Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Stjórn Eflingar lýsir yfir vantrausti á ríkissáttasemjara

Í álykt­un stjórn­ar Efl­ing­ar seg­ir að rík­is­sátta­semj­ari hafi gert grófa til­raun til að svipta fé­lags­menn Efl­ing­ar samn­ings­rétti sín­um. Hann hafi ekki sýnt minnsta áhuga á að kynna sér rök­semd­ir samn­inga­nefnd­ar Efl­ing­ar í yf­ir­stand­andi kjara­deilu.

Stjórn Eflingar lýsir yfir vantrausti á ríkissáttasemjara
Efling Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Stjórn Eflingar samþykkti á fundi sem haldinn var í dag ályktun sem felur í sér að vantrausti er lýst á Aðalstein Leifsson ríkissáttasemjara. Það er gert í kjölfar þess að hann lagði fram miðlunartillögu í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) sem felur í sér að allir félagsmenn Eflingar á almennum vinnumarkaði muni greiða atkvæði um kjarasamning sambærilegan þeim sem önnur fé­lög Starfsgreinasambandsins hafa þeg­ar und­ir­rit­að. 

Í ályktuninni fordæmis stjórn Eflingar vinnubrögð Aðalsteins og segja hann ekki hafa sýnt minnsta áhuga á því að kynna sér, greina eða taka mark á röksemdum samninganefndar Eflingar í deilunni. „Algjör vanræksla ríkissáttasemjara á því að hafa röksemdir samninganefndar Eflingar til nokkurrar hliðsjónar er nú öllum almenningi ljós í miðlunartillögu sem hann lagði fram í morgun. Með miðlunartillögunni á að þröngva kjarasamningi Starfsgreinasambandsins og SA upp á félagsfólk Eflingar, þrátt fyrir að samninganefnd Eflingar hafi ítrekað komið því með málefnalegum hætti á framfæri að sá samningur mætir ekki þörfum félagsfólks og tekur ekki tillit til aðstæðna þeirra. Sá samningur sem ríkissáttasemjari ætlar sér að neyða upp á félagsfólk Eflingar myndi hafa þær afleiðingar að stórir hópar félagsfólk fengju að meðaltali allt að 20 þúsund lægri hækkanir en félagsmannahópur SGS félaganna.“

Efling segir ríkissáttasemjara hafa nú gert grófa tilraun til að svipta Eflingu sjálfstæðum samningarétti sínum. „Sú miðlunartillaga sem hann hefur lagt fram er að mati stjórnar Eflingar ólögmæt. Engin tilraun var gerð af hálfu ríkissáttasemjara til að ræða tillöguna við formann eða samninganefnd félagsins. Formanni Eflingar var einfaldlega afhent tillagan um það bil klukkutíma áður en ríkissáttasemjari hélt sérstakan blaðamannafund til að upplýsa um hana.“

Ríkissáttasemjari hafi með vinnubrögðum sínum ekki aðeins svívirt allar hefðir í samskiptum aðila vinnumarkaðarins og unnið orðspori embættisins skaða, heldur hafi hann beinlínis brotið ákvæði laga um stéttarfélög og vinnudeilur, þar sem skýrt sé kveðið á um samráð og rými til athugasemda þegar gripið sé til þess neyðarúrræðis sem miðlunartillaga er. „Með hliðsjón af ofangreindu lýsir stjórn Eflingar vantrausti á ríkissáttasemjara.“

Fram kom í frétt RÚV í dag að ríkissáttasemjari vísi fullyrðingum um ólögmæti miðlunartillögu hans í kjaradeilu Eflingar og SA á bug. Hann segir deiluaðila ekki hafa íhlutunarrétt eða neitunarvald um tillöguna. Þá segir hann af og frá að verið sé að þröngva samningi SA upp á félagsmenn Eflingar.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Það hvergi skrifað í lög að verkalýðsfélagi beri skylda til þess að afhenda ríkissátta-semjara félagaskrá. Heldur ekki á síðu ríkissáttasemjara. Síðan má auðvitað spyrja sig af hvort slíkt sé leyfilegt þegar tekið er tillit til persónuverndarlaga
    0
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Sátti, öllu trausti rúinn

    Vandi fylgir vegsemd hverri

    Nú er það ljóst sem mörgum hefur fundist að undanförnu að þessi aðili sem ráðinn hefur verið sáttasemjari væri ekki hlutlaus í vinnudeilum sem hann á að vera samkvæmt lögum.

    Hefur hann nú brugðist því trausti því sem nauðsynlegt að slíkur aðili verður að hafa frá öllum aðilum sem koma að kjarasamningagerð. Til að geta verið sáttasemjari.

    Honum hefur ekki tekist að vera sáttasemjari og sætta sjónarmið Eflingu og samtaka atvinnurekenda um ákveðna lausn á kjarasamningi.

    Þetta sem maðurinn kallar miðlunartillögu sem er ekki slík málamiðlun.

    Er með rétti gæti talist vera miðlunartillaga þar sem farið er bil beggja aðila heldur leggur hann fram óbreytt tilboð samtaka atvinnurekenda eins það hefur verið undanfarna daga.

    Tilboð sem Efling hefur hafnað.

    Hér er ruðst fram með valdboði og það gert án þess að fullreynt hafi verið með að ná samningum. Hér er gerð atlaga að lagalegum rétti Eflingar til að takast á við hrikalegt vandamál nær helmings félaga Eflingar sem er á leigumarkaði.

    Þótt að í fljótu bragði væri hægt að álykta sem svo að samtök atvinnurekenda fagnaði þessum tilburðum sáttasemjara.

    En það getur varla verið því gangi vilji sáttasemjara eftir munu samskipti þessara aðila verða hin grimmustu allt samningstímabilið er viðheldur einnig klofningi innan ASÍ og innan SGS.

    Ef þetta færi á þann veg sem sáttasemjari vonar er átök-unum bara frestað og þau verða bara enn grimmari en þau hefðu þurft að vera. Það er ekki eins og SA kýs að verði.

    Það hefur allan tíman verið augljóst að það þyrfti að koma opinberum aðilum að vandamálinu enda eru það þeir aðilar sem hafa brugðist láglaunafólki í húsnæðis-málum. Það vissu atvinnurekendur mæta vel og einnig hótelrekendur. Það vissu einnig félögin í SGS.

    Það eru einnig brýnir hagsmunir atvinnurekenda á höfuðborgarsvæðinu að þessi húsnæðismál verði leyst.

    Fram kom á fundinum að sáttasemjari hafði fyrst og fremst áhyggjur af fyrirtækjunum í ferðaþjónustu, en ekki af lífsafkomu starfsfólksins. Getur verið að kallinn sé haldinn fordómum gagnvart erlendu verkafólki?
    1
  • Anna Á. skrifaði
    Maðkur er í mysu ríkissáttasemjara.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjaradeila Eflingar og SA

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu