Nour Ahmad, átján ára strákur frá Afganistan, var sofandi þegar tveir lögreglumenn börðu á hurðina hjá honum um miðja nótt í Bæjarhrauni í Hafnarfirði þar sem hann dvaldi í búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd.
„Ég vaknaði við fyrsta bankið og svo héldu þeir áfram þar til ég opnaði dyrnar. Þeir kynntu sig sem lögreglumenn og sögðu mér að ég væri að fara aftur til Grikklands,“ segir hann. Því næst pakkaði hann niður því litla sem hann átti og var svo fylgt á lögreglustöðina á Hlemmi þar sem dótið hans var tekið, honum komið fyrir í herbergi þar sem hann var í sólarhring eða þar til honum var vísað úr landi. „Þetta var mjög erfitt, ég var svo hræddur við að fara aftur til Grikklands. Eina sem ég gat hugsað var; ef ég fer til baka, hvað á ég að gera? Ég á engan að í Grikklandi og það bíður …
Athugasemdir