Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Róbert Wessman tekur sjálfur við sem forstjóri Alvotech

Til­kynn­ing um for­stjóra­skipt­in kem­ur tíu dög­um eft­ir að greint var frá því að sætt­ir hefðu náðst í máli Al­vo­gen á hend­ur Hall­dóri Krist­manns­syni. Hall­dór steig fram sem upp­ljóstr­ari og greindi frá hót­un­um Ró­berts á hend­ur fyrr­ver­andi sam­starfs­mönn­um, sem og því að Ró­bert hefði kýlt sig á op­in­ber­um vett­vangi.

Róbert Wessman tekur sjálfur við sem forstjóri Alvotech
Forstjóri, stjórnarformaður og starfandi stjórnarformaður Róbert mun bera marga hatta á næsta ári.

Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður Alvotech, sest í forstjórastól fyrirtækisins í byrjun næsta árs. Núverandi forstjóri, Marck Levick, hefur ákveðið að víkja úr forstjórastólnum. Samkvæmt tilkynningunni mun Róbert halda áfram í stöðu sinni sem stjórnarformaður fyrirtækisins. 

Gustað hefur um Róbert og umrædd fyrirtæki en tilkynning um forstjóraskipti kemur tíu dögum eftir að greint var frá því að sættir hefðu náðst á milli systurfélags Alvotech, Alvogen, og Halldórs Kristmannssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá síðarnefnda féalginu. Í þeirri sátt fólst meðal annars að Alvogen hætti við málsókn á hendur Halldóri.

Upphaf málsins má rekja til þess að Halldór sendi í mars á síðasta ári frá sér yfirlýsingu þar sem hann skoraði á stjórnir félaganna tveggja að víkja Róberti frá störfum sökum ógnandi hegðunar hans, sem meðal annars höfðu birst með líflátshótunum í sms-skilaboðum. „Ég mun taka þig niður ég mun vinna að því að drepa þig og claudio þú ert svo mikill lúser og þú veist það,“ skrifaði Róbert meðal annars til fyrrverandi samstarfsmanns síns hjá Actavis, Mark Keatley, í lok janúar 2016. Þá sendi Róbert fyrrverandi forstjóra Actavis, Claudio Albrecht, einnig sms-skilaboð. Í þeim, sem og í skilaboðum til Keatley, hótaði hann báðum lífláti, sakaði þá um svik og jós yfir þá fúkyrðum. Það sem mennirnir tveir höfðu unnið sér til saka í bókum Róberts var að bera vitni í skaðabótamáli Björgólfs Thors Björgólfssonar á hendur Róberti.

Þá greindi Halldór, sem starfaði um árabil sem einn nánasti samstarfsmaður Róberts, frá því að Róbert hefði, drukkinn á viðburðum á vegum Alvogen erlendis, kýlt sig í andlitið, fyrirvaralaust og í vitna viðurvist. „Þegar ég síðar nefndi þetta við Róbert sagð­ist hann hafa verið að grín­ast og við hefðum verið í kýl­inga­leik,“ sagði í yfirlýsingu Halldórs sem sagðist ekki kannast við það almennt að forstjórar fyrirtækja væru í slíkum leikjum við samstarfsmenn.

Halldór sagði einnig að Róbert hefði beitt sig óeðlilegum þrýstingi til að koma höggi á óvildarmenn sína, með neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun.

Í yfirlýsingu sem stjórn Alvotech sendi frá sér í fyrra, þegar málið kom upp, kom fram að óháð nefnd og alþjóðleg lögfræðistofa hefðu farið yfir ásakanir á hendur Róberti og að ekkert benti til þess að nokkuð væri athugavert við stjórnunarhætti hans.

Alvogen stefndi Halldóri fyrir brot í starfi og er það umrætt mál sem sættir náðust í fyrir tíu dögum. Halldór lýsti því yfir að hann hefði ekki stöðu uppljóstrara lengur og að hann mynda una niðurstöðu stjórnar um traust á hendur Róberti.

Róbert sat áfram sem forstjóri Alvogen en lét síðar af þeim störfum. Hann er hins vegar stjórnarformaður félagsins og starfandi stjórnarformaður Alvotech.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár