Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Söngur, gleði og gaman um allt land

Stund­ar­skrá­in næstu vik­urn­ar.

Jólatónleikar Sinfóníunnar

Hvar? Eldborg, Hörpu

Hvenær? 17. og 18 desember kl. 14 og 16.

Miðaverð? 3.300–3.900 krónur

Hátíðleikinn er í fyrirrúmi á Jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands ár hvert þar sem hljómsveitin flytur sígildar og heillandi jólaperlur fyrir alla fjölskylduna.

Á tónleikunum í ár hljómar fjölbreytt tónlist sem hefur verið ómissandi í jólahaldinu. Einsöngvararnir Alexander Jarl Þorsteinsson, Björk Níelsdóttir og Kolbrún Völkudóttir ásamt Stúlknakór Reykjavíkur, Kammerkórnum Aurora og Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar flytja sígildar jólaperlur með sveitinni. Dansarar úr Listdansskóla Íslands svífa um Eldborg og Skólahljómsveit Austurbæjar og Suzuki-fiðluhópur stíga einnig á svið.

Hljómsveitarstjóri er Mirian Khukhunaishvili og kynnir er trúðurinn Barbara, leikinn af Halldóru Geirharðsdóttur. Þetta eru tónleikar fyrir jólabörn á öllum aldri. Tónleikarnir eru túlkaðir á táknmáli.


Hátíðartónleikar Bríetar

Hvar? Menningarhúsinu Hofi Akureyri

Hvenær? 18. desember kl. 21

Miðaverð? 5.900 krónur

Tónlistarkonan Bríet ætlar að halda hátíðlega kósítónleika með kærastanum sínum, Rubin Pollock, og besta vini hans, Þorleifi Gauki, og skapa einstaka stemningu. Á efnisskrá verða lög Bríetar af hennar fyrstu plötu, „Kveðja, Bríet“, í rólegum búningi ásamt vel völdum jólalögum. Ekki missa af þessu tækifæri til þess að losna frá öllu stressinu í aðdraganda jólanna og hlusta á ljúfa tóna.


Karíus og Baktus

Hvar? Freyvangsleikhúsið

Hvenær? Frá 10. desember til 18. desember

Miðaverð? 2.500 kr.

Núna eru þeir bræður Karíus og Baktus að fara á svið í Freyvangsleikhúsinu í fyrsta skipti. Félagarnir Ormur Guðjónsson og Eyþór Daði Eyþórsson leika þá bræður og fara að sögn á kostum sem tanntröllin sem finnst ekkert skemmtilegra en að borða sætindi og höggva í tennur. Sögumaðurinn kemur líka fyrir á sviðinu; leikinn af hinum þaulreynda Jóni Friðriki Benónýssyni (Bróa). Svo er það tannburstinn, sem er leikinn af Ingimar Badda. Burstinn fer mikinn um sviðið til að hreinsa tennur og vippar sér svo í tannlæknaborslíki og lagar tennur, rétt áður en hann kemur aftur inn á sem tannbursti og tekur síðustu hreinsun á tanngarði Jens. Hljómsveitina skipa Reynir Schiöth píanóleikari, Gunnar Möller og Eiríkur Bóasson bassaleikarar. Verkið hefur þróast í áranna rás en boðskapurinn er alltaf sá sami: Hugsaðu vel um tennurnar þínar.


Jóli Hólm

Hvar? Bæjarbíó/Sviðið, Selfossi/Hamrar, Ísafirði

Hvenær? 27 dagsetningar

Miðaverð? 7.990 krónur

Nú ætlar Sóli Hólm, skemmtikraftur og eftirherma, að fylla hjörtu landsmanna af birtu og gleði á aðventunni með splunkunýrri jólasýningu: Jóli Hólm! Honum til halds og trausts verður Halldór Smárason píanóleikari en hann hefur verið kallaður undrabarnið frá Ísafirði af málsmetandi mönnum innan tónlistarsenunnar á Íslandi.

„Við fórum af stað 24. nóvember og þetta gengur fáránlega vel. Þarna er ég að blanda saman uppistandi og miklum söng og ég held að mér sé bara óhætt að segja að þetta sé dúndurstuð. Desember mun taka á en sem betur fer finnst okkur Halldóri, tónlistarstjóra sýningarinnar, þetta rosalega gaman,“ segir Sóli.


Kvöldvaka með Jóni Gnarr

Hvar? Borgarleikhúsið

Hvenær? 10., 17. og 27. desember og 14. janúar

Miðaverð? 7.200 krónur

Jón Gnarr snýr aftur á svið Borgarleikhússins með Kvöldvökur sínar þar sem hann segir áhorfendum sannar en lygilegar sögur frá viðburðaríkum ferli sínum. Jón hefur komið víða við með Tvíhöfða, Fóstbræðrum, sem uppistandari, leikskáld, rithöfundur og auðvitað sem borgarstjóri Reykjavíkur svo eitthvað sé nefnt. Óhætt er að segja að fá hafa aðrar eins sögur að segja og hann.

Á Kvöldvökunni mun sagnamaðurinn Jón, líkt og áður, segja sögur úr sínu lífi og má með sanni segja að sumt af því sem hann hefur upplifað er alveg hreint lygilegt. Hver Kvöldvaka er einstök upplifun og algjörlega á valdi örlaganornanna. Ekki vinnst tími til að segja frá öllu og því eru sögurnar, sem sagðar eru, dregnar blindandi upp úr pípuhatti töframannsins og hvert kvöld verður einstök upplifun þar sem sagnahefðin og frásagnargleðin mun ráða ríkjum.


Áramótaskop 2022

Hvar? Háskólabíói, Reykjavík  /  Hjómahöll, Reykjanesbæ  /  Hótel Selfossi, Selfossi  /  Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum  /  Hofi, Akureyri

Hvenær? Hljómahöll 15. des.  /  Hótel Selfoss 16. des.  /  Hótel Valaskjálf 17. des.  /  Hof 18. des.  /  Háskólabíó: 26. des. til 7. jan. 2023

Miðaverð? 6.900–7.900 krónur

Ari Eldjárn kveður árið 2022 með ógleymanlegri uppistandssýningu sinni, Áramótaskop.

Þetta er í sjötta sinn sem þessi geysivinsæla sýning Ara er sett á svið en síðast seldust allar sýningar upp. Um 20.000 manns mættu á sýningar víðs vegar um landið í fyrra til að kveðja gamla árið með hlátrasköllum. Hver sýning er einstök og mun áherslan vera lögð á að kveðja árið með eftirminnilegum hætti í bland við annað efni.

„Áramótaskopið er uppskeruhátíðin mín fyrir árið sem er að líða,“ segir Ari. „Þetta er í 6. skipti sem sýningin er haldin síðan 2016 og ég stefni á að halda hana árlega þangað til ég verð 93 ára gamall.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Vilja einfalda lífið
5
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
6
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár