Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stjórn Eflingar lýsir yfir vantrausti á ríkissáttasemjara

Í álykt­un stjórn­ar Efl­ing­ar seg­ir að rík­is­sátta­semj­ari hafi gert grófa til­raun til að svipta fé­lags­menn Efl­ing­ar samn­ings­rétti sín­um. Hann hafi ekki sýnt minnsta áhuga á að kynna sér rök­semd­ir samn­inga­nefnd­ar Efl­ing­ar í yf­ir­stand­andi kjara­deilu.

Stjórn Eflingar lýsir yfir vantrausti á ríkissáttasemjara
Efling Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Stjórn Eflingar samþykkti á fundi sem haldinn var í dag ályktun sem felur í sér að vantrausti er lýst á Aðalstein Leifsson ríkissáttasemjara. Það er gert í kjölfar þess að hann lagði fram miðlunartillögu í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) sem felur í sér að allir félagsmenn Eflingar á almennum vinnumarkaði muni greiða atkvæði um kjarasamning sambærilegan þeim sem önnur fé­lög Starfsgreinasambandsins hafa þeg­ar und­ir­rit­að. 

Í ályktuninni fordæmis stjórn Eflingar vinnubrögð Aðalsteins og segja hann ekki hafa sýnt minnsta áhuga á því að kynna sér, greina eða taka mark á röksemdum samninganefndar Eflingar í deilunni. „Algjör vanræksla ríkissáttasemjara á því að hafa röksemdir samninganefndar Eflingar til nokkurrar hliðsjónar er nú öllum almenningi ljós í miðlunartillögu sem hann lagði fram í morgun. Með miðlunartillögunni á að þröngva kjarasamningi Starfsgreinasambandsins og SA upp á félagsfólk Eflingar, þrátt fyrir að samninganefnd Eflingar hafi ítrekað komið því með málefnalegum hætti á framfæri að sá samningur mætir ekki þörfum félagsfólks og tekur ekki tillit til aðstæðna þeirra. Sá samningur sem ríkissáttasemjari ætlar sér að neyða upp á félagsfólk Eflingar myndi hafa þær afleiðingar að stórir hópar félagsfólk fengju að meðaltali allt að 20 þúsund lægri hækkanir en félagsmannahópur SGS félaganna.“

Efling segir ríkissáttasemjara hafa nú gert grófa tilraun til að svipta Eflingu sjálfstæðum samningarétti sínum. „Sú miðlunartillaga sem hann hefur lagt fram er að mati stjórnar Eflingar ólögmæt. Engin tilraun var gerð af hálfu ríkissáttasemjara til að ræða tillöguna við formann eða samninganefnd félagsins. Formanni Eflingar var einfaldlega afhent tillagan um það bil klukkutíma áður en ríkissáttasemjari hélt sérstakan blaðamannafund til að upplýsa um hana.“

Ríkissáttasemjari hafi með vinnubrögðum sínum ekki aðeins svívirt allar hefðir í samskiptum aðila vinnumarkaðarins og unnið orðspori embættisins skaða, heldur hafi hann beinlínis brotið ákvæði laga um stéttarfélög og vinnudeilur, þar sem skýrt sé kveðið á um samráð og rými til athugasemda þegar gripið sé til þess neyðarúrræðis sem miðlunartillaga er. „Með hliðsjón af ofangreindu lýsir stjórn Eflingar vantrausti á ríkissáttasemjara.“

Fram kom í frétt RÚV í dag að ríkissáttasemjari vísi fullyrðingum um ólögmæti miðlunartillögu hans í kjaradeilu Eflingar og SA á bug. Hann segir deiluaðila ekki hafa íhlutunarrétt eða neitunarvald um tillöguna. Þá segir hann af og frá að verið sé að þröngva samningi SA upp á félagsmenn Eflingar.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Það hvergi skrifað í lög að verkalýðsfélagi beri skylda til þess að afhenda ríkissátta-semjara félagaskrá. Heldur ekki á síðu ríkissáttasemjara. Síðan má auðvitað spyrja sig af hvort slíkt sé leyfilegt þegar tekið er tillit til persónuverndarlaga
    0
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Sátti, öllu trausti rúinn

    Vandi fylgir vegsemd hverri

    Nú er það ljóst sem mörgum hefur fundist að undanförnu að þessi aðili sem ráðinn hefur verið sáttasemjari væri ekki hlutlaus í vinnudeilum sem hann á að vera samkvæmt lögum.

    Hefur hann nú brugðist því trausti því sem nauðsynlegt að slíkur aðili verður að hafa frá öllum aðilum sem koma að kjarasamningagerð. Til að geta verið sáttasemjari.

    Honum hefur ekki tekist að vera sáttasemjari og sætta sjónarmið Eflingu og samtaka atvinnurekenda um ákveðna lausn á kjarasamningi.

    Þetta sem maðurinn kallar miðlunartillögu sem er ekki slík málamiðlun.

    Er með rétti gæti talist vera miðlunartillaga þar sem farið er bil beggja aðila heldur leggur hann fram óbreytt tilboð samtaka atvinnurekenda eins það hefur verið undanfarna daga.

    Tilboð sem Efling hefur hafnað.

    Hér er ruðst fram með valdboði og það gert án þess að fullreynt hafi verið með að ná samningum. Hér er gerð atlaga að lagalegum rétti Eflingar til að takast á við hrikalegt vandamál nær helmings félaga Eflingar sem er á leigumarkaði.

    Þótt að í fljótu bragði væri hægt að álykta sem svo að samtök atvinnurekenda fagnaði þessum tilburðum sáttasemjara.

    En það getur varla verið því gangi vilji sáttasemjara eftir munu samskipti þessara aðila verða hin grimmustu allt samningstímabilið er viðheldur einnig klofningi innan ASÍ og innan SGS.

    Ef þetta færi á þann veg sem sáttasemjari vonar er átök-unum bara frestað og þau verða bara enn grimmari en þau hefðu þurft að vera. Það er ekki eins og SA kýs að verði.

    Það hefur allan tíman verið augljóst að það þyrfti að koma opinberum aðilum að vandamálinu enda eru það þeir aðilar sem hafa brugðist láglaunafólki í húsnæðis-málum. Það vissu atvinnurekendur mæta vel og einnig hótelrekendur. Það vissu einnig félögin í SGS.

    Það eru einnig brýnir hagsmunir atvinnurekenda á höfuðborgarsvæðinu að þessi húsnæðismál verði leyst.

    Fram kom á fundinum að sáttasemjari hafði fyrst og fremst áhyggjur af fyrirtækjunum í ferðaþjónustu, en ekki af lífsafkomu starfsfólksins. Getur verið að kallinn sé haldinn fordómum gagnvart erlendu verkafólki?
    1
  • Anna Á. skrifaði
    Maðkur er í mysu ríkissáttasemjara.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjaradeila Eflingar og SA

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
2
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
3
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
6
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár