Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Söngur, gleði og gaman um allt land

Stund­ar­skrá­in næstu vik­urn­ar.

Jólatónleikar Sinfóníunnar

Hvar? Eldborg, Hörpu

Hvenær? 17. og 18 desember kl. 14 og 16.

Miðaverð? 3.300–3.900 krónur

Hátíðleikinn er í fyrirrúmi á Jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands ár hvert þar sem hljómsveitin flytur sígildar og heillandi jólaperlur fyrir alla fjölskylduna.

Á tónleikunum í ár hljómar fjölbreytt tónlist sem hefur verið ómissandi í jólahaldinu. Einsöngvararnir Alexander Jarl Þorsteinsson, Björk Níelsdóttir og Kolbrún Völkudóttir ásamt Stúlknakór Reykjavíkur, Kammerkórnum Aurora og Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar flytja sígildar jólaperlur með sveitinni. Dansarar úr Listdansskóla Íslands svífa um Eldborg og Skólahljómsveit Austurbæjar og Suzuki-fiðluhópur stíga einnig á svið.

Hljómsveitarstjóri er Mirian Khukhunaishvili og kynnir er trúðurinn Barbara, leikinn af Halldóru Geirharðsdóttur. Þetta eru tónleikar fyrir jólabörn á öllum aldri. Tónleikarnir eru túlkaðir á táknmáli.


Hátíðartónleikar Bríetar

Hvar? Menningarhúsinu Hofi Akureyri

Hvenær? 18. desember kl. 21

Miðaverð? 5.900 krónur

Tónlistarkonan Bríet ætlar að halda hátíðlega kósítónleika með kærastanum sínum, Rubin Pollock, og besta vini hans, Þorleifi Gauki, og skapa einstaka stemningu. Á efnisskrá verða lög Bríetar af hennar fyrstu plötu, „Kveðja, Bríet“, í rólegum búningi ásamt vel völdum jólalögum. Ekki missa af þessu tækifæri til þess að losna frá öllu stressinu í aðdraganda jólanna og hlusta á ljúfa tóna.


Karíus og Baktus

Hvar? Freyvangsleikhúsið

Hvenær? Frá 10. desember til 18. desember

Miðaverð? 2.500 kr.

Núna eru þeir bræður Karíus og Baktus að fara á svið í Freyvangsleikhúsinu í fyrsta skipti. Félagarnir Ormur Guðjónsson og Eyþór Daði Eyþórsson leika þá bræður og fara að sögn á kostum sem tanntröllin sem finnst ekkert skemmtilegra en að borða sætindi og höggva í tennur. Sögumaðurinn kemur líka fyrir á sviðinu; leikinn af hinum þaulreynda Jóni Friðriki Benónýssyni (Bróa). Svo er það tannburstinn, sem er leikinn af Ingimar Badda. Burstinn fer mikinn um sviðið til að hreinsa tennur og vippar sér svo í tannlæknaborslíki og lagar tennur, rétt áður en hann kemur aftur inn á sem tannbursti og tekur síðustu hreinsun á tanngarði Jens. Hljómsveitina skipa Reynir Schiöth píanóleikari, Gunnar Möller og Eiríkur Bóasson bassaleikarar. Verkið hefur þróast í áranna rás en boðskapurinn er alltaf sá sami: Hugsaðu vel um tennurnar þínar.


Jóli Hólm

Hvar? Bæjarbíó/Sviðið, Selfossi/Hamrar, Ísafirði

Hvenær? 27 dagsetningar

Miðaverð? 7.990 krónur

Nú ætlar Sóli Hólm, skemmtikraftur og eftirherma, að fylla hjörtu landsmanna af birtu og gleði á aðventunni með splunkunýrri jólasýningu: Jóli Hólm! Honum til halds og trausts verður Halldór Smárason píanóleikari en hann hefur verið kallaður undrabarnið frá Ísafirði af málsmetandi mönnum innan tónlistarsenunnar á Íslandi.

„Við fórum af stað 24. nóvember og þetta gengur fáránlega vel. Þarna er ég að blanda saman uppistandi og miklum söng og ég held að mér sé bara óhætt að segja að þetta sé dúndurstuð. Desember mun taka á en sem betur fer finnst okkur Halldóri, tónlistarstjóra sýningarinnar, þetta rosalega gaman,“ segir Sóli.


Kvöldvaka með Jóni Gnarr

Hvar? Borgarleikhúsið

Hvenær? 10., 17. og 27. desember og 14. janúar

Miðaverð? 7.200 krónur

Jón Gnarr snýr aftur á svið Borgarleikhússins með Kvöldvökur sínar þar sem hann segir áhorfendum sannar en lygilegar sögur frá viðburðaríkum ferli sínum. Jón hefur komið víða við með Tvíhöfða, Fóstbræðrum, sem uppistandari, leikskáld, rithöfundur og auðvitað sem borgarstjóri Reykjavíkur svo eitthvað sé nefnt. Óhætt er að segja að fá hafa aðrar eins sögur að segja og hann.

Á Kvöldvökunni mun sagnamaðurinn Jón, líkt og áður, segja sögur úr sínu lífi og má með sanni segja að sumt af því sem hann hefur upplifað er alveg hreint lygilegt. Hver Kvöldvaka er einstök upplifun og algjörlega á valdi örlaganornanna. Ekki vinnst tími til að segja frá öllu og því eru sögurnar, sem sagðar eru, dregnar blindandi upp úr pípuhatti töframannsins og hvert kvöld verður einstök upplifun þar sem sagnahefðin og frásagnargleðin mun ráða ríkjum.


Áramótaskop 2022

Hvar? Háskólabíói, Reykjavík  /  Hjómahöll, Reykjanesbæ  /  Hótel Selfossi, Selfossi  /  Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum  /  Hofi, Akureyri

Hvenær? Hljómahöll 15. des.  /  Hótel Selfoss 16. des.  /  Hótel Valaskjálf 17. des.  /  Hof 18. des.  /  Háskólabíó: 26. des. til 7. jan. 2023

Miðaverð? 6.900–7.900 krónur

Ari Eldjárn kveður árið 2022 með ógleymanlegri uppistandssýningu sinni, Áramótaskop.

Þetta er í sjötta sinn sem þessi geysivinsæla sýning Ara er sett á svið en síðast seldust allar sýningar upp. Um 20.000 manns mættu á sýningar víðs vegar um landið í fyrra til að kveðja gamla árið með hlátrasköllum. Hver sýning er einstök og mun áherslan vera lögð á að kveðja árið með eftirminnilegum hætti í bland við annað efni.

„Áramótaskopið er uppskeruhátíðin mín fyrir árið sem er að líða,“ segir Ari. „Þetta er í 6. skipti sem sýningin er haldin síðan 2016 og ég stefni á að halda hana árlega þangað til ég verð 93 ára gamall.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár