Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Silkimaurar koma til hjálpar gegn krabbameini

Silkimaurar koma til hjálpar gegn krabbameini
Silkimaur, öðru nafni Formica fusca.

Þótt miklar framfarir hafi orðið í baráttu við krabbamein á síðustu árum og áratugum veldur þó enn mjög miklum vanda hve seint og illa getur gengið að greina krabbann — jafnvel eftir að hann er farinn að vinna veruleg hervirki í líkama manna. Margar tegundir krabbameins finnast vart nema sérstaklega sé leitað að einmitt því, og liggi sjúkdómsgreining því ekki fyrir getur meinið fengið góðan tíma til að dreifa sér og skemma allt í kringum sig.

Nú vonast franskir vísindamenn hins vegar til þess að vera á spor einfalds, ódýrs og áreiðanlegs greiningartækis sem gæti hjálpað læknum að finna krabbamein mjög snemma.

Ef tæki skyldi þá kalla, því hér er um að ræða lifandi verur.

Maura.

Maurar eru mjög vefvísir, það hafa menn lengi vitað. En nú á að kanna hvort hægt sé að nota þefvísi þessara litlu skordýra nægir til að greina frumubreytingar í þvagsýnum sem ella þyrfti mjög dýr og flókin tæki til að finna.

Maurarnir hafa þegar sýnt og sannað að þeir geta greint krabbamein í músum með því einu að hnusa af þvagsýnum músanna.

Franski dýrahátternisfræðingurinn Baptiste Piqueret og félagar hans við Sorbonne-háskóla í París birtu fyrir skemmstu niðurstöður sínar um þetta.

„Maurar gætu orðið fljótvirk, árangursrík, ódýr og skaðlaus [non-invasive] leið til að greina æxli í mönnum,“ segja þau.

Vísindamenn hafa þegar reynt að nota ýmis dýr til að þefa uppi krabbamein, allt frá hundum til músa, en maurarnir þeirra í Sorbonne virðast vera sérlega efnilegir. Vísindamennirnir birtu ritgerð um málið á vefsíðu The Royal Society, sjá hér.

Og Science Alert sagði frá málinu.

Frakkarnir kenndu 35 silkimaurum að tengja þvag heilbrigðra músa við gómsætt sykurvatn og öðrum 35 maurum að tengja sykurvatnið við mýs sem krabbameinsfrumur úr mönnum höfðu verið græddar í. Það tók maurana aðeins þrjá þjálfunartíma að greina milli sýnanna með krabbafrumurnar og hinna sem ekkert krabbamein höfðu. Á síðu Science Alert kemur fram að maurar þessir séu einkar námfúsir og hægt sé að prófa þá níu sinnum áður en viðbrögðum þeirra fer að hnigna, jafnvel þó þeir fái engin verðlaun eins og sykurvatnið.

Maurarnir eyða hins vegar 20 prósentum meiri tíma við krabbameinssýkta þvagið en hitt í von um fá sykurvatn að launum og hafa reynst vera næsta óskeikulir. Þeir geta m.a.s. greint milli mismunandi tegunda krabbameins. Og þótt vísindamennirnir legðu ýmsar þrautir fyrir maurana og blönduðu til dæmis ýmsum efnum út í þvagsýnin í von um að villa um fyrir þeim gilti það einu — maurarnir þefuðu á augabragði upp allan þann krabba sem nokkurs staðar var að finna.

Vísindamennirnir benda þó á að ekki sé víst að jafn vel tækist til þegar tilraunir til að nota maurana úti á vettvangi hefjast því þar muni þeir standa frammi fyrir miklu flóknari viðfangsefni en inni á rannsóknarstofunni. Alls konar þættir, svo sem aldur fólks, mataræði, almennt líkamsástand, stress og margt fleira gætu hafa áhrif á hæfni mauranna til að greina lyktina af mismunandi tegundum sýna, en full ástæða sé þó frekari rannsókna og svo gæti farið að kassi af hressum silkimaurum verði yrr eða síðar í verkfæratösku hvers krabbameinslæknis.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Árásin á Bastilluna: Franska byltingin hófst með því að geðveikir kynferðisglæpamenn og falsarar voru frelsaðir
Flækjusagan

Árás­in á Bastill­una: Franska bylt­ing­in hófst með því að geð­veik­ir kyn­ferð­is­glæpa­menn og fals­ar­ar voru frels­að­ir

Í dag, 14. júlí, er Bastillu­dag­ur­inn svo­kall­aði í Frakklandi og er þá æv­in­lega mik­ið um dýrð­ir. Dag­ur­inn er yf­ir­leitt tal­inn marka upp­haf frönsku bylt­ing­ar­inn­ar ár­ið 1789 þeg­ar feyskinni ein­valds­stjórn Bour­bon-ætt­ar­inn­ar sem hrund­ið frá völd­um. Bylt­ing­in var gerð í nokkr­um áföng­um en vel má segja að eft­ir 14. júlí hafi ekki ver­ið aft­ur snú­ið. Basill­an var virki í Par­ís­ar­borg sem hýsti...

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár