Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Munaði hársbreidd að Spaugstofan hætti við þátttöku í Skaupinu

Spaug­stofu­mönn­um var til­kynnt af fram­leið­end­um Ára­móta­s­kaups­ins að þeir fengju ekki borg­að fyr­ir þátt­töku sína held­ur yrði pen­ing­um veitt til Mæðra­styrksnefnd­ar. Leik­arn­arn­ir leit­uðu til stétt­ar­fé­lags síns vegna þessa. Fram­kvæmda­stjóri stétt­ar­fé­lags­ins seg­ir það hvernig stað­ið var að mál­um „gjör­sam­lega gal­ið“.

Munaði hársbreidd að Spaugstofan hætti við þátttöku í Skaupinu
Næstum hættir við Litlu mátti muna að Spaugstofumenn hættu við þátttöku í Áramótaskaupinu vegna framgöngu framleiðenda þess. Mynd: RÚV

Litlu mátti muna að Spaugstofan hætti við þátttöku í lokalagi áramótaskaupsins. Ástæðan var sú að framleiðendur Skaupsins, S800, tilkynntu Spaugstofumönnum að þeim forspurðum að þeir fengju ekki greitt fyrir þátttöku sína heldur yrði upphæð látin af hendi rakna til góðgerðarstarfa. Þær upphæðir sem greiddar voru til góðgerðarfélaga voru langt undir því sem greiða hefði átt þátttakendum samkvæmt taxta. Félag íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum telur framgöngu framleiðenda Skaupsins forkastanlega og er í viðræðum við RÚV um að þátttakendur fái greitt þaðan.

Í síðasta tölublaði Heimildarinnar var greint frá því að Dóra Jóhannsdóttir, leikstjóri Skaupsins hefði sent RÚV skýrslu um annarlega framgöngu framleiðenda Skaupsins meðan á framleiðsluferli þess stóð. Þegar hún hafi farið að spyrja spurninga, eftir að Stundin greindi frá eignarhaldi S800, hafi framleiðandi og aðstoðarleikstjóri skorið á samskipti við hana, þrátt fyrir að tvö atriði hafi enn staðið útaf, atriðið um konuna sem gleymdi poka og lokalagið.

Í frétt Heimildarinnar var tilgreint að Dóra hafi verið ráðinn leikstjóri Áramótaskaupsins af RÚV og því hafi hún verið í samskiptum við fjölmiðilinn um það sem upp á kom í ferlinu. Sigurjón Kjartansson, yfirframleiðandi og einn eigenda framleiðslufyrirtækisins S800 birti síðasta laugardag færslu á Facebook þar sem hann meðal annars fullyrti að Dóra hefði ekki verið ráðin af RÚV heldur af S800 til að leikstýra Skaupinu. Það er hins vegar rangt hjá Sigurjóni. Í frétt sem birtist á vef RÚV í gær staðfestir Skarphéðinn Gunnarsson, dagskrárstjóri sjónvarps, það sé alltaf í höndum RÚV að velja leikstjóra Skaupsins og það hafi RÚV sannarlega gert. Legið hafi fyrir í apríl síðastliðnum að Dóra myndi leikstýra Skaupinu og síðan hafi S800 verið fengin í framleiðsluna.

Lýsingar Sigurjóns ekki alls kostar réttar

Dóra lýsti því í skýrslu sinni til RÚV flytjendur lokalagsins hafi ekki fengið greitt fyrir framkomu sína þar. Því svaraði Sigurjón, í samtali við Heimildina, að búið hafi verið að semja um þeir sem fram kæmu í lokalaginu gæfu vinnu sína til góðgerðarmála, öllum hafi verið kynnt það rækilega sem lausn og búið hefði verið að ræða það við alla og ná samkomulagi.

„Okkur fannst skrítið og óeðlilegt að við ættum að koma og vinna vinnuna okkar á þessum forsendum“
Pálmi Gestsson
um að ákveðið hefði verið að laun Spaugstofumanna rynnu til Mæðrastyrksnefndar.
Vakti úlfúðPálmi Gestsson segir að það hafi komið mjög flatt upp á Spaugstofumenn þegar þeim var tilkynnt með hvaða hætti ætti að greiða fyrir þátttöku þeirra í Skaupinu.

Þetta er hins vegar ekki alls kostar rétt hjá Sigurjóni samkvæmt því sem hér kemur fram. Sú leið, að launagreiðslur myndu renna til góðgerðarmála, kom Spaugstofumönnum algjörlega í opna skjöldu. Svo mjög að þeir hugðust hætta við að taka þátt í Áramótaskaupinu, enda vakti þessi tilhögun undrun þeirra. „Okkur fannst skrítið og óeðlilegt að við ættum að koma og vinna vinnuna okkar á þessum forsendum og vildum fá á því nánari skýringar,“ segir Pálmi Gestsson í samtali við Heimildina. „Við skildum ekki að einhver væri búinn að ákveða fyrir okkar hönd til hvaða góðgerðarmála þetta ætti að renna, ef við ætluðum að gera það yfirleitt.“

Greiðslan langt undir taxta

Það stóð því tæpt að Spaugstofan yrði með í lokalagi Skaupsins. Þeir leituðu þannig til Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum, FÍL, sem brást hart við. Hrafnhildur Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri FÍL, segir að þrátt fyrir að framleiðslu Skaupsins sé útvistað frá RÚV til sjálfstæðra framleiðenda beri engu að síður að greiða fyrir þátttöku samkvæmt kjarasamningi FÍL við RÚV, öllum sem að koma hvort sem þeir séu félagsmenn í FÍL eður ei. Enginn afsláttur sé  gefinn þar á.

Samkvæmt kjarasamningi FÍL við RÚV er greitt ýmist fyrir heilan eða hálfan dag í tökum. Heill dagur er allt að tíu klukkustundir og hálfur allt að sex klukkutímum. Ef félagi í FÍL myndi mæta í hálfan dag í tökur á áramótaskaupinu ætti að greiða honum á bilinu 88.735 til 110.822 krónur og er breytileikinn skýrður með aldri og reynslu viðkomandi.

Því er ljóst að sú greiðsla sem S800 innti af hendi, 580 þúsund krónur til góðgerðarstarfs, er langt undir því sem hefði átt að greiða þátttakendum í lokalagi spaugsins. „Greiðslan bara til Spaugstofumanna hefði átt að vera um 550 þúsund krónur,“ segir Hrafnhildur. Auk Spaugstofumannanna fimm tóku Bríet, Páll Óskar, Diddú og Aron Can þátt í atriðinu og einnig dansarar, alls ellefu talsins.

Segir um siðferðilega kúgun að ræða

Þegar FÍL fékk vitneskju um að ákveðið hefði verið fyrirfram og án samráðs við Spaugstofumenn að laun þeirra fyrir þátttökuna yrðu gefin til góðgerðarstarfs voru strax gerðar athugasemdir við framleiðendur Skaupsins að sögn Hrafnhildar. „Ég sendi harðorðan póst og benti á að bæði væri sú upphæð sem áformuð væri sem gjöf til góðgerðarmála væri langt undir þeim kostnaði sem væri á bak við atriðið, og sömuleiðis að þarna væri um siðferðilega kúgun að ræða, að stilla fólki upp við vegg með þessum hætti. Þetta er alveg ómöguleg staða að vera sett í. Leikarar og listamenn eru almennt í viðkvæmri stöðu þegar kemur að því að semja um launakjör, því að leikari vill ekki fá á sig þann stimpil að hann sé með vesen. Svolítið eins og verið er að reyna að mála Dóru upp núna.“

„Ég hef bara aldrei hitt jafn elskulega manneskju“
Pálmi Gestsson
um Dóru Jóhannsdóttur, leikstjóra Skaupsins

Pálmi kannast alls ekki við lýsingar af því að Dóra hafi verið erfið í samskiptum, eins og framleiðandi og aðstoðarleikstjóri hafa haldið fram. „Ég hef bara aldrei hitt jafn elskulega manneskju. Við áttum ekki samskipti við hana nema á tökustað og hún var alveg yndisleg, þær báðar hún og Saga.“

Upphæðin kom Spaugstofumönnum í opna skjöldu

Hrafnhildur segir að lengi vel hafi FÍL engin svör borist frá framleiðendum Skaupsins og hafi þurft að ýta mjög á eftir að þau bærust. Loks hafi borist svar, frá Hirti Grétarssyni hjá S800, þar sem hann fullyrti að allir væru mjög sáttir við þau málalok að góðgerðarfélög fengju greitt í stað þátttakenda í lokalaginu. Hrafnhildur hafi þá haft samband við einn Spaugstofumanna sem hafi upplýst hana um að það hefði náðst lending, þó fólk væri ekki endilega ánægt með hana. „Eins og þeir skildu þetta átti framleiðandi að greiða 80 þúsund krónur fyrir hvern og einn þeirra til góðgerðarmálefnis.“

„Þetta er til skoðunar hjá RÚV og við lögðum til að RÚV myndi bara greiða viðkomandi fólki fyrir sína vinnu“
Hrafnhildur Theodórsdóttir
framkvæmdastjóri FÍL

Miðað við það hefði átt að greiða 400 þúsund krónur til góðgerðarmála bara vegna þátttöku Spaugstofunnar. „Það kom þeim því í opna skjöldu að lesa í Heimildinni að heildarsumman hefði verið 580 þúsund krónur. Þá var þessi forsenda sem þeir töldu sig hafa samþykkt sína þátttöku með ekki lengur fyrir hendi,“ segir Hrafnhildur.

Hrafnhildur segir það hvernig staðið var að þessum málum varðandi upptökur á lokalaginu sem „gjörsamlega galið“. FÍL hafi þegar sett RÚV inn í málið og segir Hrafnhildur að þar á bæ séu menn einnig mjög ósáttir við þessa tilhögun við tökur á lokalaginu. „Samkvæmt upplýsingum frá RÚV þá hélt framleiðandi Skaupsins því fram við RÚV að allir hefðu verið mjög sáttir við að gengið yrði frá málum á þessum forsendum. Sem auðvitað er alls ekki rétt. Við vorum á fundi með RÚV síðast í morgun og þar voru menn á því að öll aðferðarfræðin við þetta mál hafi verið rangstæð. Málinu er ekki lokið, þetta er til skoðunar hjá RÚV og við lögðum til að RÚV myndi bara greiða viðkomandi fólki fyrir sína vinnu. Það er til skoðunar.“

Kjósa
51
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Árni Guðnýar skrifaði
    S800 ACT4 þetta er eitt hvað svo kunuglegt er annars ekki 2007 að koma
    0
  • Jóhann Gíslason skrifaði
    Hvernig geta menn sleppt að greiða laun fyrir vinnuframlag og ákveðið að styrkja góðgerðasamtök í staðinn?
    Enn skuggalega verður þetta ef góðgerðasamtökin fá aðeins hluta þeirrar upphæðar sem hefði átt að greiða sem laun. Með þessu sleppur verkkaupinn væntanlega við að greiða í lífeyrissjóð og önnur launatengd gjöld og hvorki skattar eða útvsvar greitt.
    Hvernig getur ríkisútvarpið tekið þátt í svona bókhaldsbrellum og má búast við áframhaldandi viðskiptum við þetta fyrirtæki?
    2
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Ömurlegt að Sigurjón sé farinn að ljúga á launaum hjá Samherja.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Átök í Áramótaskaupinu

„Hótuðu því að taka sketsinn úr Skaupinu ef við samþykktum ekki“
FréttirÁtök í Áramótaskaupinu

„Hót­uðu því að taka sketsinn úr Skaup­inu ef við sam­þykkt­um ekki“

Söngv­ar­ar sem tóku upp lag­ið í poka at­riði Ára­móta­s­kaups­ins voru snuð­að­ir um greiðslu fyr­ir. Í stað þess að greiða hverj­um og ein­um rúm­ar 50 þús­und krón­ur eins og kjara­samn­ing­ar gera ráð fyr­ir hugð­ust fram­leið­end­ur greiða hverj­um söngv­ara rúm­ar 5.000 krón­ur. Þeg­ar far­ið var fram á að greitt yrði sam­kvæmt taxta hót­uðu fram­leið­end­ur að taka at­rið­ið út úr Skaup­inu.
Skaupið í hættu eftir að framleiðendur hættu samskiptum
FréttirÁtök í Áramótaskaupinu

Skaup­ið í hættu eft­ir að fram­leið­end­ur hættu sam­skipt­um

Leik­stjóri Skaups­ins kvart­aði til RÚV und­an fram­göngu fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­is­ins sem gerði ára­móta­s­kaup­ið. Þrýst­ing­ur um að taka Skaup­ið í nýja mið­bæn­um á Sel­fossi, duld­ar aug­lýs­ing­ar og fal­in fjár­hags­áætl­un varð til þess að upp úr sauð. Reynt var að afmá Ölfusár­brú út úr senu, eft­ir að Sig­ur­jón Kjart­ans­son sagði rangt frá um að eng­ar úti­tök­ur hefðu far­ið fram á Sel­fossi.

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
3
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
8
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið
10
Fréttir

Án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið

Sal­an á nýj­um bók­um í prent­uðu formi hef­ur dreg­ist mjög mik­ið sam­an og hratt. Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kæmda­stjóri For­lags­ins, tel­ur að án end­ur­greiðsl­unn­ar núna væri stað­an skelfi­leg. Ný­lega var tek­in sam­an skýrsla á veg­um Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins um áhrif þess­ara laga sem sýni ótví­rætt: „að án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
6
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár