Kvóti íslenskra útgerðarfélaga er vanmetinn um cirka 800 milljarða króna vegna þess að kvóti þeirra er bókfærður á nafnvirði en ekki markaðsvirði í ársreikningum þessara fyrirtækja. Verðmætið sem útgerðirnar gefa upp er því einungis þriðjungur af því sem talið er markaðsvirði.
Þetta þýðir að eignir íslenskra útgerðarfélaga eru stórlega vanmetnar.
Eignir íslenskra útgerðarfélaga eru í dag metnar á 830 milljarða króna í reikningum fyrirtækjanna og er kvótinn um helmingur þess, eða 405 milljarðar.
Í raun og veru eru þessar eignir þó miklu hærri og vel yfir 1.600 milljarða króna, eða tvöfalt meiri en þær birtast í reikningum fyrirtækjanna. Enda er markaðsvirði aflaheimilda nú í kringum 1.200 milljarðar króna, miðað við viðskipti með aflaheimildir á markaði.
Á árlegum sjávarútvegsdegi endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte á Hótel Nordica þann 24. október kom fram í glærukynningu Jónasar Gests …
Athugasemdir