Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Dreymt og ælt

Doktor Gunni er mætt­ur til leiks og skrif­ar um tónlist.

Dreymt og ælt
Tónlist

Ekki treysta fisk­un­um

Gefðu umsögn

Ein alskemmtilegasta plata síðasta árs er þessi önnur útgáfa Ólafs Kram. Ólafur er ekki einhver sérvitur tónlistarsnillingur úti í bæ, heldur fimm manna hljómsveit frá Reykjavík sem nefnir sig afturábak eftir leikaranum Mark Rufalo. Ólafur hefur verið á mikilli uppleið síðan 2019 þegar sveitin varð til (annaðhvort í Vesturbænum eða MH leyfi ég mér að álykta). Eftir sigur í Músíktilraunum 2021 kom hin fína sex laga plata Nefrennsli / Kossaflens, sem er gefin út af spútnikmerkinu Post-dreifingu. Í október í fyrra kom svo þessi ellefu laga gleðihlunkur sem stimplar Ólaf inn sem eina athyglisverðustu hljómsveit nútímans hérlendis.

Það er margt frábært við Ólaf Kram, en náttúrlega það besta er að lögin eru flest skemmtileg, frekar auðmelt og gáfuleg. Það er sungið á íslensku og tónlistin er á vissan hátt gamalt vín á nýjum belgjum, þótt sætur keimur nýjabrumsins og ferska blóðsins sé alltaf það fyrsta sem grípur hlustandann. Ólafur sækir bæði í Sjöuna og Áttuna og auðveldasta útskýringin væri að segja að útkoman sé eins og ef Grýlurnar, Risaeðlan og Spilverkið væru sett í kokteilhristara með dassi af óhefluðum töffaraskap pönksins. Það eru fjórar stelpur í Ólafi, en á bak við trommusettið hírist fúlskeggjaður karlmaður, Sævar Andri Sigurðsson, sem hefur komið víða við, m.a. trommað með Skoffín. Stelpurnar spila á gítar (Eydís Egilsdóttir Kvaran), bassa (Guðný Margrét Eyjólfsdóttir), hljómborð (Iðunn Gígja Kristjánsdóttir) og trompet (Birgitta Björg Guðmarsdóttir) og syngja allar, einar eða saman.

Þetta er vel æft og spilandi band, dúndurskemmtilegt á tónleikum, enda eflaust óteljandi æfingatímar að baki. Það er bullandi metnaður í upptökunum sem sveitin gerði með Árna Hjörvari stórsnillingi. Grunnar eru þéttir og nettir, álegg glettið og spennandi, smáatriði mörg og hljóðrænar krúsídúllur skemmtilegar. Fáar hljómsveitir nú leggja jafnmikið upp úr röddunum. Raddpælingarnar eru frískar enda stelpurnar allar ljómandi góðar söngkonur og samsöngur til mikillar fyrirmyndar.

Lögin eru misgóð eins og gengur, en frábæra deildin er mun fyrirferðarmeiri en sú lakari. Aumingja Þuríður heitir helsti hittari plötunnar, geggjað stuðlag um ræfilinn hana Þuríði sem fer í sparifötin og ælir í klósettið. Sjaldan hefur verið sungið jafnskemmtilega um sukk ungmenna, sem er eins konar skylda á ákveðnu tímabili í okkar sukkaða samfélagi – okkar herskylda, ööö, sukkskylda. Vitanlega er nokkuð um feminískar áherslur. Opnunarlagið, hið fína Hótun, tekur á hrútskýringum og í þéttrokkaranum Gullinsnið er sungið um hinn klassíska gúmmítöffara (sem við getum gefið okkur að sé í Versló og eigi heima í fínu hverfi í Garðabæ). Í enda lagsins bregður fyrir óvæntum karlakór, nett trix sem magnar upp hrútalykt í nokkrar sekúndur. Í laginu Listasögu er ónefnd öruggari systir aumingja Þuríðar komin út á lífið, pælandi í strákum – „Er ég ástfangin eða bara gröð“, spyr hún sig og hlustandinn sperrir eyrun, enda hefur dægurlagasöngkona ekki játað á sig greddu fyrr á Íslandi (svo ég muni að minnsta kosti). Frakkt og feminískt.

Nokkur lög eru ekki jafnmikið með báða fætur á jörðinni, heldur í einhvers konar ævintýra-nýbylgju-anda og þá jafnan hægari og dreymnari. Af þessum eru hið seigfljótandi og dularfulla Silkiþræðir best, en Kóngur á þurru landi er líka flott og inniheldur titil plötunnar, Ekki treysta fiskunum. Ég veit ekkert hvað er verið að syngja um þar – alelda sækú?

Þegar þetta er skrifað er platan aðeins aðgengileg á streymisveitum, en vonandi er von á vínylplötu. Fyrri platan kom út á vínyl, svo það má gefa sér að þessi geri það líka. Ekki væri verra að það væri textablað svo þetta með alelda sækúna verði skýrara. Ekki treysta fiskunum er listaverk sem maður verður að geta handleikið. Mjög gott stöff.


Ólafur Kram - Ekki treysta fiskunum
Útgefandi: Fjárhagslegt öryggi sf.
Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Íslenskur trans maður í Bandaríkjunum óttast öfgafullt ástand sem raungerist á ógnarhraða
6
Fréttir

Ís­lensk­ur trans mað­ur í Banda­ríkj­un­um ótt­ast öfga­fullt ástand sem raun­ger­ist á ógn­ar­hraða

Þótt fólk hafi ótt­ast að Trump myndi þrengja að mann­rétt­ind­um minni­hluta­hópa hef­ur kom­ið á óvart hve sum­ar til­skip­an­ir hans eru öfga­full­ar, seg­ir ís­lensk­ur trans mað­ur sem býr í Banda­ríkj­un­um. Óviss­an um stöðu trans fólks sé slík að hann treysti sér ekki til að tjá sig und­ir nafni. Bjarn­dís Helga Tóm­as­dótt­ir, formað­ur Sam­tak­anna '78, seg­ir mark­visst veg­ið að tján­ing­ar­frelsi minni­hluta­hópa í Banda­ríkj­un­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gjöfin frá Ásgeiri: „Þetta var hans draumur“
6
Vettvangur

Gjöf­in frá Ás­geiri: „Þetta var hans draum­ur“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son lést nótt­ina fyr­ir við­burð­inn sem hann hafði var­ið síð­ustu dög­um lífs­ins við að skipu­leggja ásamt vin­um sín­um og ætt­ingj­um. Nið­ur­stað­an var að það væri í anda Ás­geirs að halda við­burð­inn. „Þetta var ótrú­leg stund og mik­il gjöf sem hann færði okk­ur sem eft­ir stóð­um, að fá að vera þarna sam­an á þess­ari stundu,“ seg­ir Jón Bjarki Mag­ús­son, einn af hans nán­ustu vin­um.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár