Bók um Farsótt gefur Sögufélagið út með styrk Starfslaunasjóðs fræðimanna, Reykjavíkurborgar og Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Gripurinn er glæsilegur útlits, rétt 350 síður í 17,5 x 23,5 sm broti, bókin er að hluta litprentuð, með ríflega hundrað myndum, einu innskotsblaði, heimilda- og myndaskrá, enskum útdrætti og nafnaskrá. Neðanmálsgreinar bæta upplýsingum við tilvitnanir og heimildir. Verkið er semsagt eins vandað og það getur orðið, efnið er nýstárlegur samsetningur samfélagslýsingar og persónusögu með Farsóttarhúsið við Þingholtsstræti sem ramma á hundrað ára tímabili frá 1884 til 1984 en á því tímabili gegndi húsið fjölþættu hlutverki í heilbrigðisþjónustu landsmanna.
Höfundur þessa verks er Kristín Svava Tómasdóttir, sagnfræðingur og skáld, og er sómi að verki hennar. Farsóttin var þegar ég fluttist í Þingholtin orðin að hæli fyrir heimilislausa drykkjumenn. Þeir sáust lítið í efri hluta Þingholtanna, drógust upp úr Kvosinni er líða tók að opnun og áttu þar vísa næturgistingu. Þeirra saga er fjórði hluti bókarinnar, …
Athugasemdir