Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

979. spurningaþraut: Hví liggur karl einn í duftinu?

979. spurningaþraut: Hví liggur karl einn í duftinu?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða fugl má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða stjörnumerki dýrahringsins telst nú ráðandi?

2.  Árið 1988 vann Kanadamaður nokkur sigur í 100 metra hlaupi karla á ólympíuleikum en var sviptur verðlaununum skömmu síðar vegna lyfjaneyslu. Hvað heitir þessi karl?

3.  En í hvaða Asíuríki voru ólympíuleikarnir 1988 annars haldnir?

4.  Á þessum degi 1916 andaðist rúmlega fertugt íslenskt alþýðuskáld, Magnús Hj. Magnússon, sem lengst af bjó á Vestfjörðum við lítil efni og litla skáldfrægð. Magnús var ein helsta fyrirmynd Halldórs Laxness að persónu sem í sögu Halldórs heitir ... hvað?

5.  Hvað hét sá einræðisherra Íraks sem velt var úr sessi eftir innrás Bandaríkjamanna 2003?

6.  Hver er nú leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar?

7.  Hver er nú umboðsmaður barna?

8. Þann 17. janúar 1912 unnu Bretinn Robert Falcon Scott og menn hans ákveðið afrek. Það var ... hvað?

9.  Þrátt fyrir afrekið varð niðurstaðan vonbrigði fyrir Scott og menn hans því annar maður hafði stýrt sínum mönnum til sama afreks fimm vikum á undan. Hvað hét sá?

10. Hvað hétu konungsættirnar tvær sem börðust um völdin í hinum ensku rósastríðum á 15. öld?

***

Seinni aukaspurning:

Hér að neðan má sjá skjáskot úr bíómynd sem fræg varð fyrir 63 árum. Hver leikstýrði myndinni?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Steingeitin.

2.  Ben Johnson.

3.  Suður-Kóreu.

4.  Ólafur Kárason.

5.  Saddam Hussein.

6.  Marta Nordal.

7.  Salvör Nordal.

8.  Þeir komust á suðurpólinn.

9.  Amundsen.

10.  York og Lancaster.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er strútur.

Neðri mynd er skjáskot úr myndinni North by Northwest eftir Hitchcock. Skjáskotið sýnir andartak úr frægri senu þar sem flugvél eltir mann.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár