Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Ég bið Íslendinga um hjálp“

Einn af þeim fimmtán sem brott­vís­að var til Grikk­lands í síð­ustu viku var Nour Ahmad, af­gansk­ur strák­ur sem kom hing­að fylgd­ar­laus í lok árs 2021, þá sautján ára og því barn í skiln­ingi laga. Hann er nú í Aþenu, ótta­sleg­inn, hjálp­ar­vana og heim­il­is­laus og seg­ist þrá að koma aft­ur til Ís­lands og ganga í skóla „eins og ís­lensk börn“.

„Ég bið Íslendinga um hjálp“
Einn í Aþenu Nour Ahmad kom einn síns liðs til Íslands í desember í fyrra. Hann varð átján ára á Íslandi og því meðhöndlaður sem fullorðinn af yfirvöldum hér. Nour var vísað úr landi í síðustu viku til Grikklands þar sem hann á hvorki heimili né aðstandendur. Mynd: Úr einkasafni

Nour Ahmad, átján ára strákur frá Afganistan, var sofandi þegar tveir lögreglumenn börðu á hurðina hjá honum um miðja nótt í Bæjarhrauni í Hafnarfirði þar sem hann dvaldi í búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd.

„Ég vaknaði við fyrsta bankið og svo héldu þeir áfram þar til ég opnaði dyrnar. Þeir kynntu sig sem lögreglumenn og sögðu mér að ég væri að fara aftur til Grikklands,“ segir hann. Því næst pakkaði hann niður því litla sem hann átti og var svo fylgt á lögreglustöðina á Hlemmi þar sem dótið hans var tekið, honum komið fyrir í herbergi þar sem hann var í sólarhring eða þar til honum var vísað úr landi. „Þetta var mjög erfitt, ég var svo hræddur við að fara aftur til Grikklands. Eina sem ég gat hugsað var; ef ég fer til baka, hvað á ég að gera? Ég á engan að í Grikklandi og það bíður …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár