Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Konur eða kvár verði þriðji hver skipverji

Finna á út­gerð sem er til­bú­in að gera út tog­ara þar sem að lág­marki þriðj­ung­ur skip­verja eru kon­ur eða kvár sam­kvæmt til­lög­um Auð­lind­ar­inn­ar okk­ar. Mik­ið skort­ir á þeg­ar kem­ur að jafn­rétt­is­mál­um í sjáv­ar­út­vegi.

Konur eða kvár verði þriðji hver skipverji
Verða að taka sig á Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastýra SFS, segir að sjávarútvegurinn verði að taka sér tak í jafnréttismálum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Í tillögum starfshópa Auðlindarinnar okkar er lagt til að ýtt verði úr vör verkefni sem nefnt er „Stolt siglir fleyið mitt“. Það inniberi að fundið verði áhugasamt útgerðarfélag til samstarfs um það verkefni að konur eða kvár verði að minnsta kosti þriðjungur skipverja á togara viðkomandi útgerðarfélags, í fyrsta skipti í sögu íslensks sjávarútvegs.

Umrædd tillaga er hluti kafla í tillögum starfshópanna þar sem fjallað er um starfsumhverfi í sjávarútvegi. Meðal þeirra þátta sem fjallað er um þar er jafnrétti. Vísað er í skýrsluna Staða kvenna í sjávarútvegi árið 2021, þar sem meðal annars koma fram upplýsingar um hlutfall kvenna í tilteknum störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækjum.

Í rúmum tíu prósentum sjávarútvegsfyrirtækja starfar engin kona. Mjög hallar á konur þegar kemur að störfum til sjós og sömuleiðis þegar um er að ræða stjórnendastörf í landi. Þó hefur konum í störfum millistjórnenda fjölgað undanfarin ár og voru samkvæmt rannsókninni konur starfandi sem slíkir í 47 prósent fyrirtækjanna.

„Þetta á eftir að koma í bakið á ykkur“
Klemens Hjartar
ráðgjafi og meðeigandi McKinsey og co. um vöntun á konum í stjórn SFS.

Hjá fjórðungi sjávarútvegsfyrirtækja voru konur í stöðu framkvæmdastjóra og í rúmum 16 prósentum tilvika voru þær æðstu stjórnendur fyrirtækjanna.  

Ekki ein einasta kona í stjórn SFS

Þá er tilgreint að verulega athygli hafi vakið á síðasta ársfundi fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), 12. maí á síðasta ári, var engin kona kjörin í stjórn. Allir 19 stjórnarmenn voru karlar.

„Það sló mig svo­lítið þegar ég kom hérna í dag og frétti að nú væri komin ný stjórn SFS. Það er 19 manna stjórn og þar eru núll konur í stjórn­inni. Iðn­aður sem ætlar að halla sér fram og breyta heim­in­um, búa til aðgrein­an­leika, getur ekki hagað sér svo­leið­is. Þetta er algjör­lega for­kast­an­legt og það liggur mér á hjarta, af því að nú vinn ég við að ráð­gefa fyr­ir­tækjum út um allan heim, þetta er ekki hægt. Þetta á eftir að koma í bakið á ykk­ur,“ sagði Klemens Hjartar, ráðgjafi og einn meðeiganda McKinsey og co. í erindi sem hann hélt á ársfundinum.

Klem­ens sagð­ist vona að atvinnu­greinin fari að skilja að þetta gangi virki­lega ekki. „Ef þetta gerð­ist ein­hvers staðar ann­ars staðar í venju­legu fyr­ir­tæki sem er með þennan metnað sem hægt er að hafa hér, þá væri það bara alls ekki ásætt­an­leg­t.“

„Þarna verðum við að taka okkur tak“
Heiðrún Lind Marteinsdóttir
framkvæmdastýra SFS, um jafnrétti í sjávarútvegi.

Á sama fundi sagði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, að henni hefði þótt vænt um það að Klem­ens hefði, með þessum orðum sínum, stungið á kýlin þegar kæmi að jafn­rétt­is­málum í sjáv­ar­út­vegi. „Þarna verðum við að taka okkur tak. Það er ekki neinn annar en við sjálf sem eigum að gera betur þar. Það sama á kannski við um þegar talað er um eign­ar­hald og kyn­slóða­skipti. Og það er nú einu sinni þannig að eng­inn kemst hjá kyn­slóða­skipt­um. Þannig er ein­fald­lega tím­ans hjól. Næstu ár eru ár umbreyt­inga í sjáv­ar­út­vegi. Það verða áskor­anir í þessum kyn­slóða­skipt­um. Við þurfum að gera það vel og við þurfum að gera það í góðu sam­tali við sam­fé­lag­ið.“

Í tillögum starfshópanna er í þessu samhengi lagt til að gildissvið löggjafar um kynjakvóta í stjórnum verði útvíkkað svo skylda um hlutföll kynja nái til hagsmuna- og félagasamtaka yfir ákveðinni stærð. Í lögum um einkahlutafélög og hlutafélög er nú sú skylda lögð á félög þar sem fleiri en 50 starfsmenn starfa að jafnaði og fleiri en þrír eru í stjórn, að hlutfall hvors kyns fyrir sig sé ekki lægra en 40 prósent. Þetta vilja starfshóparnir að verði látið gilda um hagsmuna- og félagasamtök einnig, þó með þeirri breytingu að eitt kyn, karl, kona eða kvár, skuli ekki vera hærra hlutfall stjórnar en 60 prósent.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Tillögur Auðlindarinnar okkar

Starfshópar Svandísar leggja til að auðlindaákvæði verði lögfest í stjórnarskrá
ÚttektTillögur Auðlindarinnar okkar

Starfs­hóp­ar Svandís­ar leggja til að auð­linda­ákvæði verði lög­fest í stjórn­ar­skrá

Hóp­arn­ir sem mat­væla­ráð­herra skip­aði til að end­ur­skoða sjáv­ar­út­vegs­kerf­ið hafa skil­að bráða­birgðanið­ur­stöð­um. Þeir ætla að skila end­an­leg­um nið­ur­stöð­um í maí. Á með­al þeirra breyt­inga sem þeir leggja til er að skrá öll við­skipti með kvóta í op­inn gagna­grunn, að hækka eða breyta inn­heimtu auð­linda­gjalda og ráð­ast í breyt­ing­ar á skil­grein­ing­um á tengd­um að­il­um.
Byggðakvóti fari þangað „sem veiðar og vinnsla eiga framtíð fyrir sér“
FréttirTillögur Auðlindarinnar okkar

Byggða­kvóti fari þang­að „sem veið­ar og vinnsla eiga fram­tíð fyr­ir sér“

Í til­lög­um starfs­hópa Auð­lind­ar­inn­ar okk­ar er gert ráð fyr­ir að al­menn­ur byggða­kvóti verði af­lagð­ur. Hon­um verði í þess stað bætt við strand­veið­ar og sér­tæk­an byggða­kvóta. Sér­tæk­um byggða­kvóta verði ráð­staf­að á færri staði en nú og Byggða­stofn­un leggi mat á hvaða svæði eigi fram­tíð fyr­ir sér í veið­um og vinnslu.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár