Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Dreymt og ælt

Doktor Gunni er mætt­ur til leiks og skrif­ar um tónlist.

Dreymt og ælt
Tónlist

Ekki treysta fisk­un­um

Gefðu umsögn

Ein alskemmtilegasta plata síðasta árs er þessi önnur útgáfa Ólafs Kram. Ólafur er ekki einhver sérvitur tónlistarsnillingur úti í bæ, heldur fimm manna hljómsveit frá Reykjavík sem nefnir sig afturábak eftir leikaranum Mark Rufalo. Ólafur hefur verið á mikilli uppleið síðan 2019 þegar sveitin varð til (annaðhvort í Vesturbænum eða MH leyfi ég mér að álykta). Eftir sigur í Músíktilraunum 2021 kom hin fína sex laga plata Nefrennsli / Kossaflens, sem er gefin út af spútnikmerkinu Post-dreifingu. Í október í fyrra kom svo þessi ellefu laga gleðihlunkur sem stimplar Ólaf inn sem eina athyglisverðustu hljómsveit nútímans hérlendis.

Það er margt frábært við Ólaf Kram, en náttúrlega það besta er að lögin eru flest skemmtileg, frekar auðmelt og gáfuleg. Það er sungið á íslensku og tónlistin er á vissan hátt gamalt vín á nýjum belgjum, þótt sætur keimur nýjabrumsins og ferska blóðsins sé alltaf það fyrsta sem grípur hlustandann. Ólafur sækir bæði í Sjöuna og Áttuna og auðveldasta útskýringin væri að segja að útkoman sé eins og ef Grýlurnar, Risaeðlan og Spilverkið væru sett í kokteilhristara með dassi af óhefluðum töffaraskap pönksins. Það eru fjórar stelpur í Ólafi, en á bak við trommusettið hírist fúlskeggjaður karlmaður, Sævar Andri Sigurðsson, sem hefur komið víða við, m.a. trommað með Skoffín. Stelpurnar spila á gítar (Eydís Egilsdóttir Kvaran), bassa (Guðný Margrét Eyjólfsdóttir), hljómborð (Iðunn Gígja Kristjánsdóttir) og trompet (Birgitta Björg Guðmarsdóttir) og syngja allar, einar eða saman.

Þetta er vel æft og spilandi band, dúndurskemmtilegt á tónleikum, enda eflaust óteljandi æfingatímar að baki. Það er bullandi metnaður í upptökunum sem sveitin gerði með Árna Hjörvari stórsnillingi. Grunnar eru þéttir og nettir, álegg glettið og spennandi, smáatriði mörg og hljóðrænar krúsídúllur skemmtilegar. Fáar hljómsveitir nú leggja jafnmikið upp úr röddunum. Raddpælingarnar eru frískar enda stelpurnar allar ljómandi góðar söngkonur og samsöngur til mikillar fyrirmyndar.

Lögin eru misgóð eins og gengur, en frábæra deildin er mun fyrirferðarmeiri en sú lakari. Aumingja Þuríður heitir helsti hittari plötunnar, geggjað stuðlag um ræfilinn hana Þuríði sem fer í sparifötin og ælir í klósettið. Sjaldan hefur verið sungið jafnskemmtilega um sukk ungmenna, sem er eins konar skylda á ákveðnu tímabili í okkar sukkaða samfélagi – okkar herskylda, ööö, sukkskylda. Vitanlega er nokkuð um feminískar áherslur. Opnunarlagið, hið fína Hótun, tekur á hrútskýringum og í þéttrokkaranum Gullinsnið er sungið um hinn klassíska gúmmítöffara (sem við getum gefið okkur að sé í Versló og eigi heima í fínu hverfi í Garðabæ). Í enda lagsins bregður fyrir óvæntum karlakór, nett trix sem magnar upp hrútalykt í nokkrar sekúndur. Í laginu Listasögu er ónefnd öruggari systir aumingja Þuríðar komin út á lífið, pælandi í strákum – „Er ég ástfangin eða bara gröð“, spyr hún sig og hlustandinn sperrir eyrun, enda hefur dægurlagasöngkona ekki játað á sig greddu fyrr á Íslandi (svo ég muni að minnsta kosti). Frakkt og feminískt.

Nokkur lög eru ekki jafnmikið með báða fætur á jörðinni, heldur í einhvers konar ævintýra-nýbylgju-anda og þá jafnan hægari og dreymnari. Af þessum eru hið seigfljótandi og dularfulla Silkiþræðir best, en Kóngur á þurru landi er líka flott og inniheldur titil plötunnar, Ekki treysta fiskunum. Ég veit ekkert hvað er verið að syngja um þar – alelda sækú?

Þegar þetta er skrifað er platan aðeins aðgengileg á streymisveitum, en vonandi er von á vínylplötu. Fyrri platan kom út á vínyl, svo það má gefa sér að þessi geri það líka. Ekki væri verra að það væri textablað svo þetta með alelda sækúna verði skýrara. Ekki treysta fiskunum er listaverk sem maður verður að geta handleikið. Mjög gott stöff.


Ólafur Kram - Ekki treysta fiskunum
Útgefandi: Fjárhagslegt öryggi sf.
Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Allir forsetaframbjóðendur nema einn horfa fram á afhroð í þingkosningum
6
Fréttir

All­ir for­setafram­bjóð­end­ur nema einn horfa fram á af­hroð í þing­kosn­ing­um

Aldrei hafa fleiri for­setafram­bjóð­end­ur gef­ið kost á sér til al­þing­is og í ár. Fjór­ir fram­bjóð­end­ur reyna að ná hylli kjós­enda með nokk­uð eins­leit­um ár­angri. Tveir eru lík­leg­ir inn á þing, Jón Gn­arr sem er í Við­reisn og Halla Hrund Loga­dótt­ir, sem leið­ir lista Fram­sókn­ar í Suð­ur­kjör­dæmi, sem er þó langt fyr­ir neð­an kjör­fylgi. Minni lík­ur eru á að hinir tveir kom­ist inn. Stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir him­inn og haf á milli for­seta- og al­þing­is­kosn­inga.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár