Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Bakabaka

Sófa­kartafl­an held­ur áfram að stara á sjón­varp­ið og rýna þannig í heim­inn – og sjón­varps­efni.

Bakabaka

Jahérna. Bara komin önnur þáttaröð af Bake Squad? Skyldu þau vera jafnpeppuð og síðast? Almáttugur minn, já. Mikið svakalega eru þau enn þá spræk. Þetta minnir mig á þegar ég vann hjá ÍTR og hataði fólk. Ekki allt fólk. Bara hresst fólk. Ég sat í móttökunni eins og skolhærð Wednesday Addams og ranghvolfdi augunum framan í gesti og gangandi, sér í lagi ef einhver dirfðist að brosa eða reyndi að segja eitthvað sniðugt. Einn af þeim fáu sem ég lét ekki fara í taugarnar á mér var meindýraeyðirinn sem kom og veiddi rottuna í kjallaranum á Tónabæ. Samúð hans með dauða nagdýrinu var hjartnæm.

Bökunargengið er ekki hjartnæmt. Fjórir þátttakendur með sætindasérþekkingu eru samankomnir á gerviáhorfendapöllum. Fyrir framan þau stendur kona sem gengur undir nafninu Chef Christine eða Krissa kokkur. Hennar starf er að hvetja sérfræðingana áfram, redda þeim einhverju dóti eins og kökuskrautsfallbyssum og láta þetta líta út eins og allt sé ekki fyrirfram ákveðið. Í hverjum þætti birtist Krissa með einstaklinga sem þjást af eftirréttaskorti og bökunargengið reynir að hjálpa þeim með því að gera besta kökulistaverkið fyrir veislu skjólstæðinganna. Gengið eru eftirfarandi aðilar: Súkkulaðidrengurinn Gonzo frá Patagóníu. Hann er virkilega peppaður einstaklingur. Frakkinn Christophe er sykurgerðarsjónhverfingameistari með þykkan franskan hreim. Hann er það hress að ég efast um að hann hafi nokkurn tímann búið í Frakklandi.

Maya-Camille, ég veit ekki í hverju hún sérhæfir sig öðru en ofmetnaði og tímastjórnun, hún er ansi bísperrt af peppi. Svo er það kökudrottningin sjálf, Ashley hin eldhressa. Ég fæ á tilfinninguna að hún hafi verið best í djassballett í æsku en tekið u-beygju þegar unglingsárin helltust yfir. Hún hefur á sér eins konar Kaffibarsblæ.

En hvaðan kemur allt þetta hatur sem ég spúi nú yfir þennan dálk? Æi, ætli ég hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum með þættina. Mig minnti að þetta hefði verið skemmtilegra. Er reiði ekki oftast önnur birtingarmynd af sorg?

Þarf allan hressleikann, stressandi tónlistina og innslög af bökurunum að sveifla nammi á milli atriða? Ég skil ekki af hverju fólkið fær ekki bara að sýna hæfileika sína í friði. En það er ekki við fjórmenningana að sakast. Einhver hærra settur, sem kemur að gerð þáttanna (kannski Krissa kokkur) er með hópeflissvipuna á lofti og er sífellt að krefja þetta sómafólk um meira pepp og ekki vilja þau missa vinnuna. Ég sé það í augunum á þeim að þau vilja bara bræða súkkulaði, smyrja kökur með kremi og fá að einbeita sér. Ekki keppa við klukkuna, ekki taka þátt í niðurlægjandi en upplýsandi samtölum við Krissu kokk til að tregustu áhorfendurnir skilji hvað sé um að vera, ekki vera hafnað af mæðrum fjórtán ára barna þegar þær velja ekki súkkulaðieldflaugina sem þau eyddu mörgum klukkutímum í að gera. Munurinn á Bake Squad og öðrum baksturskeppnum er sá að þetta er ekki hefðbundin útsláttarkeppni. Hér eru alltaf sömu fjóru keppendurnir og einu verðlaunin sem eru í boði er polaroid-mynd af sigurvegaranum. Í lokin samgleðjast þau og gíra sig upp í að mæta æst til leiks í næstu viku.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sófakartaflan

Mest lesið

Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
1
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
5
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
5
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár