Framburður Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, sætir nokkrum tíðindum í Samherjamálinu. Þetta er í fyrsta skipti sem einhver þeirra sem sæta rannsókn eða ákærum hér á landi eða í Namibíu, gangast við því að lög hafi líklegast verið brotin í málinu, það er að segja að einhver annar en Jóhannes Stefánsson, uppljóstrarinn í málinu, hafi brotið lög.
„Sönnunargögn munu leiða í ljós að umbjóðandi minn framdi ekki þessi lögbrot, hann var fórnarlamb meðákærðu í málinu,“ áréttaði lögmaður Esau fyrir dómi í gær.
Í lykilhlutverki
Bernhard Esau hefur setið í varðhaldi í Namibíu í rúm þrjú ár, eða frá því stuttu eftir að Kveikur og Stundin birtu umfjöllun sína um framferði Samherja í Namibíu og hundruða milljóna króna greiðslur fyrirtækisins til hóps embættis-, stjórnmála- og áhrifamanna í skiptum fyrir milljarðavirði af kvóta í landinu.
Esau gengdi lykilhlutverki í því, að sögn Jóhannesar Stefánssonar, að gera Samherja kleift að fénýta mikið …
Athugasemdir