Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi gengin 17 vikur með tvíbura

Barns­fað­ir Magda­lenu Valdemars­dótt­ur réðst inn til henn­ar, sló hana og tók kverka­taki þeg­ar hún var barns­haf­andi. Árás­in og áreiti af hálfu manns­ins ollu Magda­lenu áfall­a­streitu, kvíða og þung­lyndi sem hafði það í för með sér að hún sá sig knúna til að láta börn­in frá sér í var­an­legt fóst­ur.

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi gengin 17 vikur með tvíbura
Óttaðist um börnin sín Magdalena var svo illa haldin af fæðingarþunglyndi að hún óttaðist að hún myndi vinna börnunum sínum skaða.

Áfallastreita, kvíði og þunglyndi sem Magdalena Valdemarsdóttir glímdi við eftir að barnsfaðir hennar réðst að henni með ofbeldi þegar hún var þunguð ollu því að Magdalena fann sig knúna til að láta börn sín frá sér og í varanlegt fóstur. Árásin og áframhaldandi áreiti mannsins voru stór þáttur í því fæðingarþunglyndi sem helltist yfir Magdalenu við fæðingu tvíbura hennar sem endaði með því að hún gat ekki meir og gerði sér grein fyrir að hún gæti ekki sinnt börnunum.  

Magdalena kynntist manninum fyrir um sex árum. Í byrjun var sambandið mjög gott. „Ég man að ég stóð einhvern tíma í eldhúsinu og hugsaði: Er hægt að vera svona hamingjusöm? Er þetta ekki bara í bíómyndum?“ segir Magdalena í viðtali í hlaðvarpsþættinum Eigin konur á Stundinni.

Þó sambandið hafi sem fyrr segir byrjað vel fór þó að halla til verri vegar þegar frá leið. Magdlena lýsir því að sjúkleg afbrýðisemi mannsins hafi haft verulega neikvæð áhrif eftir því sem á sambandið leið. Það hafi vissulega verið góðir tímar en líka vondir. „Það komu dagar þar sem hann tók köst og gargaði á mig fyrir að tala við aðra gaura. Ég man eftir nótt þar sem hann vakti mig tvisvar, af því hann skrollaði yfir símann minn og hélt því fram að ég hefði ætlað að sofa hjá gaur.“ Þau samskipti voru hins vegar eldri en samband Magdalenu og mannsins og hann því ekki í nokkrum rétti til að bregðast illa við þeim.

Sleit sambandinu vegna óeðlilegs áhuga mannsins á kynlífi

Magdalena varð þunguð á meðan á sambandinu stóð. Hún lýsir því að þegar það hafi orðið ljóst hafi maðurinn skyndilega fengið mjög mikinn og aukinn áhuga á kynlífi, svo mikið að það var óheilbrigt. Í raun hafi ekkert annað komist að í sambandinu, öll samtöl hafi leitt til tals hans um kynlíf. Á meðgöngunni hafði Magdalena hins vegar mjög takmarkaðan áhuga á kynlífi. Af þessum sökum, meðal annarra, tók hún ákvörðun um að slíta sambandinu. Þá var hún gengin um átta vikur með tvíburana.

Magdalena lýsir því að eftir sambandsslitin hafi hún setið undir gríðarlegu áreiti frá manninum, hann hafi hringt linnulítið og sent ótal skilaboð í gegnum samfélagsmiðla. Svo mikið varð áreitið að hún neyddist til að blokka manninn á öllum umræddum stöðum. Maðurinn beitti þá vinum og kunningjum fyrir sig til að hafa samband við Magdalenu. Meðal annars fékk hún símtal um kvöld þar sem vinur mannsins lýsti því að hann hyggðist hoppa í sjóinn ef Magdalena hefði ekki samband við hann.  Við því brást hún ekki og ekkert varð af því að maðurinn hoppaði í sjóinn.

Um tíu vikum eftir að Magdalena sleit sambandinu réðst maðurinn hins vegar á hana. „Þetta byrjaði með því að um morgunin fékk ég skilaboð frá vini hans um að hann væri að spyrja hvort ég væri að hitta einhvern annan. Ég var búinn að fá þessa spurningu aftur og aftur og svarið var alltaf nei, ég er ekki að deita neinn, látið mig bara vera. En í þetta skipti sagði ég: Segðu bara við hann að ég sé að hitta einhvern.“

Bað lögregluna um að hjálpa sér

Skömmu síðar, klukkan hálftíu um morgunin var dyrabjöllunni hringt heima hjá Magdalenu. Þar var þá maðurinn kominn. Magdalena sagði honum að koma sér í burtu ellegar hringdi hún á lögregluna. Hún sneri sér síðan við til að ná í heimasímann í íbúðinni. „Þá er hann kominn inn. Hann tekur af mér símann og grýtir honum burt. Ég fer þá inn í eldhús og næ í símann minn en hann tekur hann líka af mér. „Sjáum hvaða gaura þú ert að tala við,“ sagði hann.“

Magdalena lýsir því að hún hafi passað sig að ögra manninum ekki að óþörfu, þar sem hún hafi ekki viljað lenda í líkamlegum átökum, ekki síst þar sem hún var ólétt. Hún hafi þó sagt manninum að skila sér símanum sínum. Við það hafi hins vegar runnið á hann æði. Réðst maðurinn á hana, tók hana hálstaki og hélt henni upp við vegg. „Þegar hann sleppir og ég næ andanum segi ég við hann: Þú átt ekki þessi börn. Hann spurði: Hver á þau? Ég sagði að það skipti ekki máli. Þá lemur hann mig með opnum lófa og tekur mig aftur hálstaki. Ég næ að segja við hann að slaka á, við gætum talað saman rólega. Þá sleppir hann mér.“

„Það var allt í glerbrotum, allt út í kaffi og allt í fokki“

Á þessum tímapunkti virðist maðurinn hins vegar hafa áttað sig á hvað hann hefði gert. Hann brotnaði niður og bað Magdalenu ítrekað fyrirgefningar. Þá var hins vegar bankað á hurðina. „Það var allt í glerbrotum, allt út í kaffi og allt í fokki. Ég opna og þar er lögreglan. Hann sagði: Ég var bara að tala við barnsmóður mína, og ég stend þarna og er bara: Hjálp.“

Dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar

Lögreglan hafði verið kölluð til vegna hávaða úr íbúðinni enda hafði maðurinn brotið húsgögn og gengið berserksgang þar inni. Lögreglumönnum var strax ljóst að eitthvað mikið hefði gengið á, meira en samtal, og komu inn í íbúðina til að ræða við Magdalenu og manninn. Þegar lögreglan var  svo að tygja sig út kom maðurinn til Magdalenu og spurði hana hvort hún gerði sér grein fyrir að ef hún kærði hann þá myndi hann enda í fangelsi. Magdalena sagði að hún gerði sér fulla grein fyrir því og gaf skýr skilaboð um að hún myndi engu að síður leggja fram kæru. Við það hugðist maðurinn ráðast aftur á hana og endaði það með því að lögreglan handtók hann á staðnum og færði hann burtu í járnum.

Fyrir Héraðsdómi Suðurnesja játaði maðurinn skýlaust brot sín. Var hann fundinn sekur um húsbrot og eignaspjöll, auk líkamsárásarinnar þar sem hann var dæmdur fyrir að hafa hrint Magdalenu, slegið hana í tvígang og tekið hana kverkataki, einnig í tvígang. Þá var hann einnig dæmdur fyrir að hafa rofið nálgunarbann gegn Magdalenu í sex skipti.

„Ég sagði við sjálfa mig að ef hann myndi koma aftur nálægt mér myndi ég drepa hann“

Maðurinn á baki brotaferil sem nær aftur til ársins 2014 og hefur hann í allnokkur skipti verið dæmdur til fangelsisvistar, auk þess sem hann hefur verið dæmdur fyrir að rjúfa skilorð. Með brotum sínum gegn Magdalenu rauf hann einmitt skilorð. Niðurstaða héraðsdóms var að maðurinn skyldi sæta fangelsi í 18 mánuði, en þar af voru 17 mánuðir skilorðsbundnir.

Óttaðist að vinna börnunum mein

Magdalena segir að eftir árásina hafi hún verið uppfull af reiði, svo mikilli að hún hafi ekki verið neitt hrædd við manninn þrátt fyrir að hann gengi laus. Miklu fremur hafi hún haft áhyggjur af því að hún sjálf myndi ráðast á manninn. „Ég sagði við sjálfa mig að ef hann myndi koma aftur nálægt mér myndi ég drepa hann.“

Magdalena segir að hún hafi haft ítrekaðar hugsanir um að vinna manninum skaða, svo miklar að hún hafi leitað til fagaðila, geðlækna og sálfræðinga, til að vinna bug á þeim. Árásin og áreitið hafi haft þær afleiðingar en líka fleiri og víðtækari afleiðingar. „Ég er með áfallastreitu á háu stigi, kvíðaröskun á háu stigi og þunglyndi. Ég þurfti svefnlyf því ég fékk martraðir þar sem ég upplifði atburðinn aftur.“

Magdalena greindist þá með fæðingarþunglyndi eftir fæðingu tvíburanna, sem varð henni mjög erfitt, ekki síst í ljósi þess að hún glímdi þegar við þunglyndi eftir árásina. Fæðingarþunglyndið var að sögn hennar svo svæsið að hún óttaðist að vinna börnum sínum mein. Hún hafði samband við barnaverndarnefnd sem sömuleiðis hafði verið tilkynnt um ástandið á Magdalenu. „Sem var gott, því ég þurfti á hjálp að halda,“ segir hún.

Niðurstaðan varð sú að Magdalena lét börnin sín frá sér í fóstur, fyrst tímabundið, en síðar varanlegt fóstur. Hún hittir börnin með reglubundnum hætti. Hún segir aðspurð að það hafi verið rétt ákvörðun.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Eigin konur

Mest lesið

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
2
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
5
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
6
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
7
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
„Enginn sem tekur við af mér“
9
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.
Einstæðir foreldrar berjast í bökkum
10
Fréttir

Ein­stæð­ir for­eldr­ar berj­ast í bökk­um

Nú­ver­andi efna­hags­ástand hef­ur sett heim­il­is­bók­hald­ið hjá mörg­um lands­mönn­um úr skorð­um. Ástand­ið kem­ur verst nið­ur á þeim sem búa ein­ir og reiða sig á stak­ar mán­að­ar­tekj­ur. Sá tími þeg­ar ein­stak­ling­ar með lág­ar eða með­al­tekj­ur gátu rek­ið heim­ili er löngu lið­inn. Lít­ið má út af bregða hjá stór­um hluta ein­stæðra for­eldra til þess þau þurfi ekki að stofna til skuld­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
„Ég var bara niðurlægð“
8
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
10
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár