Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Mikilvægast að sýna þolendum mildi

Lovísa Ösp Helga­dótt­ir seg­ist hafa ver­ið föst í of­beld­is­sam­bandi í rúmt ár og all­an tím­ann ver­ið ást­fang­in af mann­in­um sem beitti hana of­beldi. Djúp­ar til­finn­ing­ar í ástar­sam­bönd­um rugli fólk í rím­inu og sjálf hafi hún ekki vilj­að yf­ir­gefa mann­inn. Hún hvet­ur ást­vini þo­lenda heim­il­isof­beld­is til að sýna þeim mildi.

Mikilvægast að sýna þolendum mildi
Lovísa Ösp segir í þættinum Eigin konur frá því að hún sé á batavegi eftir alvarlegt heimilisofbeldi. Hún hafi lengi átt erfitt með að trúa því að kærastinn hennar væri ofbeldismaður þó að hann hafi ítrekað lagt á hana hendur því að þegar hann hafi verið í „góðu standi“ hafi hann verið fullkominn.

Lovísa Ösp var í sambandi með manni í eitt ár sem beitti hana ofbeldi nær allan tímann. Hún segir Eddu Falak frá þessu tímabili og því sem hún hefur gengið í gegnum eftir að sambandinu lauk í nýjasta þætti Eigin kvenna. Hann var bara minn klettur þótt þetta hafi verið svona ljótt þá sagði ég honum allt,“ segir Lovísa Ösp þegar hún lýsir því hve flókið það hafi verið að vera ástfangin af manni sem beitti hana ofbeldi.

Lamdi hana með skóLovísa Ösp sendi Eddu Falak nokkrar þeirra mynda sem hún tók eftir að maðurinn beitti hana ofbeldi. Hún gaf Stundinni leyfi til að birta myndirnar.
„Ef hann væri ekki ofbeldismanneskja væri hann fullkominn“
Lovísa Ösp Helgadóttir

Hún segir að hann hafi oft verið yndislegur“ og þess vegna hafi hún ekki farið eftir að hann lagði á hana hendur í fyrsta sinn en þá voru þau búin að vera saman í einn mánuð.  „Maður heldur alltaf að  hann verði betri og líka, við vorum með svo góð tilfinningaleg tengsl, höfum farið í gegnum margt á ævinni og tengdum bara í gegnum það. [...] Þetta er brotið sjálfstraust, mér finnst hann ógeðslega fallegur og ef hann væri ekki ofbeldismanneskja væri hann fullkominn, við erum með sömu áhugamál, við hlustum bæði á tónlist, hann gerir tónlist og þetta var bara eins og í bók, ævintýrabók einhvern veginn.“

Forðaðist að veita henni áverka á andliti 

Lovísa segir að fyrsti mánuðurinn þeirra saman hafi verið dásamlegur,  einskonar hveitibrauðsdagar en eftir fyrstu árásina hafi ofbeldið stigmagnast.

„Hann sagði aldrei fyrirgefðu, hann bara hlúði að mér þegar þetta var búið,“ segir Lovísa Ösp. Hún segist fljótt hafa áttað sig á að kærastinn hennar fyrrverandi missti stjórn á skapi sínu þegar hann var á  „niðurtúr“ en þau hafi bæði verið í mikilli fíkniefnaneyslu.

Samkvæmt lýsingum Lovísu Aspar virðist maðurinn hafa haft stjórn á gjörðum sínum því hún segir að hann hafi gætt sín á því að áverkarnir sæjust ekki. 

„Þetta var alltaf á höndunum eða fótunum, hann passaði sig með andlitið en ég fékk glóðarauga einu sinni og ég man eftir því, þá var hann að lemja mig og síðan kemur högg á augað á mér og þá bara: Fokk, sorrí. Hann kom með klaka og það var eins og hann hafi ekki gert sér grein fyrir því hvað hann væri að gera,“ segir Lovísa Ösp og bætir við að hún hafi keypt sér langermaboli til að fela áverkana.

Mætti skilningsleysi 

Lovísa Ösp segir að lýsingar á svokallaðri sjúkri ást eigi mjög vel við um samband þeirra, sérstaklega upphaf þess því það hafi þróast mjög hratt og hann hafi flutt inn til hennar nokkrum dögum eftir að þau kynntust.  „Ég átti ógeðslega erfitt með að trúa að þetta væri að gerast fyrir mig. Við pössuðum svo ógeðslega vel saman, þegar hann er í góðu standi þá er hann fullkominn. Ég hugsa enn til hans og ég sakna hans, ég er ennþá ógeðslega meðvirk.“

Lovísa segist víða hafa mætt skilningsleysi, fólk hafi sagt að hún hefði átt að fara frá honum um leið og hún áttaði sig á að hún var í ofbeldissambandi. En þetta sé ekki svona einfalt. Þú myndir aldrei ef þú myndir fara á fyrsta deit með strák og hann myndi slá þig á fyrsta deiti, þá myndir þú væntanlega aldrei hitta hann aftur. En hann var búinn að byggja upp traust og ég hélt náttúrulega að þetta væri bara lífið skilurðu.“  

„Þetta var alltaf á höndunum eða fótunum hann passaði sig með andlitið“
Lovísa Ösp Helgadóttir

Hún segist oft hafa hugsað um að fara frá honum á þessu tímabili. Ég átti mjög erfitt. Það var eiginlega hann sem slúttaði þessu, út af því að ég kunni ekki neitt annað, ég elska þann sem ég er með í sambandi, sama hvað.“ 

Hún segir að það hafi ekki verið fyrr en hún fór í meðferð vegna fíknivandans sem hún hafi áttað sig á alvarleika ofbeldsins. Hún segist þá hafa ákveðið að kæra hann til lögreglu til að reyna að koma í veg fyrir að hann beitti fleiri stelpur ofbeldi. Kæruna lagði hún fram í byrjun árs en segist ekkert hafa heyrt frá lögreglu síðan þá. Ég er með svo mikið af gögnum sem benda til að þetta var alvarlegt og ég er náttúrulega með myndir, ég tók ekki alltaf en alveg nóg af myndum.“ 

„Maður verður svo einangraður“
Lovísa Ösp Helgadóttir

Hún segist vera á batavegi en fyrstu mánuðina hafi hún átt erfitt með að sofa ein og þess vegna hafi hún fengið sér kött. Hún fái enn martraðir og segist ekki enn treysta karlmönnum. „Það er búið að vera frekar erfitt fyrir mig núna seinasta árið að finna einhvern. Mér líður eins og allir séu að nota mig.“

Lovísa segir að mamma sín hafi hjálpað sér með ráðum og dáð. Hún er búin að vera eins og klettur fyrir aftan mig,“ segir hún en bætir við að þegar hún líti til baka eigi hún erfitt með að sætta sig við að sumar vinkonur og vinir hafi snúið við henni baki.  Hún hvetur ástvini þolenda heimilisofbeldis til að reyna að vera til staðar. 

 Ekki loka á hana út af þessu. Út af það gerðist alveg við mig, út af því að þetta var að gerast aftur og aftur og vinir mínir voru orðnir þreyttir og skildu ekki af hverju ég væri ekki búin að fara en þetta er svo miklu meira en að segja það. Þetta eru bara tilfinningarnar, maður er svo fastur og trúir því ekki að þetta muni verða betra en þetta er ekkert líf, að vera barin á þriggja vikna fresti,“ segir Lovísa Ösp og bætir við að það sé mjög mikilvægt að sýna þolendum heimilisofbeldis mildi.  Ég myndi segja að það væri númer eitt, tvö og þrjú af því að þú getur ekki leitt neinn til að gera eitthvað þótt það sé betra fyrir mann. Maður verður svo ógeðslega blindur og þú veist, ég hélt að þetta væri bara lífið en ég myndi segja öðrum konum, ja konum eða körlum, að vera  með mildi, spyrja:  Hvernig hefurðu það, hvernig ertu í dag - bara basic samskipti út af því að maður verður svo einangraður,“ segir Lovísa Ösp Helgadóttir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Eigin konur

Mest lesið

Lilja Rafney Magnúsdóttir
1
Það sem ég hef lært

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Þú færð ekki allt sem þú vilt og vilt ekki allt sem þú færð

Erf­ið­leik­ar geta ver­ið styrkj­andi. Það lærði Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir þing­mað­ur þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar veikt­ist al­var­lega og lá á sjúkra­húsi í eitt ár en náði að lok­um þeim styrk að kom­ast heim og aft­ur út í líf­ið. Hún hef­ur einnig lært að það er eng­in leið að hætta í póli­tík og nú hef­ur líf­ið fært henni það verk­efni að taka sæti aft­ur á Al­þingi eft­ir þriggja ára hvíld­ar­inn­lögn heima á Suð­ur­eyri, eins og hún orð­ar það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
5
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
6
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár