Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Segir líklegra að Pútín grípi til kjarnorkuvopna en að hann hætti stríðsrekstrinum

Carl Bildt, sér­fræð­ing­ur í ör­ygg­is­mál­um og fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra Sví­þjóð­ar, seg­ir að Rúss­land Vla­dimír Pútíns muni ekki hætta stríð­rekstr­in­um í Úkraínu fyrr en sig­ur ligg­ur fyr­ir eða að Pútín missi völd sín.

Segir líklegra að Pútín grípi til kjarnorkuvopna en að hann hætti stríðsrekstrinum
Óttast að Vladimír Pútín noti kjarnorkuvopn Carl Bildt, fyrrverandi forsætis- og utanríkisráðherra Svíþjóðar, óttast að Vladimír Pútín kunni að grípa til kjarnorkuvopna ef honum mistekst að leggja Úkraínu undir sig.

„Pútín mun halda áfram þar til hann missir völdin. Ég tel að það séu meiri líkur á að hann grípi til kjarnorkuvopna en að hann hörfi í döchuna [rússneskt sumarhús] sína til að rækta grænmeti. Líkurinn á hinu síðarnefnda eru engar,“ segir Carl Bildt, sérfræðingur í öryggismálum og fyrrverandi utanríkis- og forsætisráðherra Svíþjóðar, í viðtali við norska viðskiptablaðið Dagens Næringsliv. Með orðum sínum vísar Bildt til stríðsrekstrar Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta í Úkraínu en innrás Rússa í landið hefur nú staðið yfir frá því í febrúar. 

Bildt hefur áratugareynslu af stjórnmálum landanna í Austur-Evrópu og og var á sínum tíma einn af arkitektunum að stefnu Evrópusambandsins gagnvart löndunum í austurhluta álfunnar. Hann ferðast nú um heiminn og heldur framsögur og erindi um stjórnmál. Árið 2015  starfaði hann einnig sem ráðgjafi stjórnvalda í Úkraínu og hefur hann haldið því fram að Vesturlönd ættu að veita landinu meiri efnahagslegan og pólitískan …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár