„Pútín mun halda áfram þar til hann missir völdin. Ég tel að það séu meiri líkur á að hann grípi til kjarnorkuvopna en að hann hörfi í döchuna [rússneskt sumarhús] sína til að rækta grænmeti. Líkurinn á hinu síðarnefnda eru engar,“ segir Carl Bildt, sérfræðingur í öryggismálum og fyrrverandi utanríkis- og forsætisráðherra Svíþjóðar, í viðtali við norska viðskiptablaðið Dagens Næringsliv. Með orðum sínum vísar Bildt til stríðsrekstrar Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta í Úkraínu en innrás Rússa í landið hefur nú staðið yfir frá því í febrúar.
Bildt hefur áratugareynslu af stjórnmálum landanna í Austur-Evrópu og og var á sínum tíma einn af arkitektunum að stefnu Evrópusambandsins gagnvart löndunum í austurhluta álfunnar. Hann ferðast nú um heiminn og heldur framsögur og erindi um stjórnmál. Árið 2015 starfaði hann einnig sem ráðgjafi stjórnvalda í Úkraínu og hefur hann haldið því fram að Vesturlönd ættu að veita landinu meiri efnahagslegan og pólitískan …
Athugasemdir