Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Útgerð og sjómenn fái meira í sinn hlut til að draga úr brottkasti

Hvat­ar til þess að landa afla sem tal­inn er „óæski­leg­ur“ eru ófull­nægj­andi og valda brott­kasti á fiski. Eft­ir­lit sýn­ir að brott­kast á sér stað í tölu­verðu mæli á Ís­lands­mið­um þvert á það sem for­svars­menn út­gerð­ar­inn­ar höfðu áð­ur hald­ið fram.

Útgerð og sjómenn fái meira í sinn hlut til að draga úr brottkasti
Brottkast Lagðar eru til leiðir til að takast á við brottkast í bráðabirgðatillögum starfshópa Auðlindarinnar okkar. Mynd: Landhelgisgæslan

Viðurkennt er í bráðabirgðaniðurstöðum starfshópa Auðlindarinnar okkar að brottkast á fiski eigi sér stað í íslenskri landhelgi. Umfang þess sé hins vegar óljóst. Hvatar til að koma með þann afla sem er talinn „óæskilegur“, og er í einhverju mæli fleygt aftur í sjóinn, eru ófullnægjandi og við því verður að bregðast. Búa þarf til hvata sem tryggja að allur afli komi að landi en á sama tíma má ekki hvetja til þess að skip veiði umfram aflaheimildir.

Fiskistofa hóf eftirlit, með drónum, með brottkasti í byrjun árs 2021. Í svari Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra við fyrirspurn þar um, í apríl á síðasta ári, kom fram að brottkasts hefði orðið vart hjá um 40 prósentum allra þeirra báta sem Fiskistofa hefði flogið yfir síðan drónaeftirlitið hófst. Hlutfallið væri óháð tegund veiðarfæra, en tilgreint var að aðeins lítill hluti drónaeftirlitsins hefði farið fram yfir stærri skipum, fjarri landi.

„Brottkast því metið óverulegt“
Fiskistofa
í svari sínu um mat á brottkasti áður en drónaeftirlit hófst

Í svari ráðherra er vísað til upplýsinga frá Fiskistofu. Kemur þar fram að fyrir þann tíma að drónaeftirlitið hófst hafi brottkastsmál verið fá, alla jafna innan við tíu á ári. Samkvæmt Fiskistofu var „brottkast því metið óverulegt“. Árið 2021, eftir að drónaeftirlit hófst, voru brottkastsmál hins vegar um 140 talsins. Uppgötvuðust þau því sem næst öll við drónaeftirlit.

Allverulegt brottkastLjóst er, eftir að eftirlit með drónum hófst, að brottkast fisks á Íslandsmiðum er verulegt.

Fiskistofa metur það því svo nú að umfang ólöglegs brottkasts á miðunum sé allnokkurt, og mun meira en áður hafði verið talið. Ekki eru til tölfræðigreiningar að svo komnu máli til að meta magn þess, þó unnið sé að að því að finna leiðir til þess, en tilgreint er að brottkast hafi mælst allt upp í 27 prósent af heildarafla eins báts í stakri veiðiferð.

Hvað er óverulegt brottkast?

Í ljósi þess hvernig svarið er orðað, að Fiskistofa hafi metið brottkast óverulegt áður en drónaeftirlit hófst, þá hlýtur að þurfa að velta fyrir sér hvað teljist óverulegt. Hafrannsóknarstofnun rannsakar brottkast og í rannsókn stofnunarinnar fyrir árið 2015 var brottkast á ýsu og þorski talið hafa numið 3.200 tonnum, hið mesta í áratug. Brottkast togaraflotans einvörðungu hafi það ár, aðeins á þorski, numið um 1.400 tonnum. Það þýðir að árið 2015 var milljón þorskum hent fyrir borð eftir að hafa komið upp á dekk á togurum Íslendinga. Hvort það geti talist óverulegt er matsatriði.

„Það hefur aldrei verið hægt að fara á sjó og fiska bara eina tegund af fiski“
Þórhallur Ottesen
fyrrverandi eftirlitsmaður og deildarstjóri hjá Fiskistofu

Í umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks árið 2017 var birt myndefni af brottkasti um borð í togaranum Kleifabergi, sem tekið var á árunum 2008 til 2011. Á því sást hvernig þorski undir ákveðinni stærð og meðafla á karfaveiðum var hent, rétt eins og mörgum tonnum af makríl.

Myndefnið var aðeins staðfesting á því sem allir máttu vita, að brottkast hafi tíðkast árum saman. „Það hefur aldrei verið hægt að fara á sjó og fiska bara eina tegund af fiski,“ sagði Þórhallur Ottesen, sem starfaði sem eftirlitsmaður og síðar deildarstjóri landeftirlits Fiskistofu í rúm 20 ár í viðtali við Kveik. Þar nefndi Þórhallur dæmi, meðal annars um grásleppubáta sem aldrei hefðu landað öðru en grásleppu, aldrei gert grein fyrir meðafla. Allt þar til eftirlitsmenn hefðu farið út með bátunum. Eitt dæmi var um bát sem fékk sjö tonn af þorski í einni veiðiferð en hafði aldrei áður landað þorski. Annað dæmi var um bát þar sem í netinu voru, þegar það var dregið um borð, sautján selir og fjöldi fugla, þar á meðal alfriðuð tegund. Þegar sjómaðurinn var spurður hvers vegna hann hefði aldrei áður gert grein fyrir meðafla sagði hann að um væri að ræða hreina tilviljun.

„Af þess­um sök­um eru eng­ir hvat­ar leng­ur til staðar til að ástunda brott­kast“
Heiðrún Lind Marteinsdóttir
Framkvæmdastjóri SFS, árið 2017

Í yfirlýsingu frá Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), var harmað að ekki hefði verið leitað til SFS eða annarra hagsmunasamtaka við umfjöllun Kveiks og þeirra sjónarmiða leitað. Heiðrún rakti þá söguskýringu SFS að með upptöku kvótakerfisins hefði umgengni um sjávarauðlindir orðið mun betri en áður var, og með samhæfðum hvötum og markmiðum, þar sem grundvallarþáttur hafi verið framsal aflaheimilda, hefði tekist að snúa við blaðinu. Með því að hægt væri að sækja aflaheimildir á markaði, færa milli tegunda eða nýta VS-afla, væru málin leyst. „Af þess­um sök­um eru eng­ir hvat­ar leng­ur til staðar til að ástunda brott­kast,“ sagði í yfirlýsingunni.

Litlar áhyggjurHeiðrún Lind taldi óþarfa að hafa miklar áhyggjur af brottkasti árið 2017.

Þá væri, að sögn Heiðrúnar Lindar, staðfest í skýrslum Hafrannsóknarstofnunar að vel hefði tekist til að draga úr brottkasti. Að öllu því virtu sem hér hef­ur verið farið yfir þá ligg­ur fyr­ir að áhyggj­ur ein­stakra aðila, sem sett­ar voru fram í frétta­skýr­ing­arþætt­in­um Kveik, eru að mestu óþarfar.“

Hærra hlutfall renni til útgerðar og sjómanna

Samkvæmt lögum um umgengni nytjastofna sjávar er meginreglan sú að hirða skuli og landa öllum afla sem kemur í veiðarfæri. Þó eru á þessu undantekningar, settar með reglugerðum, sem snúa að því að sleppa megi lífvænlegum fiski af ákveðnum tegundum, lúðu, hlýra, grásleppu og háfi, hámeri og beinhákarli. Þá er einnig heimilt að varpa frá borði fisktegundum sem ekki eru taldar hafa verðgildi.

Í núgildandi fiskveiðikerfi eru ákveðin úrræði til staðar til að draga úr brottkasti. Þannig er heimilt að landa lágu hlutfalli afla án þess að hann dragist frá aflamarki skipa, svokölluðum VS-afla. Bjóða skal aflann upp og selja á fiskmarkaði. Útgerðin fær í sinn hlut 20 prósent af andvirðið aflans sem skiptist milli útgerðar og áhafnar en ríkissjóður fær í sinn hlut 80 prósent, að frádregnum kostnaði.

Í tillögum starfshópa Auðlindarinnar okkar kemur fram að hvatar séu til staðar fyrir brottkast, þar sem kostnaður við að koma með aflann að landi geti verið svo hár að það borgi sig ekki. Aflinn sé mögulega verðlítill, útheimti vinnu og kostnaður vegna hafnargjalda eða jafnvel förgunar geti komið til, meðal annars.

Lagt er til að reglur um VS-afla verði rýmkaðar og að hærra hlutfall af andvirði aflans renni til útgerðar og sjómanna. Þá verði yfirvöld að tryggja að VS-afli skapi útgerðum ekki kostnað umfram tekjur. Að sama skapi verði útgerðum gert skylt að sýna fram á, með fullnægjandi hætti, að öllum afla hafi sannanlega verið landað. Til sé tækni sem geti tryggt fullkomið eftirlit í skipum, við löndun og vinnslu.

Samræma þurfi vigtun, loksins

Þá er einnig fjallað um vigtun afla sem berst að landi í tillögunum. Þar er lagt til að framkvæmd við vigtun verði samræmd, en svo ótrúlegt sem það má virðast er því ekki að heilsa í dag.

Í viðtali við Kveik árið 2017 benti Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, á að slík ákvæði, um samræmda vigtun vantaði einfaldlega í íslensk lög. „Það er engin ein aðferð sem er gúdderuð af stjórnvöldum eða Fiskistofu, heldur mega menn svona nánast ráða því hvaða aðferð er notuð til að vigta aflann,“ sagði Valmundur.

„Það er, já, nánast vonlaust“
Eyþór Björnsson
þáverandi Fiskistofustjóri, árið 2017, um möguleikana á að sanna að svindlað væri á vigt

Þórhallur Ottesen sagði í sömu umfjöllun að vigtun eins og hún væri framkvæmd hér á landi þekktist hvergi annars staðar. Hann nefndi að eftirlitsmenn hefðu fylgst með löndun úr uppsjávarskipi. Í eftirlitsskýrslu vor bornar saman tvær landanir úr sama skipi, þar sem aflamagn átti í báðum tilvikum að vera um 1.700 tonn en reyndist mun meira í það sinn sem eftirlitsmaður var viðstaddur löndun, um 300 tonnum meira.

Eyþór Björnsson, þáverandi Fiskistofustjóri, sagði þá að algengast væri að afli væri vigtaður þegar búið væri að eiga við hann. „Það er, já, nánast vonlaust. Já,“ sagði Eyþór þegar hann var spurður hvort vonlaust væri fyrir Fiskistofu að sanna hvort verið væri að svindla við vigtun.

 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Tillögur Auðlindarinnar okkar

Starfshópar Svandísar leggja til að auðlindaákvæði verði lögfest í stjórnarskrá
ÚttektTillögur Auðlindarinnar okkar

Starfs­hóp­ar Svandís­ar leggja til að auð­linda­ákvæði verði lög­fest í stjórn­ar­skrá

Hóp­arn­ir sem mat­væla­ráð­herra skip­aði til að end­ur­skoða sjáv­ar­út­vegs­kerf­ið hafa skil­að bráða­birgðanið­ur­stöð­um. Þeir ætla að skila end­an­leg­um nið­ur­stöð­um í maí. Á með­al þeirra breyt­inga sem þeir leggja til er að skrá öll við­skipti með kvóta í op­inn gagna­grunn, að hækka eða breyta inn­heimtu auð­linda­gjalda og ráð­ast í breyt­ing­ar á skil­grein­ing­um á tengd­um að­il­um.
Byggðakvóti fari þangað „sem veiðar og vinnsla eiga framtíð fyrir sér“
FréttirTillögur Auðlindarinnar okkar

Byggða­kvóti fari þang­að „sem veið­ar og vinnsla eiga fram­tíð fyr­ir sér“

Í til­lög­um starfs­hópa Auð­lind­ar­inn­ar okk­ar er gert ráð fyr­ir að al­menn­ur byggða­kvóti verði af­lagð­ur. Hon­um verði í þess stað bætt við strand­veið­ar og sér­tæk­an byggða­kvóta. Sér­tæk­um byggða­kvóta verði ráð­staf­að á færri staði en nú og Byggða­stofn­un leggi mat á hvaða svæði eigi fram­tíð fyr­ir sér í veið­um og vinnslu.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
4
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár