Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Silkimaurar koma til hjálpar gegn krabbameini

Silkimaurar koma til hjálpar gegn krabbameini
Silkimaur, öðru nafni Formica fusca.

Þótt miklar framfarir hafi orðið í baráttu við krabbamein á síðustu árum og áratugum veldur þó enn mjög miklum vanda hve seint og illa getur gengið að greina krabbann — jafnvel eftir að hann er farinn að vinna veruleg hervirki í líkama manna. Margar tegundir krabbameins finnast vart nema sérstaklega sé leitað að einmitt því, og liggi sjúkdómsgreining því ekki fyrir getur meinið fengið góðan tíma til að dreifa sér og skemma allt í kringum sig.

Nú vonast franskir vísindamenn hins vegar til þess að vera á spor einfalds, ódýrs og áreiðanlegs greiningartækis sem gæti hjálpað læknum að finna krabbamein mjög snemma.

Ef tæki skyldi þá kalla, því hér er um að ræða lifandi verur.

Maura.

Maurar eru mjög vefvísir, það hafa menn lengi vitað. En nú á að kanna hvort hægt sé að nota þefvísi þessara litlu skordýra nægir til að greina frumubreytingar í þvagsýnum sem ella þyrfti mjög dýr og flókin tæki til að finna.

Maurarnir hafa þegar sýnt og sannað að þeir geta greint krabbamein í músum með því einu að hnusa af þvagsýnum músanna.

Franski dýrahátternisfræðingurinn Baptiste Piqueret og félagar hans við Sorbonne-háskóla í París birtu fyrir skemmstu niðurstöður sínar um þetta.

„Maurar gætu orðið fljótvirk, árangursrík, ódýr og skaðlaus [non-invasive] leið til að greina æxli í mönnum,“ segja þau.

Vísindamenn hafa þegar reynt að nota ýmis dýr til að þefa uppi krabbamein, allt frá hundum til músa, en maurarnir þeirra í Sorbonne virðast vera sérlega efnilegir. Vísindamennirnir birtu ritgerð um málið á vefsíðu The Royal Society, sjá hér.

Og Science Alert sagði frá málinu.

Frakkarnir kenndu 35 silkimaurum að tengja þvag heilbrigðra músa við gómsætt sykurvatn og öðrum 35 maurum að tengja sykurvatnið við mýs sem krabbameinsfrumur úr mönnum höfðu verið græddar í. Það tók maurana aðeins þrjá þjálfunartíma að greina milli sýnanna með krabbafrumurnar og hinna sem ekkert krabbamein höfðu. Á síðu Science Alert kemur fram að maurar þessir séu einkar námfúsir og hægt sé að prófa þá níu sinnum áður en viðbrögðum þeirra fer að hnigna, jafnvel þó þeir fái engin verðlaun eins og sykurvatnið.

Maurarnir eyða hins vegar 20 prósentum meiri tíma við krabbameinssýkta þvagið en hitt í von um fá sykurvatn að launum og hafa reynst vera næsta óskeikulir. Þeir geta m.a.s. greint milli mismunandi tegunda krabbameins. Og þótt vísindamennirnir legðu ýmsar þrautir fyrir maurana og blönduðu til dæmis ýmsum efnum út í þvagsýnin í von um að villa um fyrir þeim gilti það einu — maurarnir þefuðu á augabragði upp allan þann krabba sem nokkurs staðar var að finna.

Vísindamennirnir benda þó á að ekki sé víst að jafn vel tækist til þegar tilraunir til að nota maurana úti á vettvangi hefjast því þar muni þeir standa frammi fyrir miklu flóknari viðfangsefni en inni á rannsóknarstofunni. Alls konar þættir, svo sem aldur fólks, mataræði, almennt líkamsástand, stress og margt fleira gætu hafa áhrif á hæfni mauranna til að greina lyktina af mismunandi tegundum sýna, en full ástæða sé þó frekari rannsókna og svo gæti farið að kassi af hressum silkimaurum verði yrr eða síðar í verkfæratösku hvers krabbameinslæknis.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
4
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
4
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár