Guðmundur Andri Thorsson segist alltaf hafa verið frekar hamingjusamur og hann segist ekki hafa orðið fyrir teljandi áföllum í lífinu.
„Ég átti góða foreldra sem elskuðu mig og gerðu allt sem þau gátu fyrir mig, góðan bróður og allt í kringum mig hef ég átt góða að alla ævi. Þetta er afskaplega mikilvægt. Ég eignaðist ungur undursamlegan lífsförunaut, Ingibjörgu Eyþórsdóttur. Við höfum verið par síðan við vorum í kringum 23 ára og líf okkar saman hefur eiginlega verið samfellt samtal; meira að segja líka þegar við þegjum saman. Ég hef átt þess kost að fást við það sem mér finnst skemmtilegt alla ævi; bókastúss og ritstörf, músík og mannleg samskipti. Ég hef verið gæfusamur í lífinu.
Auðvitað lendum við öll í alls konar á lífsleiðinni. Maður upplifir missi, maður fær hafnanir, maður getur fallið á alls konar prófum, manni mistekst eitthvað og manni verður á. Ég hef fengið minn skerf …
Athugasemdir