Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Farsóttarhús

Nú kann les­anda að þykja smá­muna­semi ráða skrif­um, en þá er til þess að líta að hér er á ferð­inni frá­bært rit um ein­stakt efni unn­ið af al­úð og góðri yf­ir­sýn. Ekki verð­ur aft­ur gef­in út bók af þessu tagi. Hér verð­ur því að gera ítr­ustu kröf­ur til út­gef­anda en þær stenst höf­und­ur að nær öllu leyti, skrif­ar Páll Bald­vin um bók­ina Far­sótt.

Farsóttarhús
Bók

Far­sótt

Hundrað ár í Þingholtsstræti 25
Höfundur Kristín Svava Tómasdóttir
Sögufélag
350 blaðsíður
Gefðu umsögn

Bók um Farsótt gefur Sögufélagið út með styrk Starfslaunasjóðs fræðimanna, Reykjavíkurborgar og Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Gripurinn er glæsilegur útlits, rétt 350 síður í 17,5 x 23,5 sm broti, bókin er að hluta litprentuð, með ríflega hundrað myndum, einu innskotsblaði,  heimilda- og myndaskrá, enskum útdrætti og nafnaskrá. Neðanmálsgreinar bæta upplýsingum við tilvitnanir og heimildir. Verkið er semsagt eins vandað og það getur orðið, efnið er nýstárlegur samsetningur samfélagslýsingar og persónusögu með Farsóttarhúsið við Þingholtsstræti sem ramma  á hundrað ára tímabili frá 1884 til 1984 en á því tímabili gegndi húsið fjölþættu hlutverki í heilbrigðisþjónustu landsmanna.

Höfundur þessa verks er Kristín Svava Tómasdóttir, sagnfræðingur og skáld, og er sómi að verki hennar. Farsóttin var þegar ég fluttist í Þingholtin orðin að hæli fyrir heimilislausa drykkjumenn. Þeir sáust lítið í efri hluta Þingholtanna, drógust upp úr Kvosinni er líða tók að opnun og áttu þar vísa næturgistingu. Þeirra saga er fjórði hluti bókarinnar, …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár