Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Róbert Wessman tekur sjálfur við sem forstjóri Alvotech

Til­kynn­ing um for­stjóra­skipt­in kem­ur tíu dög­um eft­ir að greint var frá því að sætt­ir hefðu náðst í máli Al­vo­gen á hend­ur Hall­dóri Krist­manns­syni. Hall­dór steig fram sem upp­ljóstr­ari og greindi frá hót­un­um Ró­berts á hend­ur fyrr­ver­andi sam­starfs­mönn­um, sem og því að Ró­bert hefði kýlt sig á op­in­ber­um vett­vangi.

Róbert Wessman tekur sjálfur við sem forstjóri Alvotech
Forstjóri, stjórnarformaður og starfandi stjórnarformaður Róbert mun bera marga hatta á næsta ári.

Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður Alvotech, sest í forstjórastól fyrirtækisins í byrjun næsta árs. Núverandi forstjóri, Marck Levick, hefur ákveðið að víkja úr forstjórastólnum. Samkvæmt tilkynningunni mun Róbert halda áfram í stöðu sinni sem stjórnarformaður fyrirtækisins. 

Gustað hefur um Róbert og umrædd fyrirtæki en tilkynning um forstjóraskipti kemur tíu dögum eftir að greint var frá því að sættir hefðu náðst á milli systurfélags Alvotech, Alvogen, og Halldórs Kristmannssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá síðarnefnda féalginu. Í þeirri sátt fólst meðal annars að Alvogen hætti við málsókn á hendur Halldóri.

Upphaf málsins má rekja til þess að Halldór sendi í mars á síðasta ári frá sér yfirlýsingu þar sem hann skoraði á stjórnir félaganna tveggja að víkja Róberti frá störfum sökum ógnandi hegðunar hans, sem meðal annars höfðu birst með líflátshótunum í sms-skilaboðum. „Ég mun taka þig niður ég mun vinna að því að drepa þig og claudio þú ert svo mikill lúser og þú veist það,“ skrifaði Róbert meðal annars til fyrrverandi samstarfsmanns síns hjá Actavis, Mark Keatley, í lok janúar 2016. Þá sendi Róbert fyrrverandi forstjóra Actavis, Claudio Albrecht, einnig sms-skilaboð. Í þeim, sem og í skilaboðum til Keatley, hótaði hann báðum lífláti, sakaði þá um svik og jós yfir þá fúkyrðum. Það sem mennirnir tveir höfðu unnið sér til saka í bókum Róberts var að bera vitni í skaðabótamáli Björgólfs Thors Björgólfssonar á hendur Róberti.

Þá greindi Halldór, sem starfaði um árabil sem einn nánasti samstarfsmaður Róberts, frá því að Róbert hefði, drukkinn á viðburðum á vegum Alvogen erlendis, kýlt sig í andlitið, fyrirvaralaust og í vitna viðurvist. „Þegar ég síðar nefndi þetta við Róbert sagð­ist hann hafa verið að grín­ast og við hefðum verið í kýl­inga­leik,“ sagði í yfirlýsingu Halldórs sem sagðist ekki kannast við það almennt að forstjórar fyrirtækja væru í slíkum leikjum við samstarfsmenn.

Halldór sagði einnig að Róbert hefði beitt sig óeðlilegum þrýstingi til að koma höggi á óvildarmenn sína, með neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun.

Í yfirlýsingu sem stjórn Alvotech sendi frá sér í fyrra, þegar málið kom upp, kom fram að óháð nefnd og alþjóðleg lögfræðistofa hefðu farið yfir ásakanir á hendur Róberti og að ekkert benti til þess að nokkuð væri athugavert við stjórnunarhætti hans.

Alvogen stefndi Halldóri fyrir brot í starfi og er það umrætt mál sem sættir náðust í fyrir tíu dögum. Halldór lýsti því yfir að hann hefði ekki stöðu uppljóstrara lengur og að hann mynda una niðurstöðu stjórnar um traust á hendur Róberti.

Róbert sat áfram sem forstjóri Alvogen en lét síðar af þeim störfum. Hann er hins vegar stjórnarformaður félagsins og starfandi stjórnarformaður Alvotech.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
1
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár