og hinna sem ekkert krabbamein höfðu. Á síðu Science Alert kemur fram að maurar þessir séu einkar námfúsir og hægt sé að prófa þá níu sinnum áður en viðbrögðum þeirra fer að hnigna, jafnvel þó þeir fái engin verðlaun eins og sykurvatnið.

Maurarnir eyða hins vegar 20 prósentum meiri tíma við krabbameinssýkta þvagið en hitt í von um fá sykurvatn að launum og hafa reynst vera næsta óskeikulir. Þeir geta m.a.s. greint milli mismunandi tegunda krabbameins. Og þótt vísindamennirnir legðu ýmsar þrautir fyrir maurana og blönduðu til dæmis ýmsum efnum út í þvagsýnin í von um að villa um fyrir þeim gilti það einu — maurarnir þefuðu á augabragði upp allan þann krabba sem nokkurs staðar var að finna.

Vísindamennirnir benda þó á að ekki sé víst að jafn vel tækist til þegar tilraunir til að nota maurana úti á vettvangi hefjast því þar muni þeir standa frammi fyrir miklu flóknari viðfangsefni en inni á rannsóknarstofunni. Alls konar þættir, svo sem aldur fólks, mataræði, almennt líkamsástand, stress og margt fleira gætu hafa áhrif á hæfni mauranna til að greina lyktina af mismunandi tegundum sýna, en full ástæða sé þó frekari rannsókna og svo gæti farið að kassi af hressum silkimaurum verði yrr eða síðar í verkfæratösku hvers krabbameinslæknis.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Árásin á Bastilluna: Franska byltingin hófst með því að geðveikir kynferðisglæpamenn og falsarar voru frelsaðir
Flækjusagan

Árás­in á Bastill­una: Franska bylt­ing­in hófst með því að geð­veik­ir kyn­ferð­is­glæpa­menn og fals­ar­ar voru frels­að­ir

Í dag, 14. júlí, er Bastillu­dag­ur­inn svo­kall­aði í Frakklandi og er þá æv­in­lega mik­ið um dýrð­ir. Dag­ur­inn er yf­ir­leitt tal­inn marka upp­haf frönsku bylt­ing­ar­inn­ar ár­ið 1789 þeg­ar feyskinni ein­valds­stjórn Bour­bon-ætt­ar­inn­ar sem hrund­ið frá völd­um. Bylt­ing­in var gerð í nokkr­um áföng­um en vel má segja að eft­ir 14. júlí hafi ekki ver­ið aft­ur snú­ið. Basill­an var virki í Par­ís­ar­borg sem hýsti...

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár