Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

990. spurningaþraut: Rokk í Reykjavík

990. spurningaþraut: Rokk í Reykjavík

Þemað í dag er hin 40 ára gamla kvikmynd Rokk í Reykjavík. Fyrri aukaspurningin snýst um plakat myndarinnar, en hluti þess sést hér að ofan. Plakatið var reyndar í lit og spurningin er: Hvernig er var kjóll Bjarkar á litinn?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver leikstýrði myndinni Rokk í Reykjavík?

2.  Í hvaða hljómsveit var Bubbi Morthens þá hann kom fram í myndinni?

3.  En hvað hét sú hljómsveit sem Björk tróð upp með?

4.  Ein hljómsveitanna sem fram komu var frá Akureyri og flutti lagið Moving Up to a Motion sem Ásgeir Jónsson söngvari túlkaði af mýkt og fimi. Hvað hét hét þessi Akureyrarhljómsveit?

5,  Önnur hljómsveit, pönksveit að nafni Fræbbblarnir, var hins vegar oft kennd við eitt af nágrannasveitarfélögum Reykjavík. Hvaðan voru Fræbbblarnir sagðir?

6.  Ein sannkölluð kvennahljómsveit kom fram í myndinni. Hver var sú?

7.  Fleiri hljómsveitir skörtuðu þó konum og þar á meðal ein þar sem söngkonan Elínborg Halldórsdóttir eða Ellý söng til dæmis hið ódauðlega lag Creeps. Hvað hét sú hljómsveit?

8.  Nokkur viðtöl eru í myndinni og ein setning eins tónlistarmannsins þótti sérlega eftirminnileg. „Málið er ekki hvað maður getur, heldur hvað maður gerir.“ Hver sagði þetta?

9.  Og í hvaða hljómsveit var hann?

10.  Sú hljómsveit sem sumum fannst eiga hvað öflugustu frammistöðu í myndinni flutti tvö lög: Killer Boogie og Rudolf. Hvað hét sú hljómsveit?

***

Seinni aukaspurning:

Þessir tveir ungu menn komu fram í myndinni með hljómsveit sinni. Hvað heita þeir — og svo fæst rokkstig fyrir að muna hvað hljómsveitin þeirra í myndinni hét?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Friðrik Þór Friðriksson.

2.  Egó.

3.  Tappi Tíkarrass.

4.  Baraflokkurinn.

5.  Úr Kópavogi.

6.  Grýlurnar.

7.  Q4U.

8.  Einar Örn.

9.  Purrkur Pilnik.

10.  Þeyr:

***

Svör við aukaspurningum:

Kjóllinn var að sjálfsögðu gulur.

Strákarnir á seinni myndinni eru Mikki og Danni Pollock. Þeir voru um þessar mundir í hljómsveitinni Bodies.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár