Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Fiskistofa tilkynni útgerðunum þegar hún ætlar í eftirlitsflug

At­vinnu­vega­nefnd vill gera Fiski­stofu skylt að til­kynna um það þeg­ar hún send­ir eft­ir­lits­dróna á loft. Fjöldi mála sem varða brott­kast á ís­lensk­um fiski­skip­um hef­ur marg­fald­ast með til­komu eft­ir­lits­ins. Per­sónu­vernd sjó­manna ræð­ur mestu um breyt­ing­arn­ar sem nú eru boð­að­ar.

Fiskistofa tilkynni útgerðunum þegar hún ætlar í eftirlitsflug
Verðmæti Brottkast virðist algengt um borð í íslenskum fiskiskipum. Þessir náðust á mynd í eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar árið 2019. Mynd: Landhelgisgæslan

Fiskistofa þarf að láta vita þegar hún setur á loft eftirlitsdróna til að fylgjast með ólöglegu brottkasti, nái tillaga atvinnuveganefndar fram að ganga.  Þetta er meðal þeirra breytinga sem meirihluti nefndarinnar leggur til við frumvarp Svandísar Svavarsdóttur sjávarútvegsráðherra. Fiskistofa hefur notað dróna til að fylgjast með brottkasti undanfarin misseri og hefur það eftirlit leitt í ljós að brottkast, sem er ólöglegt, er mun algengara en stofnunin hafði áður haldið fram. 

Meirihluti nefndarinnar, með Stefán Vagn Stefánsson, þingmann Framsóknarflokksins, í fararbroddi rökstyður breytinguna í nefndaráliti. Þar segir að athugasemdir hafi verið gerðar við eftirlit Fiskistofu og að gengið væri of nærri friðhelgi einkalífs einstaklinga með leynilegri vöktun á bátum og skipum. Nefndin hafi rætt sína á milli hvort ekki væri hægt að tilkynna um það þegar eftirlitið setti dróna í loftið en á móti hafi verið bent á að slík tilkynningarskylda gæti dregið úr fælingarmætti og markmiðum eftirlitsins. 

„Meiri hlutinn bendir hins vegar á að verið sé að veita Fiskistofu heimild með lögum til að sinna eftirlitsskyldum sínum með nýrri tækni og um sé að ræða veigamikla þróun á framkvæmd eftirlits Fiskistofu. Meiri hlutinn telur því eðlilegt að stíga varlega til jarðar þegar um er að ræða nýtingu nýrrar tækni við eftirlit með fiskveiðum og telur sanngjarnt að Fiskistofa gefi út almenna tilkynningu áður en hún hefur eftirlit, t.d. á vef Fiskistofu,“ segir í álitinu. 

Aðilar í sjávarútvegi, hvort sem er Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eða Samtök smærri útgerða, hafa gert athugasemdir við eftirlitsflugið og virðist nefndin fyrst og fremst vera að koma til móts við þær með breytingunni.

Persónuvernd hafði líka gert athugasemdir við að Fiskistofu skildi falið vald til eftirlits með leynd og ef að það væri raunverulegur vilji Alþingis, að færa þeim slíkt vald, yrði að gera það með vísan til ákvæða stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs. „Að mati Persónuverndar er ekki æskilegt að stofnun sem fer ekki með lögregluvald [...] sé veitt heimild til vöktunar með leynd, sambærileg þeim heimildum sem lögregla beitir í þágu rannsóknar sakamála,“ sagði í umsögn stofnunarinnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (15)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • P
    Piotr skrifaði
    Funny thing. Telling criminals to watch their hands is just ridiculous.
    0
  • Sigurður Þór Bjarnason skrifaði
    Eitthvað verður að gera, fyrst varðskipin eru orðin ryðkláfar
    0
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Fáránlegt, sýnir hversu gafnastigið er orðið lágt. Þvælan í huga þessa fólks er ömurleg.
    1
  • Þorsteinn Aðalsteinsson skrifaði
    Gengur eftirlit með atvinnustarfsemi á friðhelgi einkalífsins?
    Hvað þýðir það líka að setja upp tilkynningu um drónaflug? Þarf að tilkynna svæði eða er nóg að segja: "dróni er í eftirlitsflugi yfir miðunum".
    0
  • Jóhann Gíslason skrifaði
    Verður tilkynningin þá svona "Kæru skipstjórnendur, vinsamlegast gerið hlé á brottkasti næsta klukkutímann við ætlum að senda dróma til að taka myndir. Biðjumst afsökunar á trufluninni"?
    3
  • PK
    Páll Kristjánsson skrifaði
    Á lögerglan þá ekki að hryngja í glæpammenn áður en hún gerir húsleit ?
    4
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    "....að gengið væri of nærri friðhelgi einkalífs einstaklinga með leynilegri vöktun á bátum og skipum."

    Svei þeim þingmönnum sem verja lögbrot!
    5
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Það er engin leynd yfir drónaeftirliti... ekki sök Fiskistofu ef menn eru svo uppteknir við brottkast að þeir taki eftir umhverfinu.

    Ja sei sei, næst fær lögreglan ákúrur fyrir að fara í eftirlitsferðir án þess að tilkynna innbrotsþjófum, drukknum ökumönnum osf. tímanlega og með leiðinni og tímanum sem eftirlitsferðirnar eru farnar. ... ef Persónuvernd fær ráðið. En þeir þurfa öngvar sérstakar heimildir fyrir eftirlitsferðir frekar en húseigandi um húsnæði sitt, á Securitas kannski líka að auglýsa eftirlitsferðir sínar... svo innmúraðir þjófar viti hvað stendur til ????

    Persónuvernd þarf á andlegri aðstoð að halda .... það er nokkuð ljóst.
    9
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Ég sá auglýsingu um Félag innbrotsþjófa :-) Núna kemur svo félag brottkastsglæpona.
    3
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Hvað með aðra brotamenn? Vilja þeir ekki fá viðvörun líka?
    5
  • HI
    Haraldur Ingvarsson skrifaði
    Snillingar :)
    2
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    "Fiskistofa tilkynni útgerðunum þegar hún ætlar í eftirlitsflug"

    BRANDARI !!! Typical Icelandic lack of professionalism !!!
    6
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Brottkast hefur viðgengist svo lengi sem elstu menn muna.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
1
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Foreldrar og fullorðið fólk lykilbreyta sem stjórnar líðan ungmenna
7
Viðtal

For­eldr­ar og full­orð­ið fólk lyk­il­breyta sem stjórn­ar líð­an ung­menna

Van­líð­an ungs fólks er að fær­ast í auk­ana og hef­ur ólík­ar birt­ing­ar­mynd­ir; allt frá óæski­legri hegð­un í skól­um til of­beld­is­hegð­un­ar og auk­inn­ar tíðni sjálfsskaða, seg­ir banda­ríski sál­fræð­ing­ur­inn Christoph­er Will­ard. Hann kenn­ir með­al ann­ars nú­vit­und og sam­kennd sem hann tel­ur að geti ver­ið sterk for­vörn.
Tugmilljónir í húfi fyrir stjórnina að kjósa ekki strax
9
Fréttir

Tug­millj­ón­ir í húfi fyr­ir stjórn­ina að kjósa ekki strax

Út­lit er fyr­ir að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir verði af meira en 170 millj­ón­um króna tóri sam­starf þeirra ekki fram yf­ir ára­mót. Greiðsl­ur úr rík­is­sjóði upp á 622 millj­ón­ir skipt­ast á milli flokka eft­ir at­kvæða­fjölda í kosn­ing­um. Stuðn­ing­ur við stjórn­ar­flokk­ana þrjá hef­ur hrun­ið og það gæti stað­an á banka­reikn­ing­um þeirra líka gert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
4
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
5
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
6
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu