Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Vakin upp af lögreglu vegna falskrar tilkynningar fyrrverandi kærasta

Sam­býl­is­mað­ur Martynu Ylfu sleit sam­bandi við hana upp úr þurru og hóf sam­band við aðra konu. Þeg­ar Martyna sagði mann­in­um að hún vildi ekki taka upp sam­band við hann að nýju sig­aði hann lög­regl­unni á heim­ili henn­ar með falskri til­kynn­ingu um ógn­andi skila­boð.

Vakin upp af lögreglu vegna falskrar tilkynningar fyrrverandi kærasta
Hélt hún væri að missa þráðinn Martyna skoðaði símann sinn eftir að lögreglumennirnir greindu henni frá tilkynningu um ógnandi skilaboð því hún hélt að hún væri að missa það. Tilkynningin var markleysa og runnin undan rifjum fyrrverandi kærasta hennar.

Klukkan hálf eitt um nótt vaknaði Martyna Ylfa upp við að barið var á dyrnar hjá henni. Í svefnrofunum fór hún fram og þegar hún opnaði mættu henni fjórir fílefldir lögreglumenn. Þeir upplýstu hana aðspurðir um að borist hefði tilkynning um að hún hefði sent ógnandi og sjálfsógnandi skilaboð úr síma sínnum. „Ég vissi ekkert hvað var verið að tala um, ég var bara sofandi heima hjá mér. Gaslýsingin var svo mikil að ég fór í símann minn og skoðaði hvort ég hefði sent einhver skilaboð, hvort ég væri búin að missa þráðinn algjörlega. En nei, ég hafði ekki gert það.“

Sá sem sendi umrædda tilkynningu til lögreglu er að sögn Martynu fyrrverandi kærasti hennar, maður sem hún lýsir í viðtali við Eddu Falak í þættinum Eigin konur að hafi beitt hana andlegu ofbeldi og gaslýsingu í sambandi. Þannig hafi tilkynning hans til lögreglu verið afleiðing af því að hún hafi gert honum grein fyrir því að hún gæti ekki, og vildi ekki, taka aftur upp samband við manninn.

Martyna lýsir í viðtalinu reynslu sinni af sambandinu við manninn sem hún telur að sé með narsisíska persónuleikaröskun. Rétt er að undirstrika hér að slík greining er aðeins á færi fagfólks. Martyna segir að augljóst mynstur hafi verið í hegðun mannsins gagnvart konum, þannig hafi hún fengið staðfest frá öðrum konum sem hann hafi verið í sambandi með að hegðun hans gagnvart þeim hafi verið keimlík því sem hún upplifði.

Sýndi af sér yfirdrifna ástúð í fyrstu

Þegar Martyna hóf samband með manninum var hegðun hans allt öðruvísi en hún hafði átt að venjast í fyrri samböndum. Þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hún hafi tengst manneskju með jafn afgerandi hætti. „Hann var fyrsta manneskjan sem fannst allt sem ég geri flott, allt sem ég klæðist flott, allt sem ég segi, hann dýrkaði mig bara. Ég vissi það ekki á þeim tíma en þetta var bara „love bombing“.“ Slíka hegðun einkennir yfirdrifin ástúð í orðum og gjörðum sem beitt er til að öðlast stjórn eða vald yfir manneskju sem fyrir verður.

Þegar frá leið, eftir að ástarbríminn í upphafi var afstaðinn, breyttist hegðun mannsins hins vegar að sögn Martynu. Hegðunin fór frá því að vera yfirdrifin ástúð yfir í að frá manninum fór að anda köldu til Martynu. „Þegar hann tók eftir að ég væri ekki fullkomin, að ég væri manneskja sem fengi stundum magaverk eða væri stundum í vondu skapi, stundum væri mikið að gera í vinnunni eða ég væri stressuð. Ég er ekki að segja að ég hafi aldrei gert neitt rangt, ég er ekki komin hingað til að segja „aumingja ég“.“

Martyna segir að maðurinn hafi ekki endilega sagt margt við hana, gagnrýnt hana, heldur hafi það verið hegðun hans sem breyttist. Til að mynda hafi hún fengið Covid og verið töluvert mikið veik. „Ég sá á honum hvað honum fannst það pirrandi, að ég væri svona veik, hvað hann var reiður við mig yfir að ég væri veik. Samt var það hann sem smitaði mig.“

Gekk yfir kynferðisleg mörk

Í upphafi sambandsins hafi maðurinn verið mjög styðjandi en þegar Martynu hafi gengið vel, „aðeins of vel“, hafi hann ekki sætt sig við það, segir Martyna. Þannig hafi henni liðið eins og hann hafi haft miklar efasemdir um að hún sækti sér meira nám, því þar með yrði hún menntaðri en hann, og sömuleiðis greindi hún afbrýðisemi hans vegna þess hvernig henni gekk í vinnu. „Ég tók eftir því að hann var ósáttur við mig. Ég sé það núna að hann vildi ýta mér niður, að hann ætti að gera betur en ég.“

„Þegar hann var reiður tók hann það út á mér líkamlega“

Þá hafi Martyna ekki fengið réttar upplýsingar frá manninum um hans daglega líf, hann hafi sagt ýmislegt um nám og störf sem síðar hafi komið í ljós að ekki var fótur fyrir. Þannig hafi hann meðal annars talið henni trú um að hann væri í skóla en í raun hafi hann fallið í skólanum og ekki verið í námi lengur á ákveðnum tíma í sambandinu. Þá hafi hann ekki borgað leigu á meðan þau bjuggu saman í íbúð Martynu. Hann hafi, segir Martyna, talið henni trú um að fyrri kærusta hefði krafist svo mikils af honum peningalega að hún hafi farið í baklás vegna þess og ekki viljað haga sér með þeim hætti. Því hafi hún látið þetta yfir sig ganga. Sömuleiðis hafi maðurinn fundið leiðir til að víkja sér undan því þegar Martyna gagnrýndi hann eða var ósátt við eitthvað í sambandinu. „Ef ég var eitthvað ósátt við hann gerðist alltaf eitthvað svakalegt á sama tíma, mamma hans varð veik eða eitthvað hrundi í sundur. Ég fékk bara samviskubit,“ segir Martyna sem leið því þannig að hún ætti aldrei rétt á að vera ósátt því alltaf var eitthvað meira og verra í gangi í lífi mannsins.

Maðurinn fór þá einnig yfir mörk Martynu kynferðislega að því er hún lýsir. „Hann var stundum mjög agressívur. Þegar hann var reiður tók hann það út á mér líkamlega. Ég held að hann hafi gert það til að sýna mér hvað hann gæti gert, að sýna mér að hann gæti meitt mig ef hann vildi.“

Sleit sambandinu án fyrirvara

Verst fannst Martynu þó framkoma mannsins þegar hann sleit sambandi þeirra. Hún hafði farið til útlanda í þriggja daga skemmtiferð með vinkonu sinni. „Allan tímann meðan ég var úti var hann að senda mér skilaboð, um að hann elski mig, hann sakni mín, geti ekki beðið eftir að sjá mig. Þegar ég lenti hér heima opnaði ég skilaboð frá honum þar sem sagði að hann væri bara farinn.“

Martyna var miður sín enda átti hún alls ekki von á þessari hegðun. „Þetta fór frá því að vera í 100 prósent samband, ekkert rifrildi eða neitt, og svo var hann bara farinn.“ Aldrei komu neinar skýringar á því hvers vegna maðurinn sleit sambandinu að sögn Martynu.

Martyna komst síðar að því að maðurinn hefði verið í sambandi við aðra konu áður en hann sleit sambandinu við hana. Hana grunar að það samband hafi staðið um langa hríð. Þegar það samband rann sitt skeið hafði hann strax samband við Martynu og vildi taka upp samband við hana á ný. Á þeim tíma var Martynu þó ekki orðið ljóst að maðurinn hefði verið í öðru sambandi.

Hélt hún væri að missa þráðinn

Martyna segir að hún hafi gjarnan viljað tala við manninn um það hvað eiginlega hafi gerst, hvers vegna hann hafi slitið sambandi þeirra. Því hafi hún samþykkt að hitta hann sem hafi smám saman leitt til þess að þau hafi tekið upp samband að nýju, með varfærnislegum hætti af hennar hálfu þó.

„Manneskjan sem ég elskaði mest var ekki til“

Sem fyrr segir var Martynu á þessum tíma ekki ljóst að maðurinn hefði verið í sambandi við aðra konu. Þegar henni hafi orðið það ljóst hafi hún gert honum grein fyrir því að hún gæti ekki og vildi ekki halda sambandinu áfram. „Þetta gerist um níu leytið um kvöld. Um nóttina hringir hann síðan í lögregluna. Ég var steinsofandi klukkan hálf eitt um nóttina þegar það banka upp á hjá mér fjórar löggur. Ég opna fyrir þeim og spyr hvað sé eiginlega að gerast. Þeir segja að það hafi borist tilkynning um að ég hafi verið að senda ógnandi og sjálfsógnandi skilaboð. Ég vissi ekkert hvað var verið að tala um, ég var bara sofandi heima hjá mér. Gaslýsingin var svo mikil að ég fór í símann minn og skoðaði hvort ég hefði sent einhver skilaboð, hvort ég væri búin að missa þráðinn algjörlega. En nei, ég hafði ekki gert það.“

Martyna vill meina að maðurinn hafi þarna notað gegn sér að hún hafi trúað honum fyrir því að eftir að hann sleit sambandinu við hana hafi Martyna orðið mjög þunglynd, hún hafi þurft að sækja sér aðstoð á geðdeild vegna þess.

Framkoma mannsins hefur því haft slæm áhrif á líðan Martynu. „Ef ég hugsa til baka núna, og hugsa góðar minningar sem ég á, að vita að þetta var allt falskt, að þetta var ekki satt og þetta var ekki hann. Að vita að allan þennan tíma var hann í öðru sambandi, að leika leik. Manneskjan sem ég elskaði mest var ekki til.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Eigin konur

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár