Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Söngur, gleði og gaman um allt land

Stund­ar­skrá­in næstu vik­urn­ar.

Jólatónleikar Sinfóníunnar

Hvar? Eldborg, Hörpu

Hvenær? 17. og 18 desember kl. 14 og 16.

Miðaverð? 3.300–3.900 krónur

Hátíðleikinn er í fyrirrúmi á Jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands ár hvert þar sem hljómsveitin flytur sígildar og heillandi jólaperlur fyrir alla fjölskylduna.

Á tónleikunum í ár hljómar fjölbreytt tónlist sem hefur verið ómissandi í jólahaldinu. Einsöngvararnir Alexander Jarl Þorsteinsson, Björk Níelsdóttir og Kolbrún Völkudóttir ásamt Stúlknakór Reykjavíkur, Kammerkórnum Aurora og Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar flytja sígildar jólaperlur með sveitinni. Dansarar úr Listdansskóla Íslands svífa um Eldborg og Skólahljómsveit Austurbæjar og Suzuki-fiðluhópur stíga einnig á svið.

Hljómsveitarstjóri er Mirian Khukhunaishvili og kynnir er trúðurinn Barbara, leikinn af Halldóru Geirharðsdóttur. Þetta eru tónleikar fyrir jólabörn á öllum aldri. Tónleikarnir eru túlkaðir á táknmáli.


Hátíðartónleikar Bríetar

Hvar? Menningarhúsinu Hofi Akureyri

Hvenær? 18. desember kl. 21

Miðaverð? 5.900 krónur

Tónlistarkonan Bríet ætlar að halda hátíðlega kósítónleika með kærastanum sínum, Rubin Pollock, og besta vini hans, Þorleifi Gauki, og skapa einstaka stemningu. Á efnisskrá verða lög Bríetar af hennar fyrstu plötu, „Kveðja, Bríet“, í rólegum búningi ásamt vel völdum jólalögum. Ekki missa af þessu tækifæri til þess að losna frá öllu stressinu í aðdraganda jólanna og hlusta á ljúfa tóna.


Karíus og Baktus

Hvar? Freyvangsleikhúsið

Hvenær? Frá 10. desember til 18. desember

Miðaverð? 2.500 kr.

Núna eru þeir bræður Karíus og Baktus að fara á svið í Freyvangsleikhúsinu í fyrsta skipti. Félagarnir Ormur Guðjónsson og Eyþór Daði Eyþórsson leika þá bræður og fara að sögn á kostum sem tanntröllin sem finnst ekkert skemmtilegra en að borða sætindi og höggva í tennur. Sögumaðurinn kemur líka fyrir á sviðinu; leikinn af hinum þaulreynda Jóni Friðriki Benónýssyni (Bróa). Svo er það tannburstinn, sem er leikinn af Ingimar Badda. Burstinn fer mikinn um sviðið til að hreinsa tennur og vippar sér svo í tannlæknaborslíki og lagar tennur, rétt áður en hann kemur aftur inn á sem tannbursti og tekur síðustu hreinsun á tanngarði Jens. Hljómsveitina skipa Reynir Schiöth píanóleikari, Gunnar Möller og Eiríkur Bóasson bassaleikarar. Verkið hefur þróast í áranna rás en boðskapurinn er alltaf sá sami: Hugsaðu vel um tennurnar þínar.


Jóli Hólm

Hvar? Bæjarbíó/Sviðið, Selfossi/Hamrar, Ísafirði

Hvenær? 27 dagsetningar

Miðaverð? 7.990 krónur

Nú ætlar Sóli Hólm, skemmtikraftur og eftirherma, að fylla hjörtu landsmanna af birtu og gleði á aðventunni með splunkunýrri jólasýningu: Jóli Hólm! Honum til halds og trausts verður Halldór Smárason píanóleikari en hann hefur verið kallaður undrabarnið frá Ísafirði af málsmetandi mönnum innan tónlistarsenunnar á Íslandi.

„Við fórum af stað 24. nóvember og þetta gengur fáránlega vel. Þarna er ég að blanda saman uppistandi og miklum söng og ég held að mér sé bara óhætt að segja að þetta sé dúndurstuð. Desember mun taka á en sem betur fer finnst okkur Halldóri, tónlistarstjóra sýningarinnar, þetta rosalega gaman,“ segir Sóli.


Kvöldvaka með Jóni Gnarr

Hvar? Borgarleikhúsið

Hvenær? 10., 17. og 27. desember og 14. janúar

Miðaverð? 7.200 krónur

Jón Gnarr snýr aftur á svið Borgarleikhússins með Kvöldvökur sínar þar sem hann segir áhorfendum sannar en lygilegar sögur frá viðburðaríkum ferli sínum. Jón hefur komið víða við með Tvíhöfða, Fóstbræðrum, sem uppistandari, leikskáld, rithöfundur og auðvitað sem borgarstjóri Reykjavíkur svo eitthvað sé nefnt. Óhætt er að segja að fá hafa aðrar eins sögur að segja og hann.

Á Kvöldvökunni mun sagnamaðurinn Jón, líkt og áður, segja sögur úr sínu lífi og má með sanni segja að sumt af því sem hann hefur upplifað er alveg hreint lygilegt. Hver Kvöldvaka er einstök upplifun og algjörlega á valdi örlaganornanna. Ekki vinnst tími til að segja frá öllu og því eru sögurnar, sem sagðar eru, dregnar blindandi upp úr pípuhatti töframannsins og hvert kvöld verður einstök upplifun þar sem sagnahefðin og frásagnargleðin mun ráða ríkjum.


Áramótaskop 2022

Hvar? Háskólabíói, Reykjavík  /  Hjómahöll, Reykjanesbæ  /  Hótel Selfossi, Selfossi  /  Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum  /  Hofi, Akureyri

Hvenær? Hljómahöll 15. des.  /  Hótel Selfoss 16. des.  /  Hótel Valaskjálf 17. des.  /  Hof 18. des.  /  Háskólabíó: 26. des. til 7. jan. 2023

Miðaverð? 6.900–7.900 krónur

Ari Eldjárn kveður árið 2022 með ógleymanlegri uppistandssýningu sinni, Áramótaskop.

Þetta er í sjötta sinn sem þessi geysivinsæla sýning Ara er sett á svið en síðast seldust allar sýningar upp. Um 20.000 manns mættu á sýningar víðs vegar um landið í fyrra til að kveðja gamla árið með hlátrasköllum. Hver sýning er einstök og mun áherslan vera lögð á að kveðja árið með eftirminnilegum hætti í bland við annað efni.

„Áramótaskopið er uppskeruhátíðin mín fyrir árið sem er að líða,“ segir Ari. „Þetta er í 6. skipti sem sýningin er haldin síðan 2016 og ég stefni á að halda hana árlega þangað til ég verð 93 ára gamall.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
4
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
6
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár