Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Breiðu bökunum er hlíft en heimilunum ekki“

Verð­bólga, hækk­an­ir á bens­íni, mat­vöru og áfengi og „stór­hættu­leg“ ís­lensk króna. Þetta voru með­al ann­ars um­fjöll­un­ar­efni á þingi í dag en formað­ur Við­reisn­ar spurði for­sæt­is­ráð­herra hvað rík­is­stjórn­in ætl­aði að gera til að bregð­ast við efna­hags­ástand­inu á Ís­landi í dag.

„Breiðu bökunum er hlíft en heimilunum ekki“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Þingmaðurinn segir að hækkanir á bensíni, matvöru og áfengi séu beinar afleiðingar ákvarðana ríkisstjórnarinnar. Mynd: Davíð Þór

„Það eru auðvitað fyrst og fremst heimilin í landinu sem borga brúsann,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar þegar hún spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag út í áform ríkisstjórnarinnar varðandi hækkandi verðbólgu á Íslandi. 

Forsætisráðherrann sagði að verðbólgan væri „auðvitað stærsti óvinur almennings í landinu“ og eitt stærsta verkefnið til að takast á við. 

Heimilin í landinu sem borga brúsann

Þorgerður Katrín sagði í upphafi fyrirspurnar sinnar að þvert á spár þá byrjaði árið á hækkun verðbólgu. „Hún er komin í tæplega 10 prósent. Stærstu þættirnir sem hækka, bensín, matvörur og áfengi, eru bein afleiðing ákvarðana ríkisstjórnarinnar. Neytendasamtökin hafa dregið þetta ágætlega saman: Hækkanir ríkisstjórnarinnar á bensíni, búsi og búvörum leiða þessar hækkanir. 

Allt eru þetta þættir sem ríkisstjórnin gat haft áhrif á en gerði ekki heldur miklu frekar hitt. Hún kynti undir með því að ríða á vaðið í hækkunum og veitti þar með talið sveitarfélögum og fyrirtækjum ákveðna fjarvistarsönnun í sínum hækkunum, eins og við sjáum nú,“ sagði hún. 

Hún spurði hverjir það væru sem borguðu fyrir þetta. „Það eru auðvitað fyrst og fremst heimilin í landinu sem borga brúsann. Við þessum hækkunum var hins vegar ítrekað varað af hálfu launþegahreyfinganna, Samtaka atvinnulífsins og Neytendasamtakanna en á þau var ekkert hlustað hér fyrir jól. Á sama tíma þá fellur ríkisstjórnin frá því að hækka gjöld á fiskeldisfyrirtækin á næsta ári eins og fyrirhugað var.“ 

Þorgerður Katrín sagði jafnframt að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hefði sent „bara eitt bréf“ og mótmælt – og það hefði dugað fyrir ríkisstjórnina. „Breiðu bökunum er hlíft en heimilunum ekki. Það er auðvitað ekkert sem kemur hér á óvart. Við hljótum því að spyrja hvort ríkisstjórnin hafi ekki örugglega á fundum sínum rætt um þessa stöðu núna á markaði, hvað hún geti gert fyrir heimilin í landinu, eitthvað sem stemmir stigu til að mynda við síhækkandi verði á matarkörfunni, einum stærsta útgjaldalið íslenskra heimila. Við hljótum að spyrja hvað ríkisstjórnin ætli að gera til að spyrna við verðbólgunni og taka um leið á þeim hluta sem ríkisstjórnin getur raunverulega haft áhrif á.“

Þá spurði hún hver skilaboð ríkisstjórnarinnar til heimilanna væru. „SFS sendi eitt bréf á ríkisstjórnina og hún brást við. Hvað þurfa íslensk heimili að senda mörg bréf til ríkisstjórnarinnar svo að hún bregðist við? Hvert er planið?“

Íslendingar hafi meiri reynslu af því að takast á við verðbólgu en flest nágrannaríkin

Katrín svaraði og sagði að verðbólga væri eitt brýnasta málið sem þau væru að takast á við núna eins og aðrar ríkisstjórnir á Vesturlöndum. „Við erum að glíma við mestu verðbólgu sem sést hefur um árabil víðast hvar annars staðar, en við Íslendingar höfum kannski meiri reynslu af því að takast á við verðbólgu en flest nágrannaríki okkar.“

Ráðherrann sagði að ekki væri hægt að líta fram hjá því að allar þessar staðreyndir hefðu legið fyrir þegar ríkisstjórnin gekk frá fjárlögum og tekjubandormi fyrir áramót. „Við gerðum okkur algjörlega grein fyrir því að þetta hefði áhrif á verðbólgu. Það breytir því ekki að þessir tekjustofnar hafa rýrnað að raunvirði á undanförnum árum vegna þess að við höfum verið að halda hækkunum á þeim í algeru lágmarki. Við höfum verið mjög hófstillt í hækkun þessara gjalda og ég tel ekki að það sé réttlætanlegt að þeir rýrni meira við þær aðstæður sem eru uppi.“

Katrín JakobsdóttirForsætisráðherra segir að hækkun á áfengis- og tóbaksgjaldi sé ekki eini sökudólginn í aukinni verðbólgu – Það sé „vægast sagt einföldun“.

Hún vildi einnig minna Þorgerði Katrínu á að tekjur af skattlagningu ökutækja og eldsneytis hefðu lækkað á undanförnum árum samhliða breyttri samsetningu bílaflotans. 

„Það skiptir auðvitað máli að við horfum til þess til lengri tíma að fleiri bílnotendur og bíleigendur taki þátt í að greiða fyrir notkun á vegakerfinu. Breytingin á gjaldtöku, á krónutölugjöldum, af áfengi, tóbaki og eldsneyti er ætlað að hafa haft um það bil 0,2 prósent áhrif til hækkunar á vísitölu neysluverðs. Við megum ekki gleyma að setja þetta í samhengi við þá staðreynd, af því að hér er talað um álögur á almenning, að þessi ríkisstjórn beitti sér fyrir lækkun tekjuskatts á tekjulægstu einstaklingana sem er eitthvað sem munar raunverulega um fyrir þann hóp.

Hvað varðar verðbólguna sjálfa þá er hún á breiðum grunni. Eins og ég segi, þetta er eitt stærsta verkefnið til að takast á við. En það að benda á hækkun á áfengis- og tóbaksgjaldi sem eina sökudólginn í þessu, það er vægast sagt einföldun,“ sagði ráðherrann. 

Vill setja meiri byrðar á „breiðu bökin“ – á sjávarútveginn og fiskeldið

Þorgerður Katrín sagði í framhaldinu að ríkisstjórnin hefði kynnt fjárlagafrumvarpið í haust með því að það yrði viðspyrna gegn verðbólgu og treysta ætti kaupmáttinn. 

„Forsætisráðherra kemst ekki hjá því að átta sig á því að hækkanir ríkisstjórnarinnar á bensíni, á búsinu og á búvörum ekki síst hafa leitt til þess að verðbólgan er núna að hækka en ekki lækka í mánuði sem hún alla jafna á að lækka. Ef Viðreisn hefði verið í stjórn þá hefðum við ekki verið að hækka gjöldin núna í samræmi við verðlag. 

Við hefðum sett meiri byrðar á breiðu bökin eins og sjávarútveginn og fiskeldið. Við hefðum lækkað tollana á nauðsynjavörur íslenskra heimila og hætt við sérreglur á mjólkurvöru, lagt niður verðlagsnefnd búvara og við hefðum farið í beingreiðslur til bænda. Við hefðum nýtt og við hefðum treyst á samkeppnina, treyst á frelsið í baráttunni við verðbólguna,“ sagði hún. 

Þá telur Þorgerður Katrín að auðvitað hefði strax átt að fara í það ferli að losa „kverkatakið sem íslenska krónan hefur á heimilum landsins því að annars lenda ekki bara börnin okkar heldur líka barnabörnin og barnabarnabörnin í þessum endalausa rússíbana verðbólgu og okurvaxta. Misréttið í samfélaginu mun halda áfram ef við tökum ekki á þessu þar sem heimilin á Íslandi eru sett undir það að bera upp íslensku krónuna meðan breiðu bökin og vinir ríkisstjórnarinnar fá að leika sér fyrir utan íslenska krónuhagkerfið.“

Spurði hvernig þingmaðurinn ætlaði að útskýra verðbólguna í Evrópu

Katrín svaraði aftur og sagði það kæmi henni ekki á óvart að þingmaðurinn ræki þetta allt saman til íslensku krónunnar og þætti henni gaman að fá að eiga sérstaka umræðu um það hvernig Þorgerður Katrín skýrði þá verðbólguna í Evrópu. 

„Verðbólguna í löndunum í kringum okkur þar sem hún er víðast hvar hærri þrátt fyrir að þau lönd séu ekki með hina stórhættulegu íslensku krónu. Við getum ekki skellt skuldinni af verðbólgunni á íslensku krónuna. Við verðum líka að átta okkur á því að ríkisstjórnin var með aðgerðir gegn þenslu í fjárlagafrumvarpinu, nákvæmlega eins og kynnt var og ég þakka háttvirtum þingmanni fyrir að vekja athygli á því, með ákveðnu aðhaldi og með ákveðinni tekjuöflun.“ 

Ráðherrann sagði jafnframt að ríkisstjórnin hefði gripið til aðgerða til að verja tekjulægstu hópana fyrir áhrifum verðbólgunnar. „Ég þarf ekkert að minna hér á húsnæðisstuðninginn, ég þarf ekki að minna á hvernig við gripum strax inn í til að verja kjör þeirra sem fá greiðslur úr almannatryggingum þannig að það er alveg ljóst að við höfum verið á vaktinni. Því er núna spáð að verðbólgan hjaðni á árinu. Það er auðvitað risastórt verkefni fyrir okkur öll, ekki bara okkur hér heldur líka á vinnumarkaði, að allt geti gengið upp til þess að svo megi verða því að verðbólgan er auðvitað stærsti óvinur almennings í landinu.“

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Siggi Rey skrifaði
    Þetta er ekkert nýtt hjá frúnni þessari! Hagsmunsamtök Heimlana hafa lengi bent á að heimilin borgi ætíð brúðan. Sama hvað1’!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er náttúrlega gangandi kraftaverk“
6
Viðtal

„Ég er nátt­úr­lega gang­andi krafta­verk“

Þeg­ar Thelma Björk Jóns­dótt­ir fata­hönn­uð­ur, jóga- og hug­leiðslu­kenn­ari og þriggja barna móð­ir, fann fyr­ir hnúð í öðru brjóst­inu fékk hún ekki að fara strax í skimun. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar greind­ist hún með mein­vörp í bein­um, sem hald­ið er niðri með lyfj­um. Hún seg­ir vald­efl­andi að eiga þátt í eig­in bata, með heild­rænni nálg­un og já­kvæðu hug­ar­fari. Hún seg­ir frá þessu, stóru ást­inni og gjöf­inni sem fólst í því að eign­ast barn með downs-heil­kenni.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár