Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Þurfum við nokkuð meira?

„Veist þú hvernig við skil­grein­um ham­ingju í okk­ar menn­ingu?“ spyr Visvald­is blaða­mann­inn.

Þurfum við nokkuð meira?

Mér var boðið hingað til lands af vinahópnum. „Kemurðu með?“ spurðu karlarnir. Fyrsta giggið var í fiskvinnslu í Sandgerði, árið 2006 ef ég man rétt.

Ég entist í einn mánuð í þeim sóðaskap áður en ég hreinlega hljópst á brott af þessu landi. Hefur þú einhvern tímann unnið 12 til 14 tíma vaktir sex daga í viku fyrir 140 til 150 þúsund krónur í laun? Finnst þér það vera í lagi?

Næst komum við til Íslands í apríl árið 2008. Eftir eina viku fengum við stöður hjá Ístaki byggingarverktaka við að reisa háskólabyggingar rétt fyrir hrunið. Svo skall hrunið á árið 2009. Manstu það? Við neyddumst til að fara á atvinnuleysisbætur á þessum tíma. Eftir það fór maður að bera út blöð.

Veistu hvað, það er allt í lagi hér á þessu landi. Veist þú hvernig við skilgreinum hamingju í okkar menningu? Hamingjan er að vera laus við sársaukann. Núna er ég til dæmis að þjást af bakverkjum og kemst ekki til heimilislæknisins því hann er veikur. Ég fékk tíma fyrir þann 10. nóvember og fór í millitíðinni á Læknavaktina. Það var ekkert gagn af heimsókninni, ég fékk ávísað Parkódíni en það slær ekki á bakverkina.

Stundum fer ég í messu í kaþólsku kirkjunni. Við Lettar erum kaþólikkar. Ég er ekki bókstafstrúaður, en það kemur samt sem áður með árunum að maður endurtúlkar tilvist sína. Þannig kemur trúin smátt og smátt.

Það er ekki að ástæðulausu að ég sagði áðan að hamingjan er að vera laus við sársaukann. Þegar sársaukinn kemur þá er maður ráðalaus. Sjúkleikinn eltir okkur. Hún konan mín í Ríga vinnur á spítala og nældi sér nýlega í krabbamein. Veit ekki hvað varð til þess, aldrei hefur nokkuð slíkt komið fyrir áður. Efnameðferðin gengur erfiðlega, henni líður illa. Ég veit ekki hvort hún mun komast í gegnum þetta. Hún er svo falleg núna, með ekkert hár.

Af hverju fór ég frá Ríga? Ja, hvað er svo sem að gera í þessu fjárans Lettlandi? Allt er að falla í mola þarna, allt gjörspillt. Síðan ég flutti í burtu hef ég heimsótt landið tvisvar eða þrisvar. Það er ekkert vit í því að vera á stanslausu flakki til og frá. Ég er fráskilinn, þótt við konan viðhöldum tengslum. Ég tala við fjölskylduna í gegnum Messenger á hverjum degi.

Fyrir einhverjum árum drattaðist dóttir mín hingað til lands til að vinna í ræstingum. Mér tókst með naumindum að sannfæra hana um að snúa aftur til baka til að klára háskólanámið. Hún er búin að útskrifast úr lögfræði núna og allt komið í lag. Hún vinnur í stóru fyrirtæki á sviði gasiðnaðar. Stöðugt fyrirtæki, stöðug laun. Þurfum við nokkuð meira?

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár