„Hamingja er vellíðan; vellíðunartilfinning. Þessi tilfinning tengist mjög mörgum þáttum og hjá mér er það til dæmis samvera með fjölskyldunni og góðum vinum,“ segir Eva Hrund Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar. Eva Hrund þurfti að enduheimta hamingjuna fyrir nokkrum árum.
„Það var á þessum tíma ekki mikið talað um kulnun en það var það sem ég gekk í gegnum og sá að til þess að finna hamingjuna þyrfti ég að byrja á grunnþörfunum og ná tökum á svefni og næringu.“
Eva segist hafa sótt sér og fengið alls konar hjálp. „Ég fékk mjög mikinn stuðning; ég fékk sálfræðilegan stuðning og stuðning frá læknum, vinum og ættingjum. Alls konar ráð sem ég tók mark á.“
Eva segir að eitt af þeim ráðum sem hafi hjálpað sér mikið hafi verið að leita hamingjunnar í litlum hlutum og atburðum en fram að þessum tíma fannst henni hún vera á hlaupum gegnum lífið og ekki …
Athugasemdir